Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 34

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 34
EINAR BENEDIKTSSON: Úr „Fimmtatröðcc „Eilífðartrúin og tímanleg hyggja turna í himininn byggja. Gjaldið, sem drýpur í djáknanna hendur, ber drottins vald yfir Fylkjanna strendur og borgar jafnt anda sem brauð." „En enginn tælist af orðum um jöfnuð, auður og fátækt á hvort sinn söfnuð." „Ekkert jafnast í jarðar heim við Jórvík nýju í organhreim og fésæld á Fimmtu-tröð.* En einn er sem ræður. í engils mynd í innsta hjarta berst dyggð við synd, frá altari gullkálfs að stafkarls stöð." „Mér fannst þetta líf allt sem uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðarfasi. Þeir trúa með viti í Vesturheim. - Viltu sjá þjón fyrir herrum tveim, þá farðu á Fimmtu-tröð." * „Fifth Avenue", ein skrautlegasta gata New York- borgar. En áður en lýkur þessum kafla, þar sem kennir svo margra tóntegunda, að vísu flestra „heitra“, þá langar mig til að bregða upp einni gamalli ádeilumynd, ortri í þeim napra hæðnistón, sem sósía- listinn Heinrich Heine var meistarinn í, og gleymir ekki að geta þess að gyðingur yrki hér um annan gyðing. Það er í þeim dásamlega kvæðaflokki Heines „Deutsch- land“ (,,Þýskaland“). Það eru hér vísur í 14. kaíla kvæðisins, sem ég tek út úr því. - Heine er á leið „heim“ til Þýskalands og lijá Paderborn gengur hann fram hjá mynd af Kristi á krossinum og þessi vísa fæðist í huga hans: „Mit Wehmut erfúllt mich jedesmal dein Anblick, mein armer Vetter, Der du die Welt erlösen gewollt, wie töricht? du Menschheitsretter! Sie haben dir ubel mitgespielt, die Herren vom hohen Rate. Wer hiess dich auch reden so rúck- sichtslos von der Kirche und vom Staate. Geldivechsler, Bankiers hast du sogar mit der Peitsche gejagt aus dem Tempel. Unglúcklicher Schwarmer, jetzt hangst du am Kreuz als warnendes exempel! í slæmri þýðingu á óbundnu máli: Angurvær verð ég alltaf', er ég lít þig, veslings frændi rninn. Þú, sem ætlaðir að frelsa heiminn, - hve óviturlegt var það ekki! Þú mannkyns-frelsari! Þeir léku þig grátt, herrarnir í því háa ráði. Hver bað þig líka að tala svona til- litslaust um kirkjuna og um ríkið. (í vísum jreim, sem sleppt er ræðir Heine við Jesú um það, að til allrar ó- lukku hafi prentlistin ekki verið til á hans dögum, þá hefði liann skrifað um mál himnaríkis og ritskoðarinn strikað burt allt, sem snerti hið jarðneska, og bjargað þér frá krossfestingunni. Og því valdirðu ekki annan texta í Fjallræðuna, 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.