Réttur


Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 77

Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 77
í Argentínu voru 10 prestar, þar af einn biskup, myrtir 1976. í Salvador voru 10 prestar drepnir 1977 og 1978 fjórir. Rétt íyrir komu ]3Úfa voru fjögur ung- menni ásamt presti þeirra myrt í Salva- dor. Síðustu 10 ár voru 21 biskup og 485 prestar hnepptir í fangelsi í Suður-Ame- ríku, 46 prestar og 7 nunnur pyntuð, 36 prestar rnyrtir. Böðull Chile, Pinochet, fagnaði boð- skap páfa. Honum var kunnugt hverjir myrtu þá presta, er stóðu með alþýðunni. En biskupinn í Rio Bamba (Ekvador), Leonidas Proano, Indíáni að ætt, sagði: „Guð hefur skapað heiminn handa mönnunum, ekki vegna gróða fjölþjóða- hringanna. Guð vill frelsa mennina — og ég hafna hverri „þriðju leið“, sem er bara lygi . . . Ég hef enga ákveðna afstöðu til kommúnista. í ákveðnum málum getum við unnið með þeim án þess að glata sjálfstœði okkar.“ Konur og börn eru kúguð og svelt í Suður-Ameríku verr en víðast hvar. En það skoðast stjómmál að berjast gegn harðstjórum Suður-Ameríku, til þess að tryggja þeim hungrandi brauð. Páfinn pólski ætlar að heimsækja Pól- land í maí. Ætlar hann þar líka að skipa kirkjunni að skipta sér ekki af stjórnmál- um? TIL MINNIS: Greinin „Byltingarsinnuð kristni" í Rétti 1970 fjallar ttm baráttu presta, biskupa og annarra trú- aðra manna gcgn harðstjórum Suður-Ameríku. Spánn í þingkosningunum á Spáni í apríl s.l. fékk Kommúnistaflokkur Spánar tæpar tvær milljónir atkvæða, eða bætti við sig um 400.000 kjósendum. Hvað hlutfalls- tölur um fylgi flokksins þýðir það hækk- un úr 9,02% upp í 10,80%. En kjördæmaskipunin á Spáni er ákaf- lega ranglát og græða afturhaldsflokkarn- ir gríðarlega á henni. Ut á þessar tvær milljónir atkvæða fær Kommúnistaflokkurinn aðeins 23 þing- sæti. En flokkur forsætisráðherrans, Su- ares, UCD, fær út á sex milljónir kjós- enda 167 þingsæti, m. ö. orðum: með þrefalt fleiri atkvæði en kommúnistar, f.ær liann sjöfalt fleiri þingsæti. l’að er auðsjáanlega enn mikið verk að vinna á Spáni til þess að koma þar á sæmilegu borgaralegu lýðræði. Talið er að hinirnýju ungu kjósendur, 18 ára að aldri, hafi kosið Kommúnista- flokkinn í all ríkum mæli. íran Bylting í íran er halin. Blóðkeisarinn er flúinn úr landi með hyski sitt til millj- arðanna, sem hann hefur stolið af þjóð- inni og geymir í Sviss, Bandaríkjunum og annars staðar. En byltinganiflin eru mjög sundur- leit. Annars vegar eru hinir strangtrú- uðu Múhameðstrúarmenn undir forustu ofstækisklerks, - að vísu er sú trúargrein, er þeir aðhyllast: Shíita, talin nær alþýðu en Sunnitarnir, sem ráða flestum öðrum Arabaríkjum. En kvennakúgunin, sem sameiginleg er allri Múhameðstrú, er svívirðileg, sem nú þegar er byrjað að berjast gegn í Iran. Þessi kvennakúgun er og smánarblettur á ýmsum Arabaríkj- um, er telja sig róttæk og kenna sig - af diplómatískum ástæðum - stundum við sósíalisma. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.