Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 69

Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 69 MICHAEL HANEKE DANIEL AUTEUIL JULIETTE BINOCHE A FILM BY BESTI LEIKSTJÓRI EVRÓPU 2005 · BESTI LEIKARI EVRÓPU 2005 · BESTA KLIPPING EVRÓPU 2005 · GAGNRÝNENDA VERÐLAUN EVRÓPU 2005 ★★★★ „MARGBROTIN OG SPENNANDI MYND SEM KEMUR STÖÐUGT Á ÓVART OG HITTIR BEINT Í MARK!“ - Roger Ebert, Chicago Sun-Times „STÓRKOSTLEGA ÓNOTALEGT MEISTARAVERK!“ - David Ansen, Newsweek „KEMUR MANNI VIRKILEGA SKEMMTILEGA ÚR JAFNVÆGI!“ - Lisa Schwarzbaum, Entertainment Weekly „FLÉTTAN KEMUR EKKI Í LJÓS FYRR EN Í SÍÐASTA ATRIÐINU, EF MAÐUR HELDUR YFIRSPENNTUM AUGUNUM VEL OPNUM. STÓRKOSTLEG KVIKMYND!“ - Richard Corliss, Time CANNES 2005: BESTI LEIKSTJÓRI CANNES 2005: SÉRSTÖK VERÐLAUN DÓMNEFNDAR CANNES 2005: VERÐLAUN GAGNRÝNENDA BESTA MYND EVRÓPU 2005 Besta mynd Evrópu árið 2005 frumsýnd í kvöld kl. 22:30 á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. Aðeins er um þrjár sýningar að ræða í heildina. Ekki missa af þessu meistaraverki sem kom sá og sigraði bæði á Cannes kvikmyndahátíðinnni og Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.* www.graenaljosid.is Skráðu þíg á póstlistann og þú gætir farið frítt á allar myndir Græna ljóssins! * Myndin er sýnd með enskum texta. FRUMSÝND Í KVÖLD! Leikkonan Reese Witherspoonvar ekki ánægð þegar hún frétti af því að Chanel-kjólinn sem hún var í á Golden Globe-verðlaunahátíðinni hefði skotið upp kollinum á Kirsten Dunst í veislu í til- efni af sömu hátíð þremur ár- um fyrr. Kynn- ingarstjóri With- erspoon, Nanci Ryder, hef- ur sitt að segja um málið: „Það var svekkj- andi að kjólinn hefði verði notaður áð- ur en Reese var mjög falleg í honum. Aðalmálið er að Reese hreppti verðlaunin fyrir leik sinn í Walk the Line.“ Ryder er sögð vera reið vegna þessa og er haft eftir henni á ýmsum netmiðlum að enginn skjólstæðinga hennar muni nokkru sinni klæðast Chanel eftir þetta. Hún er fulltrúi m.a. Jennifer Lopez og Renée Zellweger. Witherspoon hefur hingað til verið mikill aðdáandi Chanel og nefndi hún hund sinn eftir Coco Chanel. „Árgangskjóll (vintage) þýðir að kjólinn er ekki úr nýjustu línunni. Kirstn Dunst notaði ekki kjólinn á rauða dreglinum á Golden Globe heldur í eina veisluna. Af okkar hálfu var þetta ekki vandamál.“ Fólk folk@mbl.is Hvað segirðu gott? Ég segi allt hið besta, orðinn spennt- ur fyrir úrslitakvöldinu sem við í Breakbeat.is erum að halda í dag. Ætlum að gera upp árið 2005 og koma árinu 2006 vel af stað með heljarinnar dansiballi. Ertu búinn að sjá Túskild- ingsóperuna? (Spurt af síðustu að- alskonu, Höllu Vilhjálmsdóttur.) Ég sá uppfærslu af henni hjá Nem- endaleikhúsinu fyrir nokkrum árum, en hef ekki séð þá sem nú er á fjöl- unum. Kanntu þjóðsönginn? Já, get tekið undir með öðrum í það minnsta. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Til London, fyrir rétt rúmu ári. London er mekka drum & bass- aðdáenda, maður reynir að fara í pílagrímsferð öðru hverju. Kaupa plötur og fara á klúbba. Uppáhaldsmaturinn? Lambahryggurinn hennar mömmu. Bragðbesti skyndibitinn? Thai Style á Smiðjuvegi. Besti barinn? Kaffibarinn, annars vantar Reykja- víkurborg almennilegan nætur- klúbb. Hvaða bók lastu síðast? Beneath the Underdog, sjálfs- ævisögu Charlies Mingus. Skemmti- leg bók þótt það sé stundum erfitt að sjá hvað er satt og hvað skáld- skapur, skrautleg ævi hjá kauða. Hvaða leikrit sástu síðast? Gestinn í Borgarleikhúsinu, ef ég man rétt, fyrir þónokkrum árum samt. En kvikmynd? Jarhead, ágætis mynd, aðeins öðru- vísi stríðsmynd. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Undanfarna mánuði hefur Second Sun með Calibre verið í mikilli spil- un. Bumbur og bassar og brotnir taktar (drum & bass) fyrir dans- gólfið sem og stofuna heima. Plata ársins 2005! Uppáhaldsútvarpsstöðin? Xið 97,7, sérstaklega þátturinn Breakbeat.is á miðvikudagskvöldum 23–01! Besti sjónvarpsþátturinn? Extras eru magnaðir, þótt þeir nái ekki alveg sama stalli og Office gerði. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Nei, finnst þetta flestallt frekar lág- kúrulegt og leiðinlegt. G-strengur eða venjulegar nær- buxur? Fer eftir veðri … Helstu kostir þínir? Ég er traustur og duglegur, sam- kvæmur sjálfum mér. En gallar? Ég er oft óþolinmóður og get líka verið húðlatur. Besta líkamsræktin? Tröppurnar á Aðalbyggingu Há- skóla Íslands eru hressandi á morgnana. Hvaða ilmvatn notarðu? Rakspíra frá Issey Miyake, svona til hátíðabrigða í það minnsta. Ertu með bloggsíðu? Nei og þyki ég samt netverji mikill. Pantar þú þér vörur á netinu? Já geri töluvert af því. Plötur, bæk- ur, föt, tæki og tól. Tollurinn er samt ekki mikill vinur manns í þeim efn- um. Flugvöllinn burt? Já það hlýtur að vera hægt að gera miklu skynsamlegri hluti með allt þetta land þótt þetta sé mýri. Að hverju viltu spyrja næsta að- alsmann? Hefurðu haldið nýársheitin þín? Íslenskur aðall | Karl Tryggvason Ýmist duglegur eða húðlatur Aðalsmaður vikunnar er einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins og vefjarins Breakbeat.is sem heldur árslistakvöld sitt á NASA í kvöld. Sér- stakur gestur verður El Hornet úr hljómsveit- inni Pendulum. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Tröppurnar á Aðalbyggingu Háskóla Íslands eru hressandi á morgnana.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.