Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 32

Réttur - 01.10.1980, Side 32
Á árinu 1922 skaist í odda milli komm- únista og krata í Jafnaðarmannafélaginu (Rvíkur), eina stjórnmálafélagi Alþýðu- flokksins, er Komintern bauð því að senda fulltrúa á 4. þing sitt 1922. Var samþykkt með miklum meirihluta að taka því boði, Ólafur Friðriksson sendur, en allmargir kratar sögðu sig þá úr félag- inu og stofnuðu „Jafnaðarmannafélag Is- lands“. En bæði féiögin voru áfram í Al- þýðuflokknum (ASÍ). Þetta sama ár, 23. nóvember 1922, á degi „hvíta stríðsins“, var stoínað Félag ungra kommúnista í Reykjavík og voru í stjórn þess: Hendrik Ottósson, Árni Guð- laugsson, Haukur Björnsson, Jafet Ottós- son og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (VSV). Gaf það út „Ávarp til ungra alþýðu- man,na“ í 1000 eintökum. Síðan voru stofnun nokkur slík félög og svo „Sam- band ungra kommúnista“ á árinu 1924. Stjórn þess skipuðu Ársæll Sigurðsson, Brynjólfur Bjarnason, Haukur Björns- son, VSV og Hendrik Ottósson. Gaf það út „Rauða fánann“, og komu út 7 tölublöð af honum. Eftir 1924 tekur kommúnistahreyfing- unni á íslandi að vaxa mjög fiskur um hrygg. í Vestmannaeyjum er að frumkvæði, Isleifs Högnasonar komið upp prent- smiðju og farið að gefa út „Eyjablaðið". Þeir ísleifur, Jón Rafnsson og Haukur Bjömsson gera verklýðshreyfinguna þar meir og meir rauða, kommúnistar verða í forustu verklýðsfélaganna, er eiga í hin- um skæðustu átökum við kaupmanna- og atvinnurekendavaldið, mörgum söguleg- um.19 1928 er svo stofnað þar Jafnaðar- mannafélag og var ísleifur 1 lögnason for- maður þess. — Andrés Straumland, sem víða vann fyrir kommúnismann á þess- Stjórn FUK, frá hægri taliS: Hendrik, VSV, Árni, Jafet, Haukur. um árum, var og um skeið í Eyjum. Var „Vikan“ þá málgagn kommúnista og rit- stýrði Andrés því með Steindóri Sigurðs- syni. Á Norðurlandi varð og allmikil breyt- ing á þessu skeiði.20 1924 var stofnað Jafnaðarmannafélag á Akureyri, síðan á Siglufirði, Húsavík, Sauðárkróki og víð- ar. 1925 var stofnað Verklýðssamband Norðurlands (VSN) er brátt endurvakti eða stofnaði verklýðsfélög í flestum bæj- um og þorpum Norðurlands. Var það sjállstætt mjög og undir forustu komm- 224

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.