Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 22
brenndur á báli i Konstans 1415 — og
þarmeð svikin á honum grið. - Orð-
heldni yfirstéttanna var jöfn í Englandi
sem á meginlandinu. Kommúnistar
hússítahreyfingarinnar, kallaðir Tabo-
rítar eftir borginni Tabor, sem varð mið-
stöð þeirra, lifðu alveg að liætti hinna
frumkristnu. Frá 1418 til 1434 stóðust
þeir allar árásir. í blóðugri orustu við
Lipar í Bæheimi biðu þeir ósigur 30.
maí. Lik 13000 taborita lágu í valnum.
En kommúnistískar hugsjónir þeirra
lifðu.
Áður en minnst verður á síðustu og
mestu bændauppreisnina í anda kom-
múnistískrar kristni, bændastríðið þýska,
er rétt að geta þess að um þessar mundir
komu fram tveir frægir rpenntamenn,
sem báðir boðuðu kommúnisma, hver á
sinn máta:
Erasmus frá Rotterdam (1467-1536)
var hálærður maður, sem studdist bæði
við biblíuna og heimspeki Platos, þegar
hann boðaði í siðsneki sinni að kristinn
maður ætti ekki að hafa einkaeignarétt,
heldur væru öll gæði veraldar sameign
þeirra.
Thomas Morus var eigi aðeins hálærð-
ur, heldur og einn æðsti valdamaður
Englands, um tíma kanslari konungs.
Rit hans „Utoþia", er boðskapurinn um
þjóðfélag sameignarinnar og f því eru
harðar ádeilur á hið rfsandi auðvalds-
skipulag. „Utopía" varð strax vinsæl og
fræg, önnur úteáfa af henni kom í Basel
1518 og þýsk þýðing 1524. Áhuginn fyrir
kommúnismanum var greinilega mikill.
Þýska bændastríðið 1525 varð einhver
harðvítugasta bændauppreisn þessara
alda. í sambandi við það standa tvær
hreyfingar í anda frumkristninnar og
kommúnisma hennar.
Annars vegar sú hreyfing, sem Sebast-
ian Frank (1500-1542) var lærifaðir fyrir
og reit háfræðilegar bækur í þeim anda
(frægust er Paradoxa 1534) og var Tho-
mas Miinzer hinsvegar hinn kommúnist-
iski byltingarleiðtogi í henni. Eéll hann,
er sú mikla og sögulega bændauppreisn
var kæfð í blóði haustið 1525. Talið er
að 130.000 bœndur hafi þá verið drepnir
og fóru hryðjuverk hins „hákristna" að-
als fram úr öllum þeim hryllings-kvölum
og -morðum, er þekkst höfðu fram til
jæssa. - Einn af þeim, sem hvatti aðalinn
til þessara morða, var Marteinn nokkur
Lúther, er reit eggjunarbréf til furst-
anna, þar sem stóð m. a.:
„Þessvegna eigið ]rér, kæru lierrar, að
frelsa og bjarga, hjálpa og gustuka yður
yfir veslings fólkið. Stingið, höggvið, slá-
ið, drepið nú, hver sem betur getur.“4
Lúter sá, er eitt sinn reis upp gegn
rómversku kirkjunni og kallaði hana
„skækjuna í Róm„ engu betri en „hór-
una í Babylon“ (hann var sagður „verst-
ur klámhundur í gervallri kristninni"),
var nú orðinn þjónn furstanna og kon-
unganna, er tóku „lútersku" hans upp á
arma sína, sölsuðu undir sig eignir kirkj-
unnar í „lútherskunnar“ nafni og gerð-
ust brátt flestir einvaldar, sem ekki hik-
uðu við að beita hinni „lúthersku"
kirkiu til svívirðilegustu kúgunar gegn
alþýðufólki, svo sem hinir kaþólsku ver-
aldarherrar höfðu gert áður.
Hin hreyfingin var kenntj við endur-
skírendurna (baptistana). Sú hreyfing
skiptist í tvennt: hina friðsamlegu, sem
samt voru ofsóttir vegna sameignarkenn-
inga sinna og andúðar á skírn barna, -
þeir héldust alllengi við á Mæri (Mah-
ren) og að síðustu í Bandaríkjunum, þar
sem þeir lifðu (Bruderhof-samfélögin)
22