Réttur - 01.10.1980, Síða 40
kljúfa þótt við yrðum undir, við værum
að vinna að því að gera verkamannastétt-
ina sem Iieild sem sterkasta. Þorsteinn
varð glaður við. - Daginn eftir sigraði Er-
lingur. Okkar félagar unnu áfram í félag-
inu, en þegar Erlingur tapaði því einum
tveim árum síðar, klauf hann félagið,
Stjórn ASÍ rak Verkamannafélag Akur-
eyrar úr sambandinu, tók hið litla klofn-
ingsfélag Erlings inn. Það félag undir-
bauð gamla félagið í kaupgjaldi og af því
urðu átökin miklu vorið 1933: Novu-bar-
daginn. Gamla Verkamannafélagið sigr-
aði algerlega.
Þessi litla frásögn af einum stað stétta-
baráttunnar er táknræn fyrir hvað gerð-
ist á þessum tíma í fjölda kaupstaða og
kauptúna á íslandi. Framkoma kommún-
istanna í þessum málum sýndi hve á-
byrgðartilfinning þeirra gagnvart verk-
lýðsstéttinni og frelsisbaráttu hennar var
miklu meiri en ýmissa af foringjum krat-
anna, sem fyrst og fremst einblíndu á
völcl sín yfir verklýðshreyfingunni.
Fórnfýsi margra kommúnistanna fyrir
flokkinn var til fyrirmyndar í baráttunni
fyrir sósíalismanum. Félagar eins og Jón
Rafnsson, Giinnar Benedilitsson, Andrés
Straumland o. fl. ferðuðust um landið
sem ,,erindrekar“ fyrir flokkinn. Þeir
fengu að sofa í íbúð einhvers félaga, og
borða þar eða hjá einhverium öðrum,
voru fluttir selflutningi milli staðanna
af félögunum þar. Fengu náttúrlega ekk-
ert kaup, en föt voru „organiseruð"
handa þeim, þegar brýn þörf var orðin.
Gunnar gaf skemmtilega lýsingu á þess-
um erindrekstri í „Stungið niður stíl-
vonni“. Og Jón sagði í sinni ágætu bók
„Vor í verum“ frá hvernig baráttan var
háð, án þess að ræða nokkuð hvemig
hann sjálfur lifði.25
232
Hugsjónakraftur og skipulagshættir
KFÍ og fórnfýsi félaganna vakti ekki að-
eins aðdáun margra verklýðssinna, held-
ur og athygli andstæðinganna. Þannig
færði t. d. Jónas frá Hriflu það fram sem
rök á Framsóknarþingi fyrir skipulags-
breytingu á iiokknum að iítill flokkur
eins og KFÍ ætti gengi sitt fyrst og fremst
skipulagi sínu að þakka.
Fyrstu miðstjórn KFI skipuðu þessir
ielagar: Brynjólfur Bjarnason, formaður
ilokksins, Haukur Björnsson, Guðjón
Benediktsson, Ei'ling Eilingsen, Loftur
Þorsteinsson, Rósenkrans ívarssoini, Ottó
Þorláksson, Björgvin Þorsteinsson, Áki
Jakobsson, Einar Olgeirsson, Isleifur
Högnason, Jón Rafnsson, Ingólfur Jóns-
son, Gunnar Jóhannsson, Aðalbjöm Pét-
ursson, Kristján Júlíusson og Dýrleif
Árnadóttir. — Brynjólfur var ritstjóri
Verklýðsblaðsins frá upphafi og þar til í
nóv. 1935. Þá var skipuð 20 manna mið-
stjórn félaga hvarvetna af landinu, en 7
manna framkvæmdanefnd í Reykjavík og
þriggja manna daglegt framkvæmdaráð.
í því voru: Brynjólfur Bjarnasoni, for-
maður flokksins, Einar Olgeirsson ritari
og Björn Bjarnason gjaldkeri. Fram að
þeim tíma var allt sjálfboðaliðsstarf. Þá,
eftir 3. þing KFÍ, var reynt að hafa tvo
launaða starfsmenn: Brynjólf og Einar,
Brynjólf sem starfsmann flokksins, Einar
sem ritstjóra Verklýðsblaðsins. Mánaðar-
launin voru 200 kr. hvor. (Verkamanna-
laun voru um 400 kr.) Reynt var að
drýgja tekjurnar með því að konur þeirra
tóku félaga í fæði, er greiddu fyrir það. -
Fjármál flokksins voru erfið. Nokkuð
batnaði, er joeir Brynjólfur og Einar kom-
ust á þing 1937. Þingmannslaun voru ])á
15 kr. á dag meðan Jiing sat, en féll svo
niður, er þingi var slitið. Verkamanns-
j