Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 2
Alþýðubandalag og ötul barátta samtaka launafólks getur hindrað kaup-
lækkunaráform samstarfsflokkanna. Þriðja lota þeirrar baráttu frá því nú-
verandi stjórn var mynduð stendur nú yfir og mikil óvissa ríkir um endalok
þeirrar lotu.
Það vekur furðu að vissir stjórnmálamenn eygja aldrei annað en kaup-
lækkun þegar taka á upp glímuna við verðbólguna. Þeir reynast ófáanlegir
til að skera niður yfirbygginguna í samfélaginu. Þrefalt olíudreifingarkerfi,
fimmtánfalt tryggingakerfi, óþjóðholt innflutningsverslunarkerfi og alls kyns
milliliðastarfsemi eru heilög fyrirbrigði sem íhald, kratar og SÍS-valdið haida
verndarhendi yfir. Þessir aðilar eiga engu að fórna þegar glímt er við verð-
bólguna. Þeir eiga aðeins að tala um verðbólguvandann eins og farise-
arnir forðum, en öðrum ber að fórna. Og svo langt eru fjölmiðlarnir komn-
ir í blekkingarvef yfirstéttarinnar að allur almenningur er að fá það á tilfinn-
inguna að það sé vísitalan sem sé orsök alls ills í okkar verðbólgusamfé-
lagi. Það er svo sannarlega þörf á að spyrnt sé við fótum og hafin meirihátt-
ar áróðursherferð gegn verðbólgubröskurunum í íslensku samfélagi.
Það er aldrei brýnna en einmitt nú að Alþýðubandalaginu takist að hindra
öll áform kaupránsaflanna um kauplækkun og takast megi að hefja sókn
gegn milliliðum og handhöfum yfirbyggingarsukksins. En til þess að það
megi takast þarf öflugra flokksstarf og skeleggari skrif málgagna íslenskra
sósíalista.
* * -k
En þó barátta líðandi stundar snúist fyrst og fremst um efnahagsmál er
íslenskum sósíalistum ekki vanþörf á að snúa sér að öðrum málaflokkum.
Það eru fjölmörg mál sem hægt er að taka hressilega á í samvinnu við Al-
þýðuflokkinn og Framsókn sem bætt getur réttarstöðu alþýðu og aukið
möguleika launafólks til heilbrigðs menningarlífs. Ótæmandi eru verkefnin
á sviði atvinnuuppbyggingar, því mikil nauðsyn er að tryggja atvinnuöryggi.
En þetta hefti Réttar er þó helgað öðrum málaflokkum.
í þessu hefti er aldrei þessu vant fjallað um kristindóm og á marxískan
hátt fjallað um baráttu félaga Jesú á ýmsum öldum, eins og sú barátta birt-
ist hinum kúguðu og undirokuðu allra tíma. Þá er þess og minnst að ísland
hefur í 30 ár verið flækt í heljarnet hernaðarbandalags. Það þrjátíu ára stríð
minnir alla sósíalista á mikilvægi baráttunnar fyrir úrsögn íslands úr Nato
og á kjörorðið herinn burt. Það mál má ekki sitja á hakanum þó efnahags-
málin sé að plaga stjórnmálamenn okkar frá degi til dags. Það er svo sann-
arlega orðið tímabært að gera róttækar aðgerðir í efnahagsmálum svo menn
geti einbeitt sér að öðrum brýnum úrlausnarefnum.
óre. 19. mars 1979.