Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 29

Réttur - 01.10.1980, Síða 29
okurskattinn til konmngs. - Hið „mennt- aða“ auðvald Evrópu hræsnaði heima- fyrir með hjali um lýðræði, mannréttindi og annað, sem alþýðan hafði kúgað auð- valdið til að láta í té — í Belgíu með alls- herjarverkföllum - en sýndi hið gráðuga andlit hýenunnar gagnvart þeim stóra, fjölmemma heimi, sem það enn gat drottn- að skefjalaust yfir í krafti kúgunar lier- valds síns. I landi því, sem eitt sinn var „frelsis- ins fimbulstorð“, Bandaríkjunum, hafði auðmannastéttin stórgrætt á manndráp- unum miklu í Evrópu, auðhringirnir margfaldað vald sitt og hugðust nú ganga milli bols og höfuðs á róttækri verklýðs- hreyfingu og sósíalisma í landi sínu : 1915 var Joe Hill,11 verkalýðssöngvar- inn, drepinn af dómstólum Bandaríkj- anna. 1918 var Eugene Debs, besti verk- lýðsleiðtogi landsins, dæmdur í langa fangelsisvist á sjötugsaldri og eyðilögð heilsa hans í dýflissum. Sökimi var andúð á manndrápum auðvaldsins og samúð með rússnesku byltingunni. — 1920 voru Sacco og Vanzetti saklausir dæmdir til dauða af dómstólum ylirstéttarinnar, haldið í fangelsi í sjö ár sökum mótmæla heimsins — og drepnir samt í ágúst 1927. Betta eru aðeins nokkrar myndir af of- sóknum auðvaldsins gegn allri frelsis- hreyfingu alþýðu. Auðvaldið ameríska er orðinn sá óvættur, er Abraham Lin- coln óttaðist 1865.1 - II. Frelsisbarátta íslenskrar alþýðu hafin 1. Sósíalisminn kveður . sér hljóðs á íslandi Þannig blasti, á árunum 1914—30, ver- öld auðs og alþýðu og saga stéttabarátt- unnar milli drottnara heims og kúgaðra verkamanna og bænda við íslenskum sós- íalistum og þeirri alþýðu íslands, er nú var að vakina til meðvitundar um mátt sinn og eignast framtíðarhugsjón frelsis og sósíalisma. Fyrstu verklýðsfélögin höfðu þegar hafið göngu sína.13 Brautryðjendunum miklu var ljós harmleikurinn, sem gerst hafði í ágúst 1914. Þorsteinn Erlingsson, sem talað hafði af hrifningu um ákvarðainir Basel-fundar sósíalista um allsherjarverkfall gegn stríði á Dagsbrúnarfundinum í desember 1913,14 átti skammt eftir ólifað, er ógæf- an dundi yf'ir (dó 27. sept. 1914). Ég spurði Guðrúnu ekkju hans 1925 um við- brögð hans og kvað hún hann hafa verið ákaflega vonsvikiinn. Stephan G. Stephansson, hinn hugum- 221

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.