Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 33
meðal um sund, frelsi til vísindarannsókna, reglur um hafsbotninn og mengunarvarnir. I tillögum þessum er gert ráð fyrir 200 mílna auðlindalögsögu strandríkja, en jafn- framt er mælt fyrir um samstarf strandríkis við svæðastofnanir og alþjóðastofnanir. Að höfðu slíku samráði skal strandríki taka á- kvarðanir um árlega heildarveiði hverrar fisk- tegundar hve mikinn hluta aflans það telur sig geta veitt, og er síðan skylt að heimila öðrum að veita afganginn samkvæmt sérstök- um leyfum. Þá gera tillögurnar ráð fyrir þriggja ára umþóttunartíma, eftir að strand- ríkið hefur helgað sér 200 mílna auðlinda- lögsögu Fáum dögum síðar lögðu Bandaríkin fram sínar tillögur, sem fóru mjög í sömu átt, gerðu ráð fyrir 200 mílna auðlindalögsögu að tryggðum svipuðum rétti til siglinga og flugs og Sovétmenn höfðu lagt áherslu á. Þessar tillögur bera einnig vott um verulega breytt viðhorf Bandaríkjamanna frá fyrra ári. Frá sjónarmiði okkar Islendinga er helsti gallinn á hvorutveggja tillögunum sá, að alþjóðastofnunum virðist ætlaður þar tölu- verður rétmr og ekki er nægilega ljóst hver á að skera úr, ef ágreiningur kemur upp um skilning á alþjóðalögum eða framkvæmd þeirra. Bera ýmsir kvíðboga fyrir því, að þar sé ætlun beggja að reyna að koma inn ákvæðum um alþjóðlegan gerðardóm. En ekki tel ég verulega hættu á að slíkt ákvæði verði samþykkt. Loks lögðu átta Efnahagsbandalagsríki, öll nema Bretland, fram tillögur um fiskveiði- mál. Er skemmst af þeim að segja, að gagn- vart íslandi og öðrum strandríkjum eru þær hinar langverstu sem fram hafa komið á ráð- stefnunni. í þessum tillögum er að vísu gert ráð fyrir því, að strandríki geti helgað sér tiltekið svæði utan landhelgi. Hinsvegar er ekki orð um það, hve stórt það megi vera. Á þessu svæði má strandríki áskilja sér til- tekinn forgang til veiða. Þó eru á þessu marg- ar og miklar takmarkanir. Skal m.a. taka til- lit til „sögulegra réttinda” annarra ríkja, svo og til hagsmuna nágrannaríkja. Deilur um skiptingu afla á þessu svæði eiga að úr- skurðast af gerðardómi. Alþjóðlegar fiskimálastofnanir eiga sam- kvæmt þessum tillögum að fá mjög mikið vald. Skulu þær setja reglur um friðun, veið- ar og eftirlit. Að sama skapi er réttur strand- ríkis gerður lítill, og má raunar segja að hann sé að engu gerður utan tólf mílna. Athygli vakti, að Bretar voru ekki aðilar að þessu plaggi. Hefur þess gætt í vaxandi mæli, að þeir telja sig verða að taka tillit til breskra útgerðarmanna og fiskimanna, sem veiða á heimaslóðum, en þeir ugga mjög um sinn hag. Lýstu Bretar raunar smðningi við 200 mílna auðlindalögsögu, að vísu með skilyrðum, misjafnlega aðgengilegum. V. Eins og fyrr segir fjallaði fyrsta nefnd ráðstefnunnar um nýtingu auðæfa hafsbotns- ins utan lögsögu einstaka ríkja og fyrirhug- aða Hafsbotnsstofnun. Er mjög djúpstæður ágreiningur um hlutverk og valdsvið stofn- unar þessarar, sem á samkvæmt samþykkt- um Allsherjarþings S.Þ. að smðla að fram- förum í þróunarlöndunum. Þróunarlöndin vilja að Hafsbotnsnefndin hafi mikil völd og hafi sjálf með höndum sem mesta starf- semi, allt frá vísindarannsóknum á hafsbotns- svæðinu til vinnslu og sölu málma, eftir því, sem aðstæður framast leyfa. Þróuð iðnaðar- ríki vilja mörg að stofnun þessi veiti fyrst og fremst vinnsluleyfi gegn „hóflegu" gjaldi ríkjum þeim eða fyrirtækjum sem fær eru talin að smnda rannsóknir og vinna þau verðmæti, sem kunna að finnast. Hafa Banda- 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.