Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 69

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 69
henda Alþjóðasamtökum starfsfólks við matvælaiðnað eftirfarandi skrifleg gögn: 1. Afrit af yfirlýsingu þar sem kaupin eru staðfest, og afrit af kaupsamningnum. 2. Bréf frá formanni sameignarfélagsins, þar sem staðfest verði samþykkt lians við nauðsynlegum skilyrðum þess að tryggður sé fullur réttur verkalýðsfé- lagsins, það er: a. að fjarlægt sé allt lögreglulið frá verksmiðjunni, b. að endurráðið verði í allar stöður þeirra yfirmanna sem tengdir voru John Trotter, c. að endurráðnir verði allir þeir verka- menn sem John Trotter sagði npp störfum, d. að verkalýðsfélagið við verksmiðj- una verði viðurkennt og öllum stuðningi við „gula“ félagið hætt, e. að gengið verði til kjarasamninga við verkalýðsfélagið og þeir bættir. 3. Bréf frá Coca Cola Company þar sem allir þessir efnisþættir verði staðfestir og tryggðir. 4. Persónulegar upplýsingar um alla þá aðila sem sæti eiga í stjórn eða eignar- aðild að nýja sameignarfélaginu. Loks má geta þess, að Coca Cola Com- pany hefur tekið jákvætt í að stofna sjóð til að styrkja fjölskyldur þeirra starfs- manna EGSA sem myrtir hafa verið, t. d. kosta börn þeirra til náms. Að lokum er rétt að láta þess getið, að kókmálið hefur ekki aðeins haft áhrif á aðstöðu verkafólks við kókverksmiðjuna í Guatemala. Fyrirtækið liefur látið end- urskoða fastasamning þann sem það ger- ir við handhafa framleiðsluleyfis á drykkjum sínum. Endurskoðunin felur í sér að í samninginn verða sett ákvæði um að framleiðendum beri að gæta að „fé- lagslegum skyldum sínum og varðveita gott ,,mannorð“ Coca Cola“. í þessu felst einnig sú skylda að virða rétt verkalýðsfé- laga. Þetta atriði er ekki síst athyglisvert fyrir þá sök, að ekki er lengra síðan en í maímánuði sl„ að hluthafafundur í Coca Cola company felldi með 97,5% atkvæða gegn 2,5% tillögu, sem gerði ráð fyrir að í umrædda framleiðsluleyfissamninga yrði sett grein um að framleiðendur skyldu virða mannréttindi starfsfólks síns. Má draga af þessu lærdóm? Kókmálið er ef til vill atliyglisverðasti prófsteinn á alþjóðlega verkalýðshreyf- ingu, mátt hennar og megin, sem fram hefur komið um langan tíma. Ég hef til- hneigingu til að líta svo á, að af því megi draga lærdóm sem býsna nauðsynlegur er á tímum eins og þeim sem við lifum á. Þá á ég við þá staðreynd, að verkalýðs- hreyfing heimsins er margklofin og ósam- stæð í veigamiklum málum, staðsett í heimssamtök eftir pólitískum línum kalda stríðsins. Alþjóðasamtök verkalýðs- félaga og Aljíjóðasamtök frjálsra verka- lýðsfélaga vilja lítt af hvort öðru vita og það gerir beitingu afl hreyfingarinnar sannarlega erfiðari en skyldi. Enda ekki fráleitt að ætla, að sú hafi ætlunin verið þegar CIA stóð í því að kljúfa vestrænu verkalýðshreyfingarnar út úr Alþjóða- sambandi verkalýðsfélaga. Það sem gerðist í Guatemala er hins vegar bending um að verkalýðshreyfing- in geti sitt af hverju ef hún ber gæfu til að standa saman. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.