Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT YFIRMAÐUR hjá japönsku verðbréfafyrir- tæki, sem tengdist yfirtökusamningum hjá net- fyrirtækinu Livedoor, fannst látinn á miðviku- dag, að sögn lögreglu. Talið er að hann hafi stytt sér aldur. Yfirmaðurinn, Hideaki Noguchi, sem var 38 ára, fannst látinn í hótelherbergi á eyjunni Ok- inawa. Að sögn yfirvalda á eftir að rannsaka dánarorsökina. Kyodo-fréttastofan kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að Noguchi hefði skorið sig á púls á herbergi sínu í bænum Naha. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Noguchi starfaði fyrir verðbréfafyrirtæki (H.S. Securities), sem tengdist yfirtöku fyrir- tækisins ValueClick á útgáfufyrirtækinu Money Life, en ValueClick er forveri dótturfyrirtækis Livedoor, sem heitir Livedoor Marketing. Verið er að rannsaka þennan samning og leiddi það til þess að gengi hlutabréfa í kauphöll- inni í Tókýó hríðféll á miðvikudag. Loka þurfti kauphöllinni 20 mínútum fyrr til að tölvukerfið léti ekki undan, en það hefur aldrei gerst áður að kauphöllinni hafi verið lokað snemma. Þetta varð til þess að gengi hlutabréfa á öðr- um mörkuðum, þ.á m. í Evrópu og Bandaríkj- unum, féll sömuleiðis. Nikkei-vísitalan náði sér þó aftur á strik í gær. Fyrirfór sér eftir verðbréfahrun Bagdad. AP. | Tuttugu og þrír týndu lífi í tveimur sprengjuárásum í Bagdad í Írak í gær. Þá var óttast um afdrif þrjátíu og fimm Íraka, sem höfðu viljað ganga í lögregl- una, en rútu þeirra var rænt í norð- urhluta Bagdad og ekið út í eyði- mörkina. Fyrra sprengjutilræðið í gær átti sér stað með þeim hætti að maður gekk inn á kaffihús í miðborg Bag- dad og sprengdi sig þar í loft upp, með þeim afleiðingum að sextán óbreyttir borgarar biðu bana og fjöldi manna særðist. Andartökum síðar sprakk bílsprengja ekki þar langt frá og týndu sjö manns lífi. Móðir bandarísku blaðakonunnar Jill Carroll biðlaði í gær til mann- anna, sem halda Carroll í gíslingu, að þyrma lífi hennar en mennirnir hafa sagt að þeir muni taka Carroll af lífi í kvöld hafi Bandaríkjaher ekki sleppt úr haldi öllum kven- föngum sem nú gista fanga- geymslur á þess vegum. Tuttugu og þrír féllu í Bagdad Reuters Íraki sem lifði af sprengjutilræði í miðborg Bagdad í gær. MIKLIR kuldar eru í Rússlandi og Austur- Evrópu og bendir flest til, að þeir muni standa mánuðinn út. Í Rússlandi hafa meira en 30 manns orðið úti, þar af sjö í fyrrinótt, og óttast er, að grípa verði til orkuskömmtunar vegna gífurlegrar notkunar. Rússneska dagblaðið Gazeta sagði í gær, að aðeins tvö dæmi væru um álíka kuldakast á síð- ustu 100 árum, það fyrra 1940 og það síðara 1979 en þá náði frostið 40 gráðum á Celsíus. Í gær var það um 30 gráður í Moskvu og búist var við, að það færi í 37 til 40 í nótt er leið. Mörg kuldamet hafa fallið á síðustu dögum. ITAR-TASS-fréttastofan sagði, að til dæmis hefði frostið farið í 61 gráðu í Jamalo-Nenetskíj, héraði, sem er um mitt Rússland norðanvert, og hefur það aldrei mælst meira. Af þeim sökum lagðist þar niður öll olíuvinnsla. Umferðin í Moskvu og öðrum rússneskum borgum er óvenjulítil enda halda sig margir heima eða geta ekki komið bílunum í gang. Hafa sumir reynt að taka rafgeyminn inn að kvöldi til að unnt sé að koma bílnum í gang að morgni en jafnvel það hefur ekki alltaf dugað til. Veðurfræðingar spá því, að heldur hlýni um helgina, að frostið verði ekki nema um 20 gráð- ur, en síðan kólni aftur í næstu viku. Í A-Evrópu er kuldinn líka mjög mikill, víða um 30 gráður í Eystrasaltslöndunum, og þar hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana til að bjarga útigangsfólki. Á síðustu níu dögum hafa 19 manns orðið úti í Póllandi og 122 alls á þess- um vetri. Kuldinn hefur valdið miklu álagi á orkukerfið í Rússlandi og víðar. Rafmagnsnotk- unin er gífurleg og svo er líka um gas- og olíu- notkun. Vegna þess dró nokkuð úr gasflutningi til Evrópu í gær en orkurisinn Gazprom sagðist þó standa við alla samninga. Tilkynntu stjórn- völd að gengið yrði á sérstakar olíubirgðir og m.a. send 60.000 olíutonn til St. Pétursborgar. Íbúar Rússlands fastir í klóm fimbulkulda Frostið 30 gráður á daginn í Moskvu og enn meira um nætur Reuters Engu var líkara en hann væri höfuðlaus þessi einmana vegfarandi á Rauða torginu í Moskvu í gær. Hafði hann keyrt höfuðið niður á bringu og dregið frakkann yfir enda frostið um 30 gráður. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is er hins vegar fimm sinnum lægra. Bandaríkja- stjórn flokkaði Túrkmenistan sem „algert ein- ræðisríki“ í des- ember. Landið er undir stjórn Saparmurats Niyazovs, sem nefndur er Túrkmenbasi, eða „Faðir allra Túrkmena“, og var lýstur forseti til lífstíðar árið 1999. Túrkmenistan er auðugt af olíu og jarðgasi. Gasframleiðslan mun hafa aukist um 8% á liðnu ári og Niyazov hefur sagt að hún eigi að aukast um 37% í ár. Ashgabat. AFP. | Hagvöxturinn í Mið-Asíulandinu Túrkmenistan var 20,7% á liðnu ári samkvæmt opinberum hagtölum sem birtar voru í fyrradag. Þær þykja þó ekki áreiðanlegar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) beitir þeirri aðferð að deila með þremur í opinberu hagvaxt- artölurnar til að meta raunhag- vöxtinn í Túrkmenistan. Vöxtur- inn mun því hafa verið um 7% á liðnu ári. Hagstofa Túrkmenistans spáði svipuðum hagvexti á þessu ári og sagði að meðalárstekjur landsmanna hefðu numið 7.500 dollurum, sem samsvarar um 460.000 krónum, miðað við op- inbert gengi gjaldmiðils landsins, manat. Raungengi gjaldmiðilsins Ótrúleg hagsæld Túrkmena Saparmurat Niyazov FINNAR geta nú fengið sem sam- svarar um 200 þúsund íslenskum krónum í skattafrádrátt á ári ef þeir kaupa heimilishjálp. Þessu fyr- irkomulagi var komið á í Finnlandi árið 2001 og byrjaði sem skattafrá- dráttur vegna viðhalds á fasteign- um en hefur verið þróað síðan. Af- leiðingarnar eru m.a. að atvinnulausum hefur fækkað og færri vinna „svart“. Í sænskum fjölmiðlum er nú tals- verð umræða um að þetta fyrir- komulag gæti hentað vel í Svíþjóð. Málið hefur reyndar verið rætt í heilan áratug án þess að niðurstaða hafi fengist, en nú þegar skattafrá- drátturinn hefur verið tvöfaldaður í Finnlandi hefur umræðan aftur komist á flug. Æ fleiri fjölskyldur, hvort sem er í Svíþjóð, Finnlandi eða Íslandi, nýta sér heimilishjálp til að spara sér fyrirhöfnina og nýta frítímann frekar með börnunum eða í áhuga- mál. En margir borga „svart“ og hafa ekki hátt um að þeir nýti sér þessa þjónustu. Í Dagens Nyheter er rætt við Ulla-Maj Wideroos, fjármálaráð- herra Finnlands, sem sjálf nýtir sér skattafrádráttinn vegna heimilis- hjálpar og er þeirrar skoðunar að slíkt ætti ekki að vera umdeilt. Hún vitnar í starfsmanninn sem þrífur heima hjá henni: „Maður fær vart meira trúnaðarstarf en að sjá um heimili einhvers annars.“ Árið 2004 sköpuðust tíu þúsund ný störf í Finnlandi, átta þúsund heilsársverk. 175 þúsund heimili í Finnlandi nýttu sér skattafrádrátt- inn árið 2004 og að mati Wideroos mun þeim fjölga í allt að 400 þús- und, þ.e. sjötta hvert heimili í Finn- landi, að því er fram kemur í Dag- ens Nyheter. Kostnaður finnska ríkisins var 111 milljónir evra eða um 8,2 milljarðar íslenskra króna. 18.000 ný störf Á móti kemur að ríkið getur fengið meiri skatttekjur þegar þeir sem kaupa þrif eða aðra heimilis- þjónustu nýta tímann sem sparast í meiri vinnu og greiða því meiri skatt. Einnig að „svörtum“ störfum fækkar um 2.000 og þeir sem þeim sinna koma upp á yfirborðið. Ríkið fær því skatttekjur af þeim en þarf ekki að borga þeim atvinnuleysis- bætur. Í leiðara Göteborgs Posten er fjallað um málið en blaðið er því hlynnt að taka finnska fyrirkomu- lagið upp í Svíþjóð en segir sænska jafnaðarmenn og vinstrimenn hafa talað gegn þeim hugmyndum og leitt umræðuna á villigötur með röngum tölum. Þar segir m.a.: „Af einhverjum sökum þykir fínt að fá hjálp frá málara en skömm að því að ráða starfsmann við þrif. And- staðan er svo ákveðin að rangar upplýsingar eru m.a.s. notaðar sem vopn.“ M.a. hefur verið haft eftir Maritu Ulvskog, ritara sænska Jafnaðarmannaflokksins, að fyrir- komulagið hafi aðeins skapað 800 ný störf í Finnlandi. Í grein sem Maud Olofsson, for- maður sænska Miðflokksins, skrif- ar ásamt Wideroos í Dagens Nyheter, kemur fram að fyrir- komulagið er atvinnuskapandi, það eykur þátttöku kvenna á vinnu- markaði og fjölgar þeim einnig í hópi atvinnurekenda. Í greininni kemur fram að 160 þúsund sænsk heimili kaupi heimilishjálp og yfir helmingur borgi „svart“. Ef finnska fyrirkomulagið yrði tekið upp í Sví- þjóð, myndi það skapa um 18 þús- und ný störf. Skattafrádráttur vegna heimilishjálpar Rætt um það í Svíþjóð hvort feta beri í fótspor Finna Eftir Steingerði Ólafsdóttur í Gautaborg steingerdur@mbl.is Búdapest. AFP. | Að minnsta kosti 44 manns fór- ust í gærkvöldi þegar slóvakísk herflugvél hrapaði í norðaustanverðu Ungverjalandi, ná- lægt landamærunum að Slóvakíu. Flugvélin var á leiðinni frá Kosovo til Slóvak- íu. „Vélin var í lágflugi og eldur kom upp. Við getum ekki veitt frekari upplýsingar sem stendur,“ sagði talsmaður varnarmálaráðu- neytisins. Í vélinni voru alls 48 menn og fyrstu fregnir hermdu að 44 þeirra hefðu látið lífið, að sögn talsmannsins. Ekki var vitað um orsök slyssins. Minnst 44 fór- ust í flugslysi ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.