Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 4

Réttur - 01.10.1980, Side 4
DÆMI I Baldur Óskarsson. í samtökum sínum eða knúið fram í hörð- um átökum við atvinnurekendur: verk- fallssjóðir, sjúkrasjóðir, orlofssjóðir, fræðslu- og menningarsjóðir og atvinnu- leysistryggingarsjóðir svo dæmi séu tekin, hafa hreinlega verið hirtir af verkafólki með dýrtíðarstefnunni. Á sama tíma hafa stóreignamenn með verðbólguna að vopni skorið niður milljarðalán sín í rík- isbönkunum og margfaldað verðmæti eigna sinna. Það á ekki síst við um versl- unarhallir heiklsalanna í Reykjavík. í þessu sambandi skulum við líta á tvö dæmi sem sanna áþreifanlega kenning- una um svikamyllu auðstéttarinnar. Aðförin að Atvinnuleysistryggingasjóðnum Það kostaði langa og hatramma baráttu að knýja fram stofnun atvinnuleysistrygg- ingasjóðs verkafólks. í 12 ár flutti Bryn- jólfur Bjarnason frumvörp á Alþiugi um slíkan sjóð, sem aldrei fengust samþykkt. Þetta mikla réttindamál var loks knúið fram eftir sex vikna verkfall sumarið 1955. I því verkfalli voru Dagsbrúnar- menn í fararbroddi eins og oftast áður. í þessu sama verkfalli ætlaði afturhaldið sér að „brjóta verkalýðshreyíinguna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll“. Það var því farið að þrengja mjög um kost á heimil- um verkamanna í lok verkfalls og allir verkfallssjóðir tómir. En verkfallsmenn unnu sigur. Þeir áttu kost á 16% kauphækkun en sömdu um að fórna 4% af henni til að gera draum sinn um atvinnuleysistrygginga- sjóð að veruleika. Atvinnurekendur skuldbundu sig til að greiða til hans sem svaraði 1% af daglaunum Dagsbrúnar- manns, sveitarfélög skyldu giæiða 1% og ríkissjóður 2%. Með þessu sýndu verk- fallsmenn óvenjulega framsýni enda efld- ist sjóðurinn fljótt og kom í góðar þarfir ekki síst á atvinnuleysistímum viðreisnar- áranna víða um landið. Ofsóknir afturhaldsins En það leið ekki á löngu þar til stjórn- arherrar afturhaldsins í landinu fóru að sjá ofsjónum yfir þessum sjóði og seilast í hann með ýmsum liætti. Hann átti þó að vera eign verkalýðshreyfingarinnar og lúta umsjá þeirra. Ráð var fyrir því gert að sjóðurinn yrði færður á sérreikninga 196

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.