Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 4
Sá áróður, sem hér var beitt til þess að ía íslendinga með í Atlanshafsbandalag- ið, var að ný stríðshætta væri í uppsigl- ingu frá Sovétríkjunum. Þau mundu beinlínis stefna hið fyrsta í árásarstríð gegn Vestur-Evrópu. Þessa kenningu reisti Winston Cliur- chill í sinni frægu ræðu í Fulton í Banda- ríkjunum hinn 5. mars 1946. Þar með opnaði hann kalda stríðið. Á þeim tíma vissi hver einasti maður, að Sovétríkin voru flakandi í sárum eftir styrjöldina, og síður en svo fær um að leggja út í slíkt ævintýri. Hins vegar voru Bandaríkin allt öðru vísi í stakk búin. Allt þeirra framleiðslukerfi var í fullum gangi, hergagnaframleiðsla þeirra með kjarnorkusprengjuna á toppinum gat ógnað allri veröldinni. Svo voru líka aðrir hlutir að gerast, sem lágu ljóst fyrir allra augum, og voru hin raunverulega ástæða til þess að kalda stríðinu var komið af stað. Því til skilnings þarf að líta á heims- ástandið fyrir styrjöldina. Þá hafði mest öllum heiminum verið skipt í nýlendur, hálfnýlendur og áhrifa- svæði milli fárra auðugra iðnríkja, sem óspart nýttu auðlindir þeirra og vinnu- afl, sem gróðalindir fyrir sig. Auðhringar þessara iðnríkja höfðu rakað saman ó- hemju gróða á nýlenduskipulaginu. Þau miklu þáttaskil, sem styrjöldin olli, sýndu greinilega að heimurinn yrði aldrei framar eins og hann var áður. Nú logaði allur hinn vanþróaði heimur í uppreisnum og frelsishreyfingum. - Gömlu iðnaðarstórveldin og þeirra fjöl- þjóðahringar sáu sínum hagsmunum ógnað. Það var lítill vandi að sjá, að Nato var stofnað til varnar þessum gam- algrónu hagsmunum, í þeim heimshluta, sem Jrað gat þjónað. Það var stofnað til þess að bjarga jrví, sem bjargað varð al gömlum nýlenduhagsmunum. Enginn þarf að efa að hin íslenska borgarastétt, sem liér hafði verið að myndast, og réði stærsta stjórnmála- flokknum skildi Jullvel livað hér var um að ræða. Hún var að vísu vanmáttug miðað við sambærilegar stéttir þróaðra iðnaðarlanda. Á stríðsárunum hafði hún þó eflst mjög mikið, bæði að eignum og áhrifum, ekki síst vegna stríðsgróðans margnefnda og allra umsvila hinna er- lendu herja. Bandaríkjalaer var orðinn stór aðili í íslensku atvinnulífi. Allir þeir verktakar og verslunarfyrirtæki, er við hann skiptu, óttuðust mjög að tapa álit- legum gróðamöguleikum ef hann færi. í þessu var áreiðanlega fólgin höfuð- ástæðan fyrir því, að íslenska peninga- valdið tók fegins hendi tilboðum um inn- göngu í Nato. Það eygði tryggingu sinna Ijárhagslegu hagsmuna með því að ger- ast sporgönguaðili erlends lierveldis á ís- landi til frambúðar. Hins vegar var ljóst að allur almenningur var málinu andvíg- ur. Bandaríkin vilja hafa kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugvelli Til að sýna fram á að Bandaríkin liöfðu aldrei ætlað að sleppa hernaðar- tökum á íslandi, er rétt að rifja upp her- stöðvarbeiðni þeirra frá haustinu 1945. Þá vildu þeir fá lierstöðvar á þrem stöð- um á landinu til niutíu og níu ára. I al- þjóðaviðskiptum er slíkt ákvæði skilið sama og um alla framtíð. Þá var Sósíalistaflokkurinn í ríkis- stjórn og gat komið í veg fyrir að sú beiðni yrði samþykkt. Enda voru kosn- ingar í vændum að hálfu ári liðnu. í 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.