Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 42

Réttur - 01.10.1980, Side 42
Strax haustið 1980 hefst ofsóknarher- ferðin: I>eir Ásgeir Blöndal Magnússon og Eggerl. Þorbjarnarson, nemendur í Menntaskólanum á Akureyri, eru reknir úr skóla fyrir að láta í ljósi í orði og verki samúð sína með baráttu verkfallsmanna og kommúnismanum. Þeir Isleifur Hiignason og Einar Olgeirsson fengu á annan rnáta að fin;na fyrir j)ví að hafa ekki reynst þægir Jónasi. - Og verkalýð- urinn í heild fékk að heyra að honum væri best að hafa sig rólegan — ekki að hugsa til kauphækkana eins og knúðar höfðu verið fram í Krossanesi og á Siglu- lirði undir forustu kommúnista sumarið 1930: Þegar jónas írá Hriflu vígði fyrstu síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði 5. sept. 1930, lýsti hann því um leið yfir að hún yrði ekki rekin, ef verkamenn væru með kauphækkunarkröfur. Það var alls staðar greinilegt að stétta- baráttan var að harðna, svo sem komm- únistarnir höfðu varað við á Alþýðusam- bandsþingi 1930, sagt fyrir komu heims- kreppunnar til íslands og boðið fram samstarf í baráttunni, en hlotið háð og ,,hnefahögg“ fyrir, („Kreppan er hvergi nema í kollinum á Brynjólfi Bjarnasyni." Ol. Fr. - og brottvísun kommúnista af þingi verklýðsfélaganna.) Atvinnuleysið hafði sagt hastarlega til sín í Reykjavík undireins um áramótin 1930/31 og verkalýðurinn farið í kriifu- giingn undir forustu kommúnista 3. jan. 1931 og fjórir kröfugöngumenn verið teknir fastir og settir í fangahúsið. Voru það þeir Haukur Bjömsson, Guðjón Benediktsson, Þorsteinn Pétursson og Magnús Þorvarðarson. Óx nú kraftur í kröfugöngum verkamanna undir forustu kommúnista um allan helming — og fór svo að yfirstéttin sleppti þeim 6. janúar. En þetta var aðeins forsmekkurinn að jrvi, sem í vændum var og verður ei rakið hér, aðeins minnt á: Árin 1931—34 verða einhver hörðustu baráttuár íslenzkrar verklýðssögu. Jón Rafnsson hefur rakið þá baráttusögu í Eyjum og víðar. Á Akureyri og Siglufirði verða Novuslagurinn 1933 og Dettifoss- slagurinn 1934 táknrænir fyrir hve hart skerst nú í odda: vígreifur verkalýður, undir forustu kommúnista annars vegar, en klofningsfélög, hvítliðar atvinnurek- enda og lögregla hins vegar — og verka- lýðurinn sigrar. Og í Reykjavík eru ekki aðeins verkfallsátökin hörð, heldur nær og lífsbarátta atvinnuleysingja sínu há- marki 9. nóv. 1932, þegar burgeisastétt- in verður svo hrædd um völd sín eftir að lögregla hennar og hvítliðar hafa beðið lægri hlut í götubardaga, að hún gefst upp við hungurárásir á verkalýðinn, er hefja átti almenna kauplækkun með 25% lækkun í atvinnubótavinnunni.27 Og í þeim bardaga skapaðist sjálfkrafa sam- fylking milli kommúnista og sósíaldemó- krata. Það var eftir J)essi hörðu átök að bur- geisastéttin reyndi að skapa sér raunveru- legan vopnaðan yfirstéttarher gegn verkalýðnum, en mistókst sem l'yrr (1923 —24) að setja hámarkið á ríkisvald sitt sem kúgunarvald gegn alþýðu manna. Það hefur verið sagt - en ekki veit ég sönnur á ])ví - að einn vitrasti maður borgarastéttarinnar, Jón Þorláksson, hafi sagt eltir sigra KFÍ í öllum þessum átök- um og kosningum 1933, að nú væri þessi flokkur orðinn jafnsterkur og rússneski bolsevikkaflokkurinn ihefði verið fyrir byltinguna - og ])að mætti ])ví vara sig á honum. 234

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.