Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 43
ÞULA SAGAN ENDURTEKUR SIG Bóndi nokkur bjó á Sómastöðum, birgur af mat og eldiviðarhlöðum, heyjaði meir en hundrað kinda fóður, handa kúm var töðufengur góður. Bráðskarpur var bóndi sá við sláttinn, byrjaði snemma, fór þó seint í háttinn. ---Eitt sinn kom þar ókunnugur maður, yrti á bónda skringilega glaður: „Góð er hvíldin, hvíldu þig nú lagsi, hvað er hægt að græða á svona baksi?" Frá Sómastöðum sögur miklar gengu. Sumir hverjir trúðu reyndar engu. Hvernig fór það fólk að verða svona? Frómur maður! Vel uppalin kona! Bóndinn sjálfur svaf fram eftir degi. Sonurinn tamdi hesta niðri á vegi. Dóttirin fór að lesa lygisögur, fékk lánað glingur, þóttist vera fögur. Afi gekk á annarra manna reka, en ekki fram í heiðina til spreka. Amma gamla hætti hreint að prjóna. Hún fór hversdagslega í spariskóna. Húsmóðirin heimtaði á miðjum slætti hrút í soðið. Meiri furðu sætti, þegar hún lætur lóga átta dilkum og litlu seinna tveimur rollum mylkum. Svona var á öllu eyðslubragur og ekki nærri kominn höfuðdagur. ---Sannspurt er, að okkar bóndatetri var ekki fært að mæta hörðum vetri. Með vinnumanninnvar hann ekki heppinn. Um veturnætur fór hann beint á hreppinn. Vinnumaðurinn kímdi kampaglaður. En karlinn yrti á dólginn skjálfraddaður: „Farðu burtu, falski ólánsgestur. Farðu, gamli skratti, aftur vestur." Oddný Guðmundsdóttir. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.