Réttur - 01.10.1980, Page 71
stað þeirra aðila í Bretaveldi, er börðust
íyrir því að létta oki breska auðvaldsins
af þjóð sinni og má nærri geta hvernig
það hefur spurst fyrir í heimalandinu. -
Breski kommúnistaflokkurinn barðist
þannig fyrir rétti okkar íslendinga í land-
helgisbaráttunni við Breta — þótt sá ágæti
flokkur hafi litlar þakkir hlotið héðan
fyrir þá afstöðu.
Jack Woddis var mikilvirkur pólitískur
rithöfundur. M. a. ritaði hann þrjár stór-
ar bækur um Afríkulönd, er þjóðir þeirra
voru að rísa upp og hrinda af sér ný-
lenduokinu: 1. Africa, the Way Ahead, -
2. Africa, the Lion Awakes, — 3. Africa,
the Roots of Revolts. (Útgefandi þeirra
er Lawrence and Wishart, London.)
Síðasta bók Woddis heitir „Annies and
Politics“ (Her og stjórnmál) og er fram-
úrskarandi góð og nákvæm - söguleg og
fræðileg — skilgreining á beitingu her-
valdsins í innanlandsátökum stéttanna í
hinum ýmsu löndurn. Vekur itann einn-
ig athygli á hættunni á beitingu þess í
Vestur-Evrópu, m. a. Englandi og rekur
rækilega aðvörun þá, er felst í beitingu
breska hersins á Norðnr-írlandi.
Einn merkilegasti kaflinn í þessari 300
síðna bók er rannsókn á hinni ægilegu
beitingu hervaldsins í Indónesíu 1965,
sem svo mikil hula hefur grúft yfir. Er
einmitt stuðst við þær niðurstöður, er
hann kemst að í kaflanum um Indónesíu
í greininni „hið rauða lið“ hér að fram-
an. Komnrúnistaflokkur Indónesíu hafði
3 milljónir félaga og 10 millj. atkvæða
áður en herinn kvarnaði hann niður. Og
fréttin um það blóðbað kvað bandaríska
tímaritið ,,Time“ (13. júlí 1966) fagn-
andi vera „bestu frétt, er Vesturlönd lrafi
l'engið árunr saman í Asíu“.
Það er nrikill missir að Jack Woddis,
einnig fyrir oss íslenska sósíalista.
263