Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 15
EINAR OLGEIRSSON: BANDARlSKA VALDIÐ Á ISLANDI Við íslendingar eigum sem raunveruleg nýlenduþjóð langa og dýrkeypta reynslu, — einnig í frelsisbaráttu. Reynslan af viðureign- inni við danska valdið gemr komið okkur vel í baráttunni við það bandaríska. En það er mikill skilsmunur á því valdi, sem við er að eiga nú og fyrr. Danska valdið stjórnaði okkur beint: skip- aði embættismennina og skipulagði arðránið opinberlega. — Bandaríska valdið ætlar sér að stjórna okkur óbeint: með peningalegum áhrifum og ítökum, — með samstarfi við ís- lenzk yfirvöld og allt arðrán á að vera undir fána frelsisins. Við höfum okkar stjórnar- farslega frelsi, ef við þorum að nota það. Ogþó: Bandaríska hervaldið hefur hér her í vopn- lausu landi, — og í öðrum löndum (Grikk- landi, Italíu) gerir það ráðstafanir til að grípa inn í, ef kosningar kynnu að fara öðruvísi en því þóknast. — Danska valdið hafði hér aldrei fastan her. Það er hinsvegar nauðsynlegt að Islend- ingar muni hvernig bandaríska valdið fer að hér, meðan það þorir: Bandaríska valdið svipti Alþingi ekki fjár- veitingavaldi á Marshall-tímabilinu. En það lét auðsveipa flokka samþykkja lög um að banna Islendingum að byggja sér íbúðarhús, nema með leyfi sérstakrar nefndar. Og full- trúi Bandaríkjanna í efnahagsmálum Islands hótaði að stöðva öll lán úr mótvirðissjóði, ef þessu banni væri aflétt. Bandaríska valdið krafðist þess löngum að ráða gengi íslenzku krónunnar, — og enn mun ameríski alþjóðabankinn spurður „ráða” um gengisskráningu. Sjálfir skrá Bandaríkja- menn dollara sinn tvöfalt hærri en vera ber. Bandaríska valdið knýr það fram að ein- oka lánamarkaðinn til Islands. Það kemur í veg fyrir, — með áhrifum sínum á íslenzka ráðamenn, — að Island taki lán hjá sósíalist- iskum ríkjum, þar sem það gæti fengið 2!/2 % vexti, — og knýr Island til að taka lán hjá sér með 5 Vi—1% vöxtum. Danska valdið bannaði með lögum að við- lögðum hörðum refsingum verzlun við Frans- menn og hollenzkar duggur. Bandaríska valdið gerir ráðstafanir til þess að brjóta niður viðskipti Islands við lönd sósíalismans og leggur á ráðin við ríkisstjórn Islands og „háembættismenn" hennar um að- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.