Réttur


Réttur - 01.10.1974, Síða 1

Réttur - 01.10.1974, Síða 1
rettur 57. árgangur 1 974—4. hefti Kreppa sú, er hrjáir nú auðvaldsþjóðfélög Evrópu, verður í æ ríkara mæli kreppa gróðakerfisins sjálfs. Áhrifa hennar fer meir og meir að gæta hér heima og bætist ofan á afleiðingarnar af óstjórn afturhaldsins hér. Þessi auðvaldskreppa fyrirhittir hér aumustu og skammsýnustu burgeisastétt Evrópu, sem lætur æsku sína og áróðursmálgögn þvaðra um .einkafram- tak“ og formæla ríkisafskiptum, um leið og hún sjálf heimtar ríkislán og ríkisábyrgð fyrir atvinnurekstur sinn mestallan og ríkisafskipti, í formi geng- islækkana, verðhækkana, vísitölubanns, af öllum rekstri sínum! Ríkisstjórn þessarar yfirstéttar hefur þegar hafið ósvífnustu ránsherferð á hendur alþýðu með kaupránslögum og gífurlegum verðhækkunum, allt til þess að viðhalda óskertri allri óreiðu og sukki, skattsvikum og óstjórn braskaranna. Um leið og hún gerist þannig ránsstjórn inn á við verður hún ræfilsstjórn út á við, sem liggur hundflöt fyrir spilltustu stórveldastjórn ver- aldar. Virðist þessi lítilmannlega ríkisstjórn nú setja allt sitt traust á að smækka þjóðina meir en orðið er, svínbeygja hana með atvinnuleysi og

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.