Réttur


Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 32
FRANTZ FANON Vrantz Panon Frantz Fanon fæddist árið 1925 í Fort-de- France á eyjunni Martinique. Hann nam læknisfræði í Frakklandi og sérhæfði sig síðar í geðlækningafræði. Þegar Alzírbúar háðu sjálfstæðisbaráttu sína, starfaði Fanon á sjúkrahúsi í Alzír. Samúð hans með upp- reisnarmönnum gerði hann fljótt að virkum andstæðingi hins franska nýlenduveldis og hann varð einn af skörpustu talsmönnum byltingarinnar. Fanon skrifaði bókina „Hinir fordæmdu" („les damnés de la terre"), sem fjallar um kynþáttahatur og nýlendustefnu og byggir á reynslu sinni í alzírsku byltingunni. Hvetur hann „landa " sína í „þriðja heiminum" að byggja upp líf sitt óháðir hvíta kynstofnin- um. Það er líkt og að lesa Machiavelli vorra daga að lesa Fanon. Fanon er bara meira en ráðgjafi ítalsks fursta, hann er einn af leið- togum þeirra % íbúa jarðarinnar, sem svelta og búa við andlega kúgun. Utgáfa bókarinnar vakti mikla athygli og hneyksli, og þó hún væri gerð upptæk í Frakklandi, barst hróður hennar víða og hef- ur bókin verið þýdd á mörg tungumál. „Hinir fordæmdu" er eitt af aðalritum til skilnings hugsanagangi „þriðja heimsins." Jean Paul Sartre ritar frægan formála að bókinni og segir, að við þurfum kjark til að lesa þessa bók, því að titillinn vísi ekki aðeins til íbúa þróunarlandanna, heldur einnig til hinna hvítu drottnara. Sá útdráttur, úr fyrsta kafla bókarinnar, sem hér fer á eftir, er smátilraun, til þess að útbreiða þekkingu á þeim hugsunum, sem einkenna þjóðarleiðtoga í landi, þar sem sjálf- stæðisbaráttan nær stöðugt yfir stærri svæði. Bókin skilgreinir þau pólitísku öfl, sem eru virk í nýlenduþjóðfélagi. Fanon álítur, að ekki skapist betra líf fyrir alþýðu lands, þó að ný borgarastétt taki við pólitískum og efnahagslegum völdum landsins. Fanon að- hyllist algerlega kenningu um valdbeitingu, sem einustu leið til þess að koma fram rót- tækum breytingum og ná fullu frelsi. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.