Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 2006næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 20.01.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 49 MINNINGAR ✝ Jóhannes Krist-inn Árnason fæddist á Hyrnings- stöðum í Reykhóla- sveit 21. apríl 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 11. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Árni Híerónýmus- son, f. 1880, d. 1976 og Jónína Guðrún Arinbjörnsdóttir, f. 1888, d. 1979. Systk- ini Jóhannesar eru Guðrún Þórunn Árnadóttir, f. 1923, Baldvin Árnason, f. 1924, Margrét Auður Árnadóttir, f. 1929, hálfbræður samfeðra Auð- unn Guðmundur Árnason, f. 1901, d. 1991 og sammæðra Þorvarður Jónsson, f. 1917, d. 2005 og Guð- mundur Arinbjörn Jónsson, f. 1918, d. 1984. Jóhannes kvæntist 11.4. 1959 Guðrúnu Einarsdóttur frá Mold- núpi undir Eyjafjöllum, f. 1935. Börn þeirra eru 1) Árný Jóna Jó- hannesdóttir, f. 1959, gift Kjart- ani Kristóferssyni. Börn Jóhann Gunnar Guðmundsson, f. 1978, sem var að mestu leyti alinn upp af Jóhannesi og Guðrúnu og Sig- ríður Anna Kjartansdóttir, f. 1994. 2) Sveinn Borgar Jóhannes- son, f. 1961, kvæntur Guðbjörgu J. Tómasdóttur. Synir Sveinn Aron Sveinsson, f. 1987 og Sölvi Borgar Sveinsson, f. 1992. Fyrir átti Guð- rún dótturina Eyju Þóru Einarsdóttur, f. 1955, sem Jóhann- es gekk í föðurstað, gift Jóhanni G. Frí- mannssyni. Synir Einar Þór Jóhanns- son, f. 1986, og Jó- hann Þórir Jóhanns- son, f. 1989. Fyrir átti Jóhann börnin Andra Má Jóhanns- son, f. 1975 og Guð- rúnu Mörtu Jó- hannsdóttur, f. 1980. Jóhannes ólst upp á Hyrnings- stöðum til 14 ára aldurs en fór þá í vinnumennsku á bæjum í sveitinni á vetrum, en vegavinnu á sumrin. Vann hann m.a. að lagningu vegar yfir Þorskafjarðarheiði. 1944- 1946 stundaði hann nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni og vann auk þess með skólanum ýmis störf s.s. vegalagningar hjá Ólafi Ket- ilssyni. 1950 lærði hann á skurð- gröfu og vann síðan við það í 20 ár. Fyrst hjá Vélasjóði Ríkisins en stofnaði síðan ásamt fleirum Landþurrkun sf. Jóhannes og Guðrún hófu búskap í Kópavogi 1959 en fluttust á Moldnúp undir Eyjafjöllum 1965 og tóku þar við búskap 1970. Þau hjónin fluttu á Hvolsvöll 1993 og síðan á Selfoss 2005. Útför Jóhannesar verður gerð frá Ásólfsskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mér finnst stundum sem hann faðir minn hafi upplifað alla Ís- landssöguna þó hann hafi ekki náð nema tæpum 80 árum. Fæddur í torfbæ í Reykhólasveitinni þar sem gilti að sjá um sig sjálfur og lifa af því sem landið gaf. Að upplifa það að fara úr sauðskinnskónum yfir í gúmískó, komast úr myrkrinu í raf- ljósin, úr þögninni yfir í útvarpið. Vera orðinn stálpaður þegar fyrsti bíllinn kemur akandi og vera síðan allt lífið að upplifa nýjungar. Það er ekki auðvelt fyrir nútíma Íslending að setja sig í þau spor sem börn og unglingar ólust upp við fyrir stríð. Faðir minn þurfti í raun að vera sjálfbjarga frá 14 ára aldri. Draum- urinn um menntun var sterkur og mikið á sig lagt til að geta stundað nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni í 2 vetur. Hann var mjög hag- ur í höndum og líklega hefði hann valið sér smíðar eða annað hand- verk ef aðstæður hefðu leyft. Örlög- in höguðu því þó þannig að lengst af varð búskapurinn helsta ævistarfið. Kaflaskil verða árið 1993 þegar foreldrar mínir bregða búi og flytj- ast á Hvolsvöll. Þá gafst föður mín- um tími til að vinna að hugðarefn- um sínum. Til dæmis keypti hann sér rennibekk og fór að dunda sér við smíðar í bílskúrnum. Vestur á Hyrningsstöðum kom hann upp ágætis aðstöðu til sumardvalar og þar hefði hann helst viljað vera frá vori fram á haust. Faðir minn var snillingur í að sjá það spaugilega í tilverunni og koma því í hnitmiðaða setningu. Söng- og sagnamaður var hann góður, hafði sterka og góða framsögn jafnframt því að vera fæddur leikari. Túlkun hans á hreppstjóranum á þorrablótunum á Heimalandi er ógleymanleg öllum sem sáu og heyrðu. Ég læt þessar ljóðlínur vera mína hinstu kveðju til föður míns með þakklæti fyrir allt sem hann hefur verið mér og minni fjölskyldu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Árný J. Jóhannesdóttir. Sárt er mér í minni. Sakna ég þín vinur. Minnist þeirra mörgu mætu gleðistunda sem við áttum saman. Sólu fegur skína allar þær og eiga innsta stað í hjarta. (J.G.S.) Það er mér svo sárt að kveðja hann afa minn. Hann var mér svo mikið meira en afi, heldur var hann lika einn minn besti vinur upp alla mína barnæsku og síðast en ekki síst má segja að hann hafi gengið mér í föðurstað. Allar þær yndis- legu stundir sem ég átti með afa og ömmu verða mér að eilífu ómetan- legar. Afi var fæddur á Vestfjöðum, nánar til tekið að Hyrningsstöðum í Barðastrandasýslu. Sá staður var honum alltaf kær og alltaf sérstök upplifun að koma „í afasveit“ Fyrir um 7 árum girtu hann og amma af lítinn skika í landi Hyrningsstaða og reistu þar lítinn og snotran bú- stað. Þar áttu þau margar yndisleg- ar stundir saman í kyrrðinni fyrir vestan. Afa verður sárt saknað hjá öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum á lífsleið- inni. Mestur er þó missirinn hjá henni elsku ömmu minni. Styrkur- inn sem hún amma sýndi í erfiðum veikindum eiginmanns síns er vandfundinn og einstakur. Guð geymi minningu um yndis- legan afa um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku afi minn. Jóhann Gunnar. „Það er komið rismál.“ Með þess- um orðum var Jóhannes Árnason, eða Jói eins og hann var ávallt kall- aður, vanur að vekja mig á morgn- ana þau fjölmörgu sumur sem ég dvaldi á Moldnúpi í bernsku. Það var um 10 ára aldur er ég borgarbarnið var sendur nauðugur viljugur í sveit. Skjálfandi á bein- unum og lafhræddur um að fólk í sveit ætti meira skylt við tröll en menn. En sú dökka mynd sem ég hafði dregið upp af ábúendum breyttist fljótt eftir að ég leit bónd- ann fyrst augum. Þegar þessi lágvaxni brosmildi maður heilsaði og tók á móti mér var ekki annað hægt en að heillast. Hann gerði mér strax ljóst að hér væri ég velkominn og meðan ég dveldi hjá þeim hjónum kæmu þau fram við mig sem þeirra eigið barn. Til þessa þurfti engin orð því hlýjan og væntumþykjan endurspeglaðist svo vel í andliti þessa glaðlynda manns. Jói var sífellt að kenna og miðla af reynslu sinni og þolinmæði hans gagnvart glappaskotum mín- um var yfir allt hafin. Hann tók á málum með slíku jafnaðargeði að leitun var að öðru eins. Ég leit alltaf upp til Jóa og hafði gaman af því að segja félögum mín- um úr Reykjavík sögur af honum. T.d. voru að mínu viti ekki mörg „háöldruð“ gamalmenni sem gátu sveiflað sér í hringjum eins og af- reksmenn í fimleikum, hlaupið upp og niður erfið gil eins og ekkert væri og gengið á höndum út um all- ar trissur. Andaktugur horfði ég upp á Jóa framkvæma slíka hluti án þess að stæra sig nokkurn tíma af þeim, það var ekki í hans karakter. „Það líkar öllum vel við Jóa,“ sagði ég einhvern tíma og átti það bæði við menn og dýr. Þegar ég lít til baka rifjast það upp fyrir mér hvað það gat verið erfitt að mjólka Jóa megin í fjósinu, því kýrnar sem vart hreyfðu sig þegar Jói mjólkaði létu öllum illum látum þegar ég var á mjaltavélunum, það var auðséð hverjum þær treystu. Þá fannst mér betra að vera „på den anden side“ eins og Jói sagði svo oft. Eins er fræg orðin sagan af því þegar brjálaða kýrin bar upp í túni að Jóa fjarstöddum og vinnumennirnir ætluðu að ganga í málið. Fullir sjálfstrausts vígbjuggust þeir með dráttarvél og kerru og af stað upp í tún. Var engum blöðum um það að fletta að kýrin sturlaðist og eftir margar ítrekaðar tilraunir komu fé- lagarnir til baka með tóma kerru. Þegar Jói kom heim og hafði hlust- að á útskýringar drengjanna sótti hann hjólbörur, gekk upp í tún lagði nýborinn kálfinn í börurnar, lagði af stað heim og kýrin rölti sátt á eftir. Það líkaði öllum vel við Jóa! Jói var þúsundþjalasmiður. Eins og Jón heitinn á Miðskála sagði eitt sinn „hann er ótrúlegur hann Jói, hann getur allt“. Þetta var ekki fjarri lagi því það virtist vera alveg sama hvert viðfangsefnið var, hvort sem var að laga bíla eða smíða hús, ekkert virtist vera Jóa ofviða. Ég man að eitt sinn þegar við vorum að taka til í geymslunni, sem var upp- full af góssi, sagði ég við Jóa „ég er viss um að þú gætir smíðað geim- flaug úr öllu þessu drasli hérna“. Jói hafði í raun yndi af því að smíða og vandaði alltaf vel til verksins og skipti þá engu hvort um var að ræða nýja hlöðu eða leikkofa fyrir krakkana. Það eru ótal minningar sem fylla hugann á þessari stundu, minning- ar um yndislegar stundir á Mold- núpi hjá þeim Jóa og Gunnu, tíma sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Ég veit að samverustundir okkar Jóa hefðu mátt vera fleiri í seinni tíð en ég er ákaflega þakk- látur fyrir að hafa heimsótt þau hjón að heimili þeirra á Selfossi í desember síðastliðnum. Þar rædd- um við gamalt og nýtt og um tíma gekk ég í barndóm því allt varð ein- hvern veginn eins og áður. En nú verða rismálin ekki fleiri hjá Jóa, en þegar við hin vöknum, skulum við minnast Jóa, hans já- kvæðni og æðruleysis og það sem hann hefur gefið okkur er gott veganesti í amstri sérhvers dags. Elsku Gunna og ættingjar, inni- legustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni á þessum erfiðu stundum. Andri. JÓHANNES KRISTINN ÁRNASON ✝ Bjarni Pálssonfæddist í Reykjavík 27. júlí 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Stein- grímsson, f. á Kvíár- völlum í Miðnes- hreppi í Gull. 26. september 1878, d. 24. febrúar 1942, og Ólöf Ingibjörg Jóns- dóttir, f. á Rauðhálsi í Mýrdal 1886, d. 24. júní 1964. Systkini Bjarna eru: 1) Þórunn, f. 1907, d. 1993. 2) Steingrímur Kári, f. 1908, d. 1931. 3) Ingibjörg Lilja, f. 1911, d. 1934. 4) Sigur- björn Ólafur, f. 1917, d. 1923. 5) Kjartan, f. 1918. 6) Elín Kristín, f. 1920, d. 1992. Bjarni kvæntist Þórunni Valdimarsdóttur, f. 1914, d. 1995. Dóttir þeirra er Kristín Bjarnadóttir, f. 9. janúar 1950. Eigin- maður hennar er Sigurður Stefáns- son og eru synir þeirra Stefán Bjarni og Sveinn. Seinni kona Bjarna var Bergljót Einarsdóttir, f. 1911, d. 1995. Bjarni og Bergljót bjuggu lengstum í Möðrufelli í Reykjavík, en síðustu árin voru þau búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Bjarna fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Fallinn er nú frá gamall frændi minn, Bjarni Pálsson. Þegar ég loka augunum og hugsa til baka þá koma fram margar minningar ljúf- ar og fallegar. Í óskalagaþáttunum í gamla daga voru spiluð sjó- mannalög eins og „Hann var sjó- maður dáðadrengur“. Þetta lag kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til þín, Bjarni minn, vegna þess að lengstum varstu sjómaður og alla tíð varstu dáðadrengur. Ég var lítill, mjög lítill peyi, þeg- ar þú ákvaðst að leigja herbergi hjá foreldrum mínum. Það var okkur mikil gleði og gæfa að fá þig í sambýli með fjölskyldu minni. Alltaf var gaman þegar þú komst í land og lífið breyttist á skammri stund, það varð bara veisla um leið, gleðin og ánægjan fylltu heimili okkar og oft var sleginn tappi úr flösku hjá ykkur fullorðna fólkinu, sungið, hlustað á plötur, sagðar sögur og þið fullorðna fólk- ið skelltuð ykkur á dansleik hvort sem það var í Þórskaffi eða á Röðli. Þú varst alltaf svo örlátur, Bjarni minn, og allir nutu góðs af. Svo varstu farinn aftur út á sjó og oft fannst mér langt í næsta endurfund, en á meðan sagði ég fé- lögum mínum frá þér, hversu klár kall þú værir og duglegur og fisk- inn. Ég var svo montinn af þér og stoltur, það hélt alla tíð. Eins og áður sagði varstu lengst af á sjó þinn starfsferil. Ég kann ekki að greina frá því á hvaða skip- um þú varst og með hverjum, það verða aðrir að gera. En fyrir ein- hverjum árum hitti ég gamlan karl sem hafði verið með þér á sjó og hann sagði mér að þú hefðir verið hörkuduglegur og eldklár sjómað- ur, ekki í síst á dekkinu, netavinna var þér leikur einn og ég veit að þú varst ákveðinn. Vei þeim manni sem ekki nennti að vinna við hlið þér, þú samþykktir enga farþega á dekkið með þér. Og það er skemmst frá því að segja að þú sigldir mjög stíft enda orð og hugsun á bakvið eitthvað sem heit- ir frítúrar og annað slíkt ekki kom- ið í orðabækur. Frá því ég man eftir mér þá tengdumst við traustum böndum í því að vera KR-ingar. Það kom ekkert annað til greina hjá þér og auðvitað fylgdi ég þér að málum, ekki síst fyrir það að þú gafst mér KR-búninginn þegar ég var um tíu ára aldur. Okkar menn voru Þórólfur, Ell- ert, Felixbræður og allar hinar stjörnurnar í KR. En það var ekki tekið út með sældinni fyrir okkur að vera KR-ingar því það tók 33 ár að verða meistarar aftur en aldrei misstum við móðinn þrátt fyrir mótlætið. Þú sagðir mér einu sinni sögu frá því er þú varst að spila fótbolta vestur á Grímsstaðaholtinu og varst í marki. Þú hélst hreinu vegna þess að þú varst að passa mömmu og varst með hana í vagn- inum inni í markinu og enginn and- stæðinganna þorði að skjóta á markið. Oft var hlegið dátt að þessari minningu. Ég var kominn á unglingsár þegar þú ákvaðst að kaupa þér íbúð í Möðrufellinu í Breiðholtinu sem þá var að byggjast. Þú fékkst úthlutað frá Verkamannabústöðum lítilli tveggja herbergja íbúð fyrir tilstuðlan góðra manna og held ég að Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, hafi reynst þér betri en enginn, eftir því sem þú sagðir sjálfur frá, í því að kom- ast í þitt eigið húsnæði. En sam- gangur okkar hélt áfram því ég hafði flutt í Rjúpufellið og það voru bara tíu skref yfir til þín, Bjarni minn. Þar áttum við góðar stundir við skák og ýmis spil. Þú endaðir sjómannsferil þinn hjá Sambandinu á Jökulfellinu. Ég held að strandsiglingar með olíu hafi þér ekki fundist mikil sjó- mennska. Eftir að í land kom þá starfaðir þú hjá þeim sómamönnum í Ög- urvík, Gísla Jóni og Pétri heitnum, og segir minn hugur mér að hvergi hafir þú verið ánægðari en hjá þeim heiðursmönnum. Hugur þinn í seinni tíð var ávallt tengdur sjómennsku og oft fórstu niður á Granda með vini þínum honum Dóra P. og þið spjölluðuð við karlana meðan heilsan var enn góð. Þér varð tíðrætt um ósanngirni kvótakerfisins og fannst þér sem of fáir hefðu náð að sölsa undir sig auðlind þjóðarinnar. Einnig var þér umhugað um kjör sjómanna og lést oft heyra í þér á þeim vett- vangi á árum áður. Þú kynntist líka ástinni, Bjarni minn, á besta aldri þegar hún Bergljót Einarsdóttir (Begga) kom inn í líf þitt og var þér til mikillar gleði og gæfu. Þið giftuð ykkur og hófuð búskap í Möðrufellinu og síðan fluttuð þið í þjónustuíbúð við Hrafnistu. Begga dó 1995 og eftir það varst þú búsettur á Hrafnistu. Ég heim- sótti þig oft þegar þú bjóst í einstaklingsíbúðunum á Hrafnistu og það var farið að hausta í lífi þínu, astminn farinn að þjaka þig og þú áttir oft erfitt, en það sem ég man best eftir var það hve ótrú- lega vel þú barst þig og hve um- hugað þér var um hann nafna þinn, hann Bjarna. Fyrir það er ég þakklátur. Ég verð að gera smá játningu við þig, Bjarni minn, undir það síð- asta var ég ekki nógu duglegur að heimsækja þig og það var vegna þess að ég fann að þú varst ósáttur við að vera kominn á efri Hrafnistu eins og ég kalla þetta stóra bákn og varst orðinn mjög framlágur og ósáttur við að geta ekki bara feng- ið að fara. En ég efast ekki um að þú hafir fengið góða umönnun. Ég fylgdist með þér, Bjarni minn, í gegnum hana mömmu sem hugsaði mikið um þig og var þér stoð og stytta undir það síðasta. Og nú er komið að leiðarlokum og ég veit að þú ert hvíldinni feg- inn, elsku Bjarni minn. Sigldu seglum þöndum á ný mið, gamli sjómaður og dáðadrengur. Páll Höskuldsson. BJARNI PÁLSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 19. tölublað (20.01.2006)
https://timarit.is/issue/284074

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

19. tölublað (20.01.2006)

Gongd: