Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 45

Réttur - 01.10.1980, Side 45
forustu kommúnista til þess að skapa sem sterkasta samfylkingu gegn kreppunni og fasismanum. Lágkúra valdhafanna var óskapleg. Þeir sögðu alþýðu ýmist ao sætta sig við eymdina, láta sér nægja að hafa í sig og á og „greiða vexti og afborg- anir af skuldum“,30 eða beygðu sig í auð- mýkt fyrir þýzka nasismanum og kváðu þá menn vera að spilla viðskiptum Is- lands, er sögðu sannleikann um pynting- ar og morð þau, er nasistar frömdu í f a ngabú ðunu m. Hlutverk konnnúnista var að reyna að skapa reisn gegn lágkúrunni, baráttu- þrótt gegn eymdinni og kúguninni, er beitt var. Sérstaklega reyndi KFÍ að ná samstarfi við Alþýðuflokkinn og félög hans, jafnvel við Framsóknarfélögin, uppræta þá einangrunarafstöðu, sem hin illvígu átök höfðu skaj^að, þegar kratarn- ir jafnvel börðust við hlið hvítliða — og l'engu þá óvönduð skammaryrði eins og „sósíallasisti“ að heyra. Á árinu 1935 tókst slík skipulögð sam- fylking allvíða: 1. maí í Reykjavík við ýmsa forustumenn úr Aljrýðuflokknum, í Vestmannaeyjum í október 1935 milli Alþýðuflokksins og Verkamannafélagsins Drífanda, sem kommúnistar stjórnuðu, á Húsavík milli Kommúnistafélagsins, Jafnaðarmannafélagsins og Framsóknar- félagsins 15. nóvember, og á Eskifirði milli Jafnaðarmannafélagsins og Komm- únistadeildarinnar 20. des. 1935. Jafnframt vann samfylkingin stórsigra á öðrum sviðum: Félag róttœkra stúdenta við háskólann, Jrar sem saman unnu komnrúnistar og aðrir róttækir andstæð- ingar íhalds og nasista, náði meirihluta í Stúdentaráði og formaður félagsins varð formaður Stúdentaráðs, Björn Sigurðs- son, síðar hinn mikli og ágæti vísinda- Halldór Laxness. maður, forstjóri að Keldum. Sá sigur varð til þess að Halldór Laxness flutti 1. des. 1935 fullveldisræðuna, er útvarpað var, og hvatti vininandi stéttir íslands til samfylkingar. Og í lok ársins sýndi KFÍ með sam- fylkingu sinni við bílstjórafélagið gegn 4-aura tollinum, er ríkistjórn Framsókn- ar og Alþýðuflokks hafði lagt á bensínið og hringamir velt yfir á almenning, að hægt var að láta olíuhringana erlendu borga brúsann, taka á sig alla hækkunina, ef nógu vel og viturlega var barist. Bestu skáld og rithöfundar íslands höfðu þegar á áratugnum fyrir 1935 ver- ið hver á fætur öðrum að kveðja sér hljóðs til baráttu fyrir sósíalisma: Þór- bergur með „Bréfum til Ldru“ 1924,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.