Réttur - 01.01.1979, Blaðsíða 77
í Argentínu voru 10 prestar, þar af
einn biskup, myrtir 1976. í Salvador voru
10 prestar drepnir 1977 og 1978 fjórir.
Rétt íyrir komu ]3Úfa voru fjögur ung-
menni ásamt presti þeirra myrt í Salva-
dor. Síðustu 10 ár voru 21 biskup og 485
prestar hnepptir í fangelsi í Suður-Ame-
ríku, 46 prestar og 7 nunnur pyntuð, 36
prestar rnyrtir.
Böðull Chile, Pinochet, fagnaði boð-
skap páfa. Honum var kunnugt hverjir
myrtu þá presta, er stóðu með alþýðunni.
En biskupinn í Rio Bamba (Ekvador),
Leonidas Proano, Indíáni að ætt, sagði:
„Guð hefur skapað heiminn handa
mönnunum, ekki vegna gróða fjölþjóða-
hringanna. Guð vill frelsa mennina — og
ég hafna hverri „þriðju leið“, sem er bara
lygi . . . Ég hef enga ákveðna afstöðu til
kommúnista. í ákveðnum málum getum
við unnið með þeim án þess að glata
sjálfstœði okkar.“
Konur og börn eru kúguð og svelt í
Suður-Ameríku verr en víðast hvar. En
það skoðast stjómmál að berjast gegn
harðstjórum Suður-Ameríku, til þess að
tryggja þeim hungrandi brauð.
Páfinn pólski ætlar að heimsækja Pól-
land í maí. Ætlar hann þar líka að skipa
kirkjunni að skipta sér ekki af stjórnmál-
um?
TIL MINNIS:
Greinin „Byltingarsinnuð kristni" í Rétti 1970
fjallar ttm baráttu presta, biskupa og annarra trú-
aðra manna gcgn harðstjórum Suður-Ameríku.
Spánn
í þingkosningunum á Spáni í apríl s.l.
fékk Kommúnistaflokkur Spánar tæpar
tvær milljónir atkvæða, eða bætti við sig
um 400.000 kjósendum. Hvað hlutfalls-
tölur um fylgi flokksins þýðir það hækk-
un úr 9,02% upp í 10,80%.
En kjördæmaskipunin á Spáni er ákaf-
lega ranglát og græða afturhaldsflokkarn-
ir gríðarlega á henni.
Ut á þessar tvær milljónir atkvæða fær
Kommúnistaflokkurinn aðeins 23 þing-
sæti. En flokkur forsætisráðherrans, Su-
ares, UCD, fær út á sex milljónir kjós-
enda 167 þingsæti, m. ö. orðum: með
þrefalt fleiri atkvæði en kommúnistar,
f.ær liann sjöfalt fleiri þingsæti.
l’að er auðsjáanlega enn mikið verk að
vinna á Spáni til þess að koma þar á
sæmilegu borgaralegu lýðræði.
Talið er að hinirnýju ungu kjósendur,
18 ára að aldri, hafi kosið Kommúnista-
flokkinn í all ríkum mæli.
íran
Bylting í íran er halin. Blóðkeisarinn
er flúinn úr landi með hyski sitt til millj-
arðanna, sem hann hefur stolið af þjóð-
inni og geymir í Sviss, Bandaríkjunum
og annars staðar.
En byltinganiflin eru mjög sundur-
leit. Annars vegar eru hinir strangtrú-
uðu Múhameðstrúarmenn undir forustu
ofstækisklerks, - að vísu er sú trúargrein,
er þeir aðhyllast: Shíita, talin nær alþýðu
en Sunnitarnir, sem ráða flestum öðrum
Arabaríkjum. En kvennakúgunin, sem
sameiginleg er allri Múhameðstrú, er
svívirðileg, sem nú þegar er byrjað að
berjast gegn í Iran. Þessi kvennakúgun
er og smánarblettur á ýmsum Arabaríkj-
um, er telja sig róttæk og kenna sig - af
diplómatískum ástæðum - stundum við
sósíalisma.
77