Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 17

Réttur - 01.10.1974, Side 17
Það er vart efa bundið að stéttaandstæð- urnar á Vesturlöndum munu harðna svo á næstunni, að verkalýður þar á ekki annars kostar en berjast til sigurs yfir auðmanna- stéttinni, ef hann vill ekki sætta sig við stórskert iífskjör. Sú auðstétt Vesturlanda, er í upphafi aldar drottnaði yfir hálfum heiminum og hugði sig herra veraldar, er nú að missa gróðalindirnar utan Evrópu úr greip- um sér. Hún mun reyna að vinna upp með auknu arðráni á alþýðunni heima það, sem hún glatar út á við. Vestur-Evrópa er ekki sérstaklega auðug að hráefnum. Bandaríkin og Sovétríkin standa þar miklu betur að vígi. Tapi auð- mannastétt Vesturlanda í stéttastríði sínu við alþýðu, mun hún vafalaust reyna að koma ringulreið á efnahagslíf þar, svo sem sú stétt alltaf hefur reynt til að fella róttækar stjórnir allt frá því norska verkamanna- stjórnin var felld með fjárflótta 1928 og til skemmdarverkanna gegn Allendestjórninni í Chile 1973 að undirlagi Bandaríkjanna. En verksmiðjurnar og verkkunnáttu evrópsks verkalýðs getur auðvaldið ekki flutt burt. Því mun einbeittri verklýðsforustu takast að sigrast á öllum slíkum skemmdarvörgum. En stóra spurningin í öllu þessu verður eftirfarandi: Hver verður afstaða sósíalistísku ríkisstjórnanna, er smátt og smátt næðu völd- um í flestum núverandi auðvaldsríkjum í Vestur-, Suður- og Norður-Evrópu, og kæmu á yfirstjórn alþýðu á atvinnulífinu, þjóðnýt- ingu helstu auðhringa og stórbanka, en tryggðu fullt málfrelsi, félagafrelsi og áfram- haldandi eðlilegar kosningar í löndunum, — hver verður afstaða slíkra stjórna til Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna — og öfugt? IV. „Vestrænn” sósíalismi, — Bandaríkin og Sovétríkin Hvað Bandaríkin snertir, þá ættu þau erfitt um vik að grípa inn í rás viðburðanna í Vest- ur-Evrópu, ef þau viðbrögð auðvalds þar, er um var rætt í II. kaíla, hefðu mistekist. Þar að auki er ekki víst að átylla til þess yrði svo auðveld, því ekki er víst að þau Evrópuríki, sem í Nato eru, segðu sig strax úr því, þó sósíalistískar stjórnir kæmust þar til valda, þó þær að líkindum hættu smá- saman hernaðarsamvinnu, — eins og borg- aralegar stjórnir Frakklands og Grikklands nú hafa gert, — og létm þær byrðar, sem hernaðarútgjöldin nú eru almenningi. Það er vel hugsanlegt að fyrst vildu slíkar stjórnir á Vesturlöndum sjá viðbrögð Sovét- ríkjanna áður en nokkur endanleg slit yrðu á samstarfi við Bandaríkin. Afstaða vestrænna sósíalista (sósíaldemó- krata og kommúnista) til Sovétríkjanna og afstaða Sovétríkjanna til slíks „vestræns" sósíalisma verður því það, sem allt veltur á. Orlög „Dubcek-sósíalismans," endalok „vors- ins í Prag" munu í huga margra vestrænna sósíalista hanga sem sverð yfir höfuðsvörð- um Vesturlanda, ef þeir fara þessa leið. Athugum fyrst þá mynd, sem vestrænir sósíalistar þurfa að gera sér af Sovétríkjun- um, ef þeir líta þau raunsætt, án haturs og ástar: Sovétríkin eru sterkasta valcl sósíalismans 209

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.