Réttur - 01.01.1968, Blaðsíða 10
vefengd. íhlutun stjórnar Kennedys á Kúbu
og Johnsons í Vietnam voru aðeins síðari á-
fangar á þeirri braut sem Wilson lagði út á
1917."
Bak við blekkinguna um hina frjálslyndu
Ameríku leyndist því valdagráðugt stórveldi
sem í krafti yfirburða framleiðslutækni og
fjárhagsaðstöðu fetaði hina hljóðlátu leið doll-
araaðferðarinnar til heimsyfirráða. „Einangr-
unarstefnan" sem Bandaríkin fylgdu fyrstu
árin eftir fyrri heimsstyrjöldina gagnvart
þrætum Evrópustórveldanna, kom ekki í veg
fyrir að bandarískt auðmagn leitaði í ríkara
mæli fjárfestingar innan landamæra þeirra:
Það átti m.a. ríkan þátt í að rétta þýzka kapít-
alismann úr rústum gengishruns og skulda-
byrða. Hin pólitíska einangrunarstefna var
m.a. andsvar bandarískra lánardrottna við
frönskum og enskum skuldunautum er hvorki
gátu né vildu greiða upp að fullu þær gífur-
legu skuldir sem þeir höfðu safnað á stríðs-
árunum. Bandarískir auðmenn jöfnuðu þess-
um vanskilum við þjóðsvik og vökm and-
evrópska stemningu innanlands sem þeir
notuðu til að þjappa Bandaríkjamönnum
saman um „Ameríku" í anda Monroe-
kenningarinnar gömlu. A milli-stríðsárun-
um var Rómanska Ameríka og Asía, —
einkum Kína — aðalvettvangur dollarastefn-
unnar, en í þessari síðarnefndu álfu átti hún
í höggi við útþenslustefnu japanska kapítal-
ismans. Pólitískt afskiptaleysi Bandaríkja-
stjórnar um málefni Evrópu má því jöfnum
höndum skýra með þessum árekstrum við
evrópsku stórveldin, og samkeppninni við hið
japanska um markaði Asíu og hernaðaryfir-
ráð á Kyrrahafi, en þar styrktu Bandaríkin
mjög aðstöðu sína. Þetta afskiptaleysi helgað-
ist ennfremur af því, að í Evrópu höfðu önnur
ríki tekið að sér að halda „bolsjevíkahætt-
unni" í skefjum, jafnt hinni innri sem ytri:
Fyrst England og Frakkland og síðar Þýzka-
land nazismans sem fékk hlutverk framvarðar
í fjandskaparstefnu imperíalismans gegn
framkvæmd þeirrar byltingar sem honum
hafði mistekizt að kæfa í fæðingu.
HEIMSFORRÆÐI STUTT
GAGNBYLTINGU
Hin breyttu valdahlutföll sem síðari heims-
styrjöldin hafði í för með sér, gerðu Banda-
ríkin að þeim óviðjafnanlega risa sem þau eru
enn í dag á vettvangi alþjóðamála. Þau stóðu
ekki aðeins yfir höfuðsvörðum þýzka og jap-
anska kapítalismans sem annar höfuð sigur-
vegari styrjaldarinnar, heldur höfðu þau og
kverkatak á bandamönnum sínum, Bretum
og Frökkum, svo sem áður segir.
En heimsstyrjöldin síðari leiddi jafnframt
til þess að yfirráðasvæði heimsvaldastefnunn-
ar þrengdist: í stað þess að ganga af bolsje-
vismanum dauðum, eins og til var stofnað af
nazistum, leiddu andstæður milli stórvelda
hennar til þess að áhrifasvæði Sovétríkjanna
færðist út, vestur á bóginn.
„Cordon sanitaire", sóttkvíin sem auðveld-
in höfðu myndað meðfram vesturlandamær-
um Sovétríkjanna með stofnun Eystrasalts-
ríkjanna og smáríkja í austanverðri Mið-Ev-
rópu, féllu nú undir yfirráðasvæði Sovétríkj-
anna. Framsókn Rlauða hersins inn í mitt
Þýzkaland og yfirráð Sovétríkjanna yfir allri
A.-Evrópu voru það verð sem Vesturveldin
guldu fyrir undansláttarstefnu sína gagnvart
Hitler fyrir stríð. Aður en fullur sigur hafði
unnizt yfir nazismanum urðu engilsaxnesku
stórveldin að taka afleiðingunum af „hagn-
aðarráðinu" sem þau höfðu stofnað til við
Stalín 1941. Það gerðu þau með samningum
Churchills við Stalín í október 1944 um
skiptingu Evrópu í áhrifasvæði milli „austurs
10