Réttur


Réttur - 01.01.1968, Side 15

Réttur - 01.01.1968, Side 15
EINAR OLGEIRSSON: BANDARlSKA VALDIÐ Á ISLANDI Við íslendingar eigum sem raunveruleg nýlenduþjóð langa og dýrkeypta reynslu, — einnig í frelsisbaráttu. Reynslan af viðureign- inni við danska valdið gemr komið okkur vel í baráttunni við það bandaríska. En það er mikill skilsmunur á því valdi, sem við er að eiga nú og fyrr. Danska valdið stjórnaði okkur beint: skip- aði embættismennina og skipulagði arðránið opinberlega. — Bandaríska valdið ætlar sér að stjórna okkur óbeint: með peningalegum áhrifum og ítökum, — með samstarfi við ís- lenzk yfirvöld og allt arðrán á að vera undir fána frelsisins. Við höfum okkar stjórnar- farslega frelsi, ef við þorum að nota það. Ogþó: Bandaríska hervaldið hefur hér her í vopn- lausu landi, — og í öðrum löndum (Grikk- landi, Italíu) gerir það ráðstafanir til að grípa inn í, ef kosningar kynnu að fara öðruvísi en því þóknast. — Danska valdið hafði hér aldrei fastan her. Það er hinsvegar nauðsynlegt að Islend- ingar muni hvernig bandaríska valdið fer að hér, meðan það þorir: Bandaríska valdið svipti Alþingi ekki fjár- veitingavaldi á Marshall-tímabilinu. En það lét auðsveipa flokka samþykkja lög um að banna Islendingum að byggja sér íbúðarhús, nema með leyfi sérstakrar nefndar. Og full- trúi Bandaríkjanna í efnahagsmálum Islands hótaði að stöðva öll lán úr mótvirðissjóði, ef þessu banni væri aflétt. Bandaríska valdið krafðist þess löngum að ráða gengi íslenzku krónunnar, — og enn mun ameríski alþjóðabankinn spurður „ráða” um gengisskráningu. Sjálfir skrá Bandaríkja- menn dollara sinn tvöfalt hærri en vera ber. Bandaríska valdið knýr það fram að ein- oka lánamarkaðinn til Islands. Það kemur í veg fyrir, — með áhrifum sínum á íslenzka ráðamenn, — að Island taki lán hjá sósíalist- iskum ríkjum, þar sem það gæti fengið 2!/2 % vexti, — og knýr Island til að taka lán hjá sér með 5 Vi—1% vöxtum. Danska valdið bannaði með lögum að við- lögðum hörðum refsingum verzlun við Frans- menn og hollenzkar duggur. Bandaríska valdið gerir ráðstafanir til þess að brjóta niður viðskipti Islands við lönd sósíalismans og leggur á ráðin við ríkisstjórn Islands og „háembættismenn" hennar um að- 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.