Morgunblaðið - 20.01.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 47
MINNINGAR
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Pabbi og mamma.
Elsku Ásgeir Þór, mig langar til
að setja nokkrar línur á blað, nú
þegar leiðir skilja. Ásgeir og Birkir
voru tvíburabræður, Birkir lést í
bílslysi 2001. Þeir áttu eldri bróður,
Hjalta Hauk, sem dó af hjartaslagi
ári síðar.
Við sáum vaxa upp sjálfstæðan
einstakling sem bjó einn í sinni íbúð
og sinnti sínum áhugamálum. Hann
hafði yndi af að ferðast og fékk
tækifæri til þess bæði innanlands
sem utan og naut þar aðstoðar for-
eldra sinna.
Þú varst mjög glaður yfir því að
hafa séð örn í einni af ferðum þín-
um í Gottorp. Þú varst mjög
ánægður með ferðalögin síðastliðið
sumar þegar þið fjölskyldan fóruð
um Vestfirði og einnig varstu
ánægður með ferð ykkar feðga á
Austfirði nú í haust.
Þú komst síðast til mín um jólin
ásamt pabba þínum, þú varst glæsi-
legur að vanda, í síða leðurfrakk-
anum þínum og með ljósa hárið
bundið í tagl.
Ég mun geyma minninguna um
þig í hjarta mínu, elsku Ásgeir
minn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Ásgeir og Stefanía, ég bið
góðan Guð að styrkja ykkur og
styðja í sorg ykkar.
Amma Kolbrún.
Mig langar að kveðja frænda
minn, Ásgeir Þór, með örfáum orð-
um. Ásgeir var sonur bróður míns
Ásgeirs og Stefaníu konu hans, Þau
eignuðust þrjá syni; Hjalta Hauk
sem var elstur og svo tvíburana Ás-
geir og Birki. Nú hafa þau misst
alla syni sína á tæpum fimm árum.
Ásgeir ólst upp í Kópavoginum
með bræðrum sínum og foreldrum.
Hann var afskaplega fallegt barn,
ljóshærður og glaðsinna. Hann
lenti í erfiðu slysi þegar hann var
unglingur þegar hann missti stóran
hluta annarrar handarinnar af völd-
um flugelds. Hann lét það ekki
aftra sér frá því að stunda lyftingar,
sem hann náði góðum árangri í og
einnig fékk hann sér mótorhjól sem
hann hafði mjög gaman af.
Ásgeir veiktist af sjúkdómi sem
ÁSGEIR ÞÓR
ÁSGEIRSSON
✝ Ásgeir Þór Ás-geirsson fæddist
í Reykjavík 10. nóv-
ember 1977. Hann
lést 9. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Ásgeir Þór
Hjaltason, f. 9. mars
1953, og Stefanía
Kristjánsdóttir, f.
30. apríl 1956.
Bræður Ásgeirs eru
Hjalti Haukur, f. 31.
október 1973, d. 20.
júní 2002, og Birkir
Þór Ásgeirsson, f.
10. nóvember 1977, d. 12. ágúst
2001.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ekki var læknanlegur,
þegar hann var vart
af barnsaldri, þessi
sjúkdómur hamlaði
honum á ýmsa vegu
og það var margt sem
hann ekki gat gert
vegna hans.
Ásgeir var listrænn
og hafði mikinn áhuga
á mynd- og leirlist og
var hann duglegur að
mála myndir og gerði
fallega hluti úr leir.
Hann hafði gaman
af að ferðast og voru
þau foreldrar hans ólöt að fara með
hann í ferðalög, bæði innan og utan-
lands. Síðastliðið sumar fóru þau í
hálfsmánaðar ferðalag um Vestfirði
með fellihýsið, þar skoðuðu þau
marga fallega staði og höfðu þau öll
gaman af.
Ekki er hægt annað en að minn-
ast á áhuga Ásgeirs á veiðum, hvort
heldur fiskveiðum eða skotveiðum,
hann fékk skotveiðileyfi fyrir
nokkrum árum og höfðu þeir feðgar
farið í nokkrar veiðiferðir og nú síð-
ast í haust fóru þeir á hreindýra-
veiðar sem var hápunkturinn á
veiðiferðunum. Þar sýndi Ásgeir
snilldartakta þegar hann felldi
hreindýrstarf. Hann naut þess að
vera með pabba sínum á veiðum og
gat talað endalaust um upplifanir
sínar í þessum ferðum.
Elsku Ásgeir og Stebba, mamma
og pabbi, ég bið góðan Guð um að
styrkja ykkur og vera hjá á þessum
erfiðu tímum og við skulum minn-
ast orðanna sem Jesús mælti:
„Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á
mig, mun lifa, þótt hann deyi.“
(Jóh.11:25.)
Kær kveðja
Ingibjörg.
Í blóma lífsins kvaddir þú þennan
heim. Þín stutta ævi var bæði blóm-
um skrýdd og þyrnum stráð. Þú
ólst upp hjá yndislegum foreldrum
ásamt tvíburabróður þínum Birki
og stóra bróður Hjalta. Margt var
brallað, þið allir þrír bræðurnir
voruð góðir vinir og æskan leið. Þú
slasaðist alvarlega á hendi 12 ára
gamall, þegar þið bræðurnir voruð
að leika ykkur með rakettur og
setti það mark sitt á þig, en þú lést
það ekki hindra þig í því sem þú
ætlaðir að gera.
Þú varst mikill keppnismaður og
gafst aldrei upp fyrr en toppár-
angri var náð. Ég man að ég fór
einu sinni með þér þegar þú varst
að æfa lyftingar. Þá hættir þú ekki
fyrr en tilætluðum árangri var náð,
þó þú værir orðinn ansi þreyttur og
bakið aumt. Á eftir sagðir þú mér
að þér þætti gott að reyna svona
mikið á þig því á eftir gætir þú slak-
að á og hvílt líkama og huga. Ekki
veitti af því þú varst búinn að missa
bæði Birki og Hjalta og syrgðir þá
sárt.
Síðastliðið sumar hefur trúlega
verið þitt besta sumar síðustu 5 ár-
in, en þá fórst þú með foreldrum
þínum í ferðalag um landið. Náttúr-
an var skoðuð og fuglalífið kannað.
Þú varst mikið náttúrubarn í þér,
fannst gaman að veiða og liggja úti í
náttúrunni.
Nú ert þú kominn til þeirra Birk-
is og Hjalta og þið þrír eruð örugg-
lega að tala við hana Fjólu ömmu
ykkar og sólin skín í heiði.
Elsku Stefanía og Ásgeir. Missir
ykkar er ólýsanlegur. Við Guð-
mundur sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
þess að þið megið finna styrk til að
takast á við þessa miklu sorg.
Helga frænka.
Ásgeir Litli eða Yngri... eins og
hann var yfirleitt kallaður vegna
samnefnis við pabba sinn var 28 ára
gamall síðan í nóvember. Það er
ekki hár aldur. Ásgeir átti tvo
bræður, þá Hjalta, sem var fjórum
árum eldri og lést 2002, og tvíbura-
bróður sem hét Birkir sem dó 2001.
Nú eru þeir allir hjá Guði.
Ásgeir var frændi minn en við
höfðum ekki mikið samband, lík-
lega vegna aldursmunar, þangað til
2001. En þá var ég í 10. bekk í
grunnskóla, og fór að venja komur
mínar til hans. Ásgeir var frábær
vinur og frændi og vildi allt gott
fyrir alla. Svo kom í ljós að við höfð-
um svipuð áhugamál og gátum því
spjallað saman heilu tímana.
Ég var í boxi á þeim tíma en
Birkir hafði verið í boxi líka, svo við
töluðum mikið um hann. Ásgeir var
líka með áhuga á boxi en þó meiri á
lyftingum sem hann stundaði með
hléum en þá íþróttagrein stunda ég
núna. Ásgeir átti það til að fá dell-
ur... eins og með lyftingarnar, byss-
urnar, ferðalögin, mótorhjólið og
minjagripasöfnunina.
Ásgeir var mjög sterkur maður.
Og hans sérgrein var bekkpressan.
en vegna þess að hann var fatlaður
á hendinni frá sprengjuslysi frá því
hann var 13-14 ára, þar sem hann
missti þrjá putta, keppti hann bara
sem gestur á þeim mótum sem
hann fór á.
Frá Ásgeiri gengum við alloft
niður í miðbæ en þangað var stutt
að labba.
Við fórum alltaf til að skoða í
búðina hjá Magna, í Skífuna eða
Mál og menningu þar sem við lás-
um bækur um heimstyrjöldina.
Svo var það tónlistin sem samein-
aði okkur, við spiluðum oft tónlist-
ina í botni hjá honum í græjunum
hans sem voru mjög kraftmiklar.
Einnig sömdu við lög saman og yf-
irleitt spilaði ég á gítarinn meðan
hann söng og eru til upptökur af
okkur bæði á video og kasettum
sem eru verðmætustu minningarn-
ar mínar um hann og þá góðu tíma
sem við áttum saman. Það var hleg-
ið mikið og sagðar sögur um liðna
tíma.
Til þín Ásgeir: ég þakka þér fyrir
allar stundir sem við áttum saman
og Guð geymi þig, „þú átt öll mín
tár“.
Til Ásgeirs og Stefaníu:
Á svona stundu er erfitt að
ímynda sér líðan ykkar og finna
huggunarorð. Ég bið Guð að blessa
ykkur.
Þið eruð í öllum mínum bænum.
Davíð frændi.
Elsku Ásgeir minn, það er erfitt
að þurfa að horfa á eftir þér og ég
er ekki enn búinn að sætta mig við
að þú sért farinn. En ég ætla að
virða þína ákvörðun þó að það sé
erfitt og geyma minningarnar um
góðan dreng í hjarta mínu. Því mið-
ur var lífið þitt enginn dans á rósum
og þú þurftir að berjast við erfiðan
sjúkdóm. En það var sama í hvaða
ástandi þú varst, þú varst alltaf
þessi frábæri strákur með fallega
persónuleikann og fyndna hlátur-
inn. Það var þessi hlátur þinn sem
gat komið mér í gott skap hvenær
sem var og ég sakna þess að fá ekki
að heyra hann aftur. Ég sakna þess
líka að fá ekki taka aftur þátt í
skemmtilegum samræðum við þig
um lífið og tilveruna.
Þú varst frábær vinur og ég
sakna þín sárt. Hvíl í friði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Fjölskyldu Ásgeirs sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hugur minn er hjá ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Ásrún Eva.
Elsku Ásgeir.
Við viljum þakka þér fyrir góð
kynni. Okkur þótti öllum vænt um
þig og söknum jafnt ljúfu og erfiðu
stundanna með þér. Þú kenndir
okkur svo margt.
Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Óskar Ingim.)
Við sendum foreldrum Ásgeirs
innilegar samúðarkveðjur.
Starfsfólk og skjólstæðingar
iðjuþjálfunar við Hringbraut.
Elsku Ásgeir
Þú reyndist mér traustur vinur.
Til þín gat ég leitað þegar líf mitt
var sem erfiðast. Ég fékk að kynn-
ast yndislegri hlið á þér og hæfi-
leika þínum til að hugga og sefa
sársauka, sem erfitt er að takast á
við. Baráttu þinni fyrir betra lífi er
lokið. Veikindin sigruðu og hvíldina
hefur þú fengið. Nú dvelur þú í
faðmi englanna, þar sem þú ert um-
vafinn kærleika og þar sem enginn
sársauki er til. Oft ræddum við um
Guð og til hans hefur þú leitað. Nú
færðu þá hjálp og huggun sem þú
þarfnast, kæri vinur.
Ég votta foreldrum Ásgeirs mína
dýpstu samúð, megi Guð styrkja
ykkur og styðja í gegnum þessa
miklu sorg.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði, elsku Ásgeir,
þín vinkona
Svala.
Allt varð dimmt og allt varð
hljótt það augnablik sem mér bár-
ust þær fréttir að þú værir farinn
yfir móðuna miklu, elsku frændi
minn, Ásgeir Þór.
Það er svo óraunverulegt og
hræðilegt að hugsa til þess að þú
svona ungur ert dáinn.
Ég bið Guð um að leiða þig undir
verndarvængjum sínum inn í ljósið
til eilífðar friðar með stóra bróður
þínum Hjalta Hauk og tvíburabróð-
ur þínum Birkir Þór sem var kippt
svo snögglega út úr þessum heimi
með svo stuttu millibili fyrir fáum
árum síðan. Nú eru þið farnir allir
þrír og eftir liggur stór sorgargjá í
fjölskyldu okkar.
Ég sakna ykkar mikið og þeirra
góðu stunda sem við áttum saman
þar sem við töluðum um allt mögu-
legt milli himins og jarðar.
Allir höfðuð þið gaman af mynd-
list og það voru ófá listaverkin sem
þið gerðuð. Það voru engar óper-
sónulegar uppstilltar kyrralífs-
myndir heldur listaverk sem voru
uppfull af mögnuðum pælingum um
lífið og tilveruna: Hvað er til og
hvað er ekki til? Hvað er rétt? hvað
er rangt? Hvað er frelsi? Hvað er
ekki frelsi? Og við vorum sammála
um að það væri betra að kunna lítið
af ritningunni og fara eftir henni en
að kunna alla ritninguna og fara
ekki eftir helmingnum sem þar
stendur.
Þegar við vorum krakkar man ég
hvað það var spennandi þegar þið
komuð í heimsókn með mömmu
ykkar og pabba, þið voruð svo mikil
krútt. Tvíburarnir svo líkir að það
tók oft smá tíma að þekkja ykkur í
sundur. Seinna gerðuð þið okkur
hinum auðveldara með að þekkja
ykkur í sundur þegar þið voruð með
sitthvora klippinguna. Stundum
voruð þið með sítt hár, langt niður á
bak, með ykkar stóru bláu augu og
fallega bros sem heillaði marga upp
úr skónum.
Eftir að þið uxuð úr grasi urðuð
þið bara sætari og sætari og hugs-
uðu vel um útlitið og höfðu gaman
af allskonar sporti sem þið æfðuð
og náðuð góðum árangri.
Þið voruð miklir dýravinir eins
og foreldrar ykkar og áttuð margar
góðar stundir með þeim.
Það er aðdáunarvert hvað þið
bræðurnir þrír og foreldrar ykkar
voruð miklir vinir og veittuð hvert
öðru mikla hjálp og stuðning á erf-
iðum stundum. Það var ekki alltaf
dans á rósum hjá ykkur og þurftuð
þið að draga þungan bagga snemma
á ykkar ævi vegna hræðilegra slysa
og veikinda sem herjuðu á ykkur.
Ég loka augunum og sé ykkur í
huga mér og hjarta: brosandi, glað-
ir, skemmtilegir, fallegir strákar,
litlu frændur mínir, og mun ég
varðveita þá minningu.
Elsku Stefanía og Ásgeir, Guð
veiti ykkur styrk, að eilífu, amen.
Samúðarkveðja
Brynja Grétarsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN ÞORVARÐARDÓTTIR,
áður til heimilis á Kleppsvegi 120,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
15. janúar.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
26. janúar kl. 13.00.
Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir,
Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Ulrich Schmidhauser,
Áslaug Jónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI HALLDÓRSSON
skólastjóri,
Skúmsstöðum,
Vestur-Landeyjum,
verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 21. janúar kl. 14.00.
Guðríður B. Ársælsdóttir,
Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Ófeigur Grétarsson,
Ólafía Ásbjörnsdóttir, Hafsteinn Sigurjörnsson,
Grétar, Guðríður Bjartey, Ragnheiður Lilja
og Heiða Sigríður.