Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 65

Réttur - 01.10.1980, Síða 65
Þótt ,,kókmálið“ haíi verið það sem vakti athygli heimsins á Guatemala og ástandinu þar, er það í sjálfu sér aðeins ein þáttur í harmsögu almennings þar í landi. Verkafólk í öðrum fyrirtækjum hefur einnig orðið að þola margs konar ofbeldisaðgerðir af hálfu eigendanna, sem studdir haaf verið dyggilega af lög- reglu landsins og her. Starfsmönnum hef- ur verið rænt og undir hælinn lagt livort þeir liafa komið í leitirnar aftur, og þá raunar hvort þeir hafa verið lífs eða liðn- ir þegar þeir fundust. Þeir sem hafa fund- ist lifandi hafa undantekningarlítið ver- ið pyntaðir lirottalega, og þau lík sem fundist hafa, hafa verið illa farin af bar- smíðum og annars konar pyntingum. Auk jress hefur svo talsverður fjöldi verkamanna, menntamanna og háskóla- kennara verið myrtur. Sök þessa fólks hefur verið augljós: Það hefur unnið að því að skipuleggja verkalýðshreyfingu og önnur almanna- samtök gegn ógnarstjórn herforingjanna. Það hefur reynt að gera almenningi ljósa þá staðreynd, að gegn kúgunarstjómum dugir ekkert afl nema almenningsaflið, afl alþýðunnar. Og það er ekkert afl sem kúgarinn óttast fremur. Verkalýðshreyfingin skipuleggur sig Eftir valdarán hersins og bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954, hefur ríkt ömurlegt ástand í Guatemala. En það var ekki fyrr en tuttugu árum síðar að verkalýðshreyfingin fór að endur- skipuleggja sig, eftir að henni hafði ver- ið bannað að starfa frá valdaráninu. Þeir sem hvað mestum árangri náðu voru ein- mitt starfsmenn Embotelladora Guate- malteca SA, framleiðsluaðila Coca Cola í landinu. Haukur Már Haraldsson. Eftir launadeilu við fyrirtækið, tókst verkafólkinu við kókverksmiðjuna að stofna verkalýðsfélag, sem meirihluti starfsfólksins gekk í. Félagið var jafnvel viðurkennt lagalega, þótt dómstólar í Guatemala reyni með öllum tiltækum ráðum að komast hjá því að viðurkenna samtök verkafólks í landinu. Aðaleigandi og forstjóri kókverksmiðj- unnar í Guatemala City var John Clin- ton Trotter. Trotter er lögfræðingur frá Houston í Texas, alræmdur andstæðing- ur allar verkalýðshreyfingar og alþýðu- samtaka yfir liöfuð, náinn vinur lierfor- ingjanna sem með völd fara í Guatemala 257

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.