Réttur


Réttur - 01.01.1979, Síða 8

Réttur - 01.01.1979, Síða 8
Þegar stríðinu lauk, og herinn hélt á braut var hafist handa um að byggja upp atvinnulífið að nýju í samræmi við ís- lenskar aðstæður. Það hefur tekist, er nú blómlegt, enda engin hernaðarum- svif verið s. 1. þrjátíu ár til þess að trufla vöxt þess og viðgang. Ekki veit ég til að nokkurntíma hafi verið spurt á Seyðis- firði þeirrar spurningar, sem spurt var í sjónvarpsþætti frá Keflavík fyrir nokkru síðan. Þátturinn fjallaði um brottfiir hersins og Iiernaðarvinnuna. Og spurn- ingin var jæssi: ,,Hvað eigum við að gera við gamla fólkið, sem vinnur á vellinum ef herinn fer?“ Þá var það einnig ein af okkar rök- semdum, að reynslan hefði þegar sýnt, hver áhrif hernaðarviðskiptin hefðu, til að auka hvers konar fjármálaspillingu með þjóðinni, og mundi slíkt stórum færast í vöxt ]rví lengur sem hersetan varaði. Skyldi vera til sá maður á íslandi, sem ekki finnur að þetta liefur reynst rétt. Þarf annað en minna á þau fjöl- mörgu fjársvikamál og smyglmál, sem annaðhvort að nokkru eða öllu leyti má rekja til hersetunnar. Og hvað hafa manndráp og önnur ofbeldisverk marg- faldast mikið á þeim tæpum fjðrutíu ár- um, sem liðin eru frá því að við kom- umst fyrst í kynni við hernám og styrj- aldarrekstur? Það þarf mikil brjóstheil- indi til að neita því að hér í liggi höfuð- ástæðan. Þá skal að síðustu talið það sem e. t. v. er alvarlegast og við Sósíalistar lögðum jafnvel mesta áherslu á í okkar andófi. Það er sjálft hernám hugarfarsins sem á síðustu tímum birtist gleggst í því að voldugir fjármála- og stjórnmálamenn prédika nú opinberlega þá kenningu að verðleggja landið og láta herinn greiða fyrir. Þetta hefði enginn þorað fyrir þrjátíu árum. Þá unnu slíkir menn bak við tjöldin, beittu áhrifum sínum á laun við stjórnmálaflokka, þingmenn og ráð- herra og voru sumir í þeim hópum eins og nú. Einn helsti talsmaður þessarar kenn- ingar er fyrsti þingmaður höfuðborgar- innar. Hefur þá hugrekki hernámssinna aukist svona mikið? Ekki held ég j^að. Ég held að skýringuna sé að finna á 21.-24. síðu Morgunblaðsins hinn 24. febrúar s.l. Allar þessar fjórar síður eru lagðar undir frásagnir af Keflavíkurflugvelli. Megin hlutinn eru viðtöl við starfsfólk á vellinum, sem auðvitað á ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hvað gott sé þar að vinna. Maður getur næstum farið að halda að herinn gefi blaðið út. Víst hafa vissir hlutir gerst. M. a. það, að Morgunblaðið þorir nú að birta svona opinskáan hernámsáróður í því trausti að hernám hugarfarsins hafi nú gripið stærri hluta þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. En hann er líka vottur um hræðslu. Hræðslu við það að í landinu er fjöldi af ungu fólki, sem sér í gegn um blekking- una og mun á sínum tíma verða afl, sem hernámssinnamir óttast að muni þá fá þjóðarsálina til að ólga á ný og reka ó- sómann á braut. Ásmundur Sigurðsso7i. 8

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.