Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 2
Alþýðubandalag og ötul barátta samtaka launafólks getur hindrað kaup- lækkunaráform samstarfsflokkanna. Þriðja lota þeirrar baráttu frá því nú- verandi stjórn var mynduð stendur nú yfir og mikil óvissa ríkir um endalok þeirrar lotu. Það vekur furðu að vissir stjórnmálamenn eygja aldrei annað en kaup- lækkun þegar taka á upp glímuna við verðbólguna. Þeir reynast ófáanlegir til að skera niður yfirbygginguna í samfélaginu. Þrefalt olíudreifingarkerfi, fimmtánfalt tryggingakerfi, óþjóðholt innflutningsverslunarkerfi og alls kyns milliliðastarfsemi eru heilög fyrirbrigði sem íhald, kratar og SÍS-valdið haida verndarhendi yfir. Þessir aðilar eiga engu að fórna þegar glímt er við verð- bólguna. Þeir eiga aðeins að tala um verðbólguvandann eins og farise- arnir forðum, en öðrum ber að fórna. Og svo langt eru fjölmiðlarnir komn- ir í blekkingarvef yfirstéttarinnar að allur almenningur er að fá það á tilfinn- inguna að það sé vísitalan sem sé orsök alls ills í okkar verðbólgusamfé- lagi. Það er svo sannarlega þörf á að spyrnt sé við fótum og hafin meirihátt- ar áróðursherferð gegn verðbólgubröskurunum í íslensku samfélagi. Það er aldrei brýnna en einmitt nú að Alþýðubandalaginu takist að hindra öll áform kaupránsaflanna um kauplækkun og takast megi að hefja sókn gegn milliliðum og handhöfum yfirbyggingarsukksins. En til þess að það megi takast þarf öflugra flokksstarf og skeleggari skrif málgagna íslenskra sósíalista. * * -k En þó barátta líðandi stundar snúist fyrst og fremst um efnahagsmál er íslenskum sósíalistum ekki vanþörf á að snúa sér að öðrum málaflokkum. Það eru fjölmörg mál sem hægt er að taka hressilega á í samvinnu við Al- þýðuflokkinn og Framsókn sem bætt getur réttarstöðu alþýðu og aukið möguleika launafólks til heilbrigðs menningarlífs. Ótæmandi eru verkefnin á sviði atvinnuuppbyggingar, því mikil nauðsyn er að tryggja atvinnuöryggi. En þetta hefti Réttar er þó helgað öðrum málaflokkum. í þessu hefti er aldrei þessu vant fjallað um kristindóm og á marxískan hátt fjallað um baráttu félaga Jesú á ýmsum öldum, eins og sú barátta birt- ist hinum kúguðu og undirokuðu allra tíma. Þá er þess og minnst að ísland hefur í 30 ár verið flækt í heljarnet hernaðarbandalags. Það þrjátíu ára stríð minnir alla sósíalista á mikilvægi baráttunnar fyrir úrsögn íslands úr Nato og á kjörorðið herinn burt. Það mál má ekki sitja á hakanum þó efnahags- málin sé að plaga stjórnmálamenn okkar frá degi til dags. Það er svo sann- arlega orðið tímabært að gera róttækar aðgerðir í efnahagsmálum svo menn geti einbeitt sér að öðrum brýnum úrlausnarefnum. óre. 19. mars 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.