Réttur - 01.10.1980, Síða 60
að skipa sér um það og gera úr því það
baráttutæki sem sæmt getur verkalýð
Siglufjarðar.
Það má enginn verkamaður láta sig
það henda, að standa utan við Verka-
mannafélagið Þrótt. Sá verkamaður sem
það gerir, er að vinna á móti sínum hags-
munum og hagsmunum okkar allra.
Að síðustu viljum við fastlega skora á
önnur þau verkalýðsfélög, sem enn eru
klofin, að sameinast nú þegar. Við vilj-
um skora á Verkakvennafélag Siglufjarð-
ar og Verkakvennafélagið Osk að taka nú
þegar upp skipulegt samstarf um sam-
einingu félaganna. Sams konar áskorun
viljum við beina til verkalýðsfélaganna á
Akureyri og í Glerárþorpi. Athugið, að
það eru aðeins hagsmunir atvinnurek-
endanna að samtök verkalýðsins séu klof-
in, en aftur á móti hagsmunir verkalýðs-
ins að samtiik lians séu voldug og sterk.
Með stéttarkveðju,
Verkamannafélag Siglufjarðar."
í lok fundarins var lirópað ferfalt
húrra fyrir Verkamannafélaginu Þrótti
og alþjóðasöngur verkamanna, Internat-
ionalinn, sunginn. Að því búnu lýsti for-
maður Verkamannafélag Siglufjarðar
lagt niður.
Það liðu þó tvö ár þar til Verkakvenna-
félögin voru sameinuð. Tregða alþýðu-
flokkskvenna var meiri en karlmann-
anna, því að það var fyrst í ársbvrjun
1939 sem samþykkt var að viðlagðri alls-
herjaratkvæðagTeiðslu í Verkakvennafé-
lagi Siglufjarðar með 48 atkvæðum gegn
39 að leggja félagið niður gegn því að
Verkakvennafélagið Ósk yrði einnig lagt
niður og stofnað nýtt félag.
14. janúar 1939 samþykkti fundur í
Osk einróma að það félag yrði lagt niður
og 22. janúar var svo haldinn stofnfund-
ur hins nýja félags, sem hlaut nafnið
Verkakvennafélagið Brynja.
Þar með var lokið klofningi verkalýðs-
samtakanna á Siglufirði.
Það átti sér svo ennþá lengri aðdrag-
anda að verkalýðshreyfingin á Akureyri
yrði við áskoruninni og sameinaðist. En
það er saga, sem ekki verður sögð hér.
Ég hygg að það sé rétt með farið, að
sameining verkamannafélaganna á Siglu-
firði hafi verið fyrsta skrefið sem stigið
var til að græða þau sár, sem verkalýðs-
hreyfingunni voru veitt með hinni ó-
lieillavænlegu klofningsstarfsemi.
En hvers vegna var það Siglufjörður
sem ruddi brautina? Því er ekki auðvelt
að svara. Þó má benda á að róttækni og
252