Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.01.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 33 UMRÆÐAN KASTLJÓS fjölmiðla hefur nú um nokkurt skeið beinst að leikskólum. Umræðan hefur m.a. snúist um manneklu, launakjör, menntun og viðhorf til þeirra sem þar starfa. Hér verður gerð grein fyrir menntun leikskólakennara í Kennaraháskóla Íslands og fjallað um nám í leikskóla. Síðan árið 1997 hefur Kenn- araháskóli Íslands menntað leik- skólakennara. Að leikskólakennarar sæki menntun sína í háskóla er engin tilviljun heldur í takt við þróun sem átt hefur sér stað víða um heim. Fræðimenn eru sammála um nauð- syn þess að í nútímasamfélagi beri að leggja áherslu á menntun kenn- ara og er leikskólastigið þar ekki undanskilið. Það er einnig tímanna tákn að foreldrar gera í æ ríkari mæli kröfur um gæði þess starfs sem fram fer í leikskólum fyrir hönd barna sinna. Nám í Kennaraháskóla Íslands Í Náms- og kennsluskrá KHÍ (2005) kemur fram að leikskólakenn- aranám er starfsmenntun sem miðar að því að undirbúa nemendur til upp- eldis- og kennslustarfa í leikskólum og sambærilegum stofnunum fyrir börn undir skólaskyldualdri. Námið er 90 einingar og lýkur með B.Ed.- prófi í leikskólafræði. Það tekur mið af Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 1999, lögum um leikskóla nr. 78/1994 og starfsvettvangi leikskólakennara. Í náminu er leitast við að efla með nemendum glögga sýn á uppeldis- og menntahlutverk leikskólans og tengsl hans við samfélagið. Mark- miðið er að nemendur fái heildarsýn á starfsemi leikskólans, hug- myndafræði leikskólauppeldis og það menningar- og menntahlutverk sem leikskólinn gegnir í lífi ungra barna. Í námi sínu kynnast nem- endur ýmsum kenningum og aðferð- um við kennslu og uppeldi leikskóla- barna. Stefnt er að því að leikskólakennaranemar rækti með sér gagnrýnið hugarfar og verði við námslok ábyrgir, sjálfstætt hugs- andi og leitandi fagmenn. Nám og kennsla leikskólabarna Leikskólinn er lögum samkvæmt fyrsta skólastigið. Námið sem þar fer fram felst að stórum hluta í sið- menntun sem fjallar t.d. um sam- skipti milli manna, gildismat og siði. Siðmenntun er talin vera mikilvæg undirstaða bók- og verknáms. Það getur verið erfitt að koma auga á og skilja nám eða kennslu í leikskóla. Margt af því sem þar fer fram fellur ekki undir hugmyndir margra um nám eða kennslu. Þær hugmyndir snúast gjarnan um kennslubækur, nemandann sem móttakanda og til- tekna hegðun kennarans. Í leikskóla er umönnun og kennsla barna órjúf- anleg heild. Skoða verður námið út frá heildarsýn þar sem tengsl milli tungumáls, vitsmuna og fé- lagsþroska eru margþætt. Fag- mennska leikskólakennara felst m.a. í þekkingu á þroska og þörfum barna ásamt ígrundun og skipulagningu starfsins. Í seinni tíð hafa fræðimenn beint sjónum að því hvernig börn læra og hvernig ber að styðja við nám þeirra. Í leikskólafræði eða leik- skólakennslu er lögð áhersla á að barnið sé virkt og skapandi í námi sínu. Námsaðstæður í leikskóla eru fjölbreyttar og viðfangsefnin sem börnin taka þátt í eru þess eðlis að mismikið reynir á innbyrðis sam- skipti þeirra. Helsta náms- og þroskaleið leikskólabarnsins er leik- ur og samskipti þess við aðra; bæði leikfélaga og fullorðna. Í leiknum eru tengsl milli barna í brennidepli og í þessum námsaðstæðum þroska börnin hvað mest samskiptafærni sína. Innan barnahópsins fer því fram mikilvægt nám. Það krefst fag- mennsku að skapa börnum skilyrði til leiks og þroska. Á leikskólastiginu hefur náðst athyglisverður árangur í þróun náms án aðgreiningar þar sem komið er til móts við réttindi og þarf- ir barna með fötlun og barna af erlendum uppruna. Aðferðirnar sem kennarar beita og þau samskipti sem eiga sér stað hafa áhrif á það hvað og hvernig barnið lærir. Þessar áherslur eru sem rauður þráður í námi leikskólakenn- ara. Nemendum er ætlað að öðlast færni í að skipuleggja náms- þætti leikskólans og taka mið af leik sem megin náms- og þroskaleið barnsins. Í Kennaraháskóla Ís- lands hefur að und- anförnu staðið yfir end- urskoðun á námi við skólann. Í nýrri nám- skrá er m.a. stefnt að því að skapa enn frekari tengsl milli menntunar leikskólakennara og kennara í yngstu bekkj- um grunnskólans í þeim tilgangi að stuðla að betri samfellu í námi barna. Stöðugleiki og öryggi í umhverfi hafa verið talin forsenda fyrir vellíðan og námi barna. Grund- vallarforsendur stöðugleika í skóla- starfi felast m.a.í því að þeim sem störfin vinna finnist þeir vera metnir að verðleikum. Í umræðunni und- anfarið hefur komið fram að leik- skólakennarar telja margir hverjir að svo sé ekki m.a. vegna starfs- og launakjara. Langvarandi skortur á leikskólakennurum er nú þegar áhyggjuefni sem ýtt getur undir og viðhaldið ójöfnuði meðal barna og fjölskyldna þeirra. Í dag dvelja flest börn á Íslandi, frá tveggja til sex ára aldurs, meiri hluta dagsins í leikskólum. Það ætti því að vera metnaðarmál samfélags- ins að kennarar fyrsta skólastigsins hafi sérþekkingu á sviði uppeldis- og menntunar ungra barna. Það er brýnt verkefni að sporna við fækkun leikskólakennara og gera leikskól- ann að eftirsóknarverðum starfs- vettvangi ungs fólks. Fagmenntun á fyrsta skólastigi Hrönn Pálmadóttir fjallar um menntun leikskólakennara og nám leikskólabarna ’Það er brýnt verkefniað sporna við fækkun leikskólakennara og gera leikskólann að eft- irsóknarverðum starfs- vettvangi ungs fólks.‘ Hrönn Pálmadóttir Höfundur er forstöðumaður leikskólabrautar Kennaraháskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.