Morgunblaðið - 20.01.2006, Page 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
Jóhanna
Thorsteinson
– þinn liðsmaður
2. sætiðwww.johanna.is
Framboð til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
21.janúar 2006
„ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að þetta er rot-
högg, eða nánast dauðadómur,“ sagði Sigfús
Vilhjálmsson, hreppstjóri og oddviti á Brekku
í Mjóafirði, þegar hann var spurður um hvað
endalok laxeldis í firðinum þýddu fyrir byggð-
arlagið. Sæsilfur hefur sagt upp fjórum af ell-
efu starfsmönnum sínum þar sem hætta á
laxaframleiðslu fyrirtækisins árið 2008.
„Því miður eru ekki þeir atvinnumöguleikar
hér að við getum veitt öllu þessu fólki vinnu.
Því miður eru stjórnvöld ekki að gera eitthvað
fyrir þessar strjálu byggðir. Það er ekki gert
nógu mikið, alla vega. Mér finnst það allt of lít-
ið, eins og með raforkuverðið. Hvað á þetta að
þýða?“
Í Mjóafirði búa nú innan við 40 manns. Mjó-
firðingar samþykktu nýverið að sameinast í
nýtt sveitarfélag, ásamt Fjarðabyggð, Fá-
skrúðsfjarðarhreppi og Austurbyggð. | 6
„Þetta er
rothögg“
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur til rann-
sóknar meint fjármálamisferli á tæknifrjóvgun-
ardeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss
(LSH). Einn starfsmaður er talinn hafa verið
viðriðinn málið og var honum vikið úr starfi þeg-
ar grunur kom upp um misferlið við innra eft-
irlit árið 2004.
Talið er að misferlið hafi átt sér stað frá árinu
2002 til 2004.
þeirra til að afhenda ríkislögreglustjóra upplýs-
ingar um greiðslur sem þeir hafa innt af hendi
til deildarinnar. Að sögn Jóhannesar hafa við-
brögð við þessum óskum almennt verið góð.
„Við viljum þó gefa fólki tíma til að gera það upp
við sig hvort það vill og er tilbúið til taka þátt í
rannsókn málsins,“ segir Jóhannes. „Það er
ekki verið að spyrja að neinu varðandi meðferð,
eingöngu varðandi hvernig fjármunum var ráð-
stafað í málinu og hvernig fólkið greiddi fyrir
þjónustuna. Rannsóknin beinist að því hvernig
tekið var á móti greiðslum fyrir meðferð.“
Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, yfirlög-
fræðings LSH, var þegar óskað eftir rannsókn
Ríkisendurskoðunar. „Í framhaldi af rannsókn
Ríkisendurskoðunar var ákveðið að senda málið
til Ríkislögreglustjóra og var það kært þangað,“
segir Jóhannes sem kveður mögulegt að fjár-
hæðin sem um ræðir geti skipt milljónum. Hann
segir að þjónustan og aðgangur að henni hafi
ekki skerst á því tímabili sem um ræðir.
Framkvæmdastjóri lækninga á LSH hefur
skrifað rúmlega 100 fyrrverandi skjólstæðing-
um tæknifrjóvgunardeildar og beðið um leyfi
Grunur um fjárdrátt á
tæknifrjóvgunardeild LSH
Eftir Svavar Knút Kristinsson
Svavar@mbl.is
STÚLKA, rétt innan við tvítugt,
fórst í umferðarslysi sem varð á
Hnífsdalsvegi, milli Ísafjarðar-
kaupstaðar og Hnífsdals, síðdegis
í gær. Að sögn lögreglunnar á
Ísafirði var mikil hálka á veg-
inum. Bíll stúlkunnar mun hafa
runnið út af veginum og hafnað á
varð sumum þeirra mjög kalt.
Þar eð ekki var vitað í fyrstu
hvort fleiri hefðu verið í bílnum
leituðu björgunarsveitarmenn
með strandlengjunni við slysstað-
inn.
Lögreglan á Ísafirði rannsakar
tildrög slyssins.
mjög erfiðar aðstæður. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins var þung alda á slysstaðnum,
sjórinn mjög kaldur og lofthiti
um frostmark. Björgunarmenn-
irnir þurftu margir að standa í
sjónum í 20–25 mínútur meðan
þeir sinntu björgunarstörfum og
hvolfi í sjónum. Stúlkan var ein í
bílnum.
Neyðarlínan fékk tilkynningu
um slysið klukkan 16.19 í gær, að
því er fram kom á mbl.is.
Slökkvilið, lögregla og björgunar-
sveitir komu á vettvang og hófu
þegar björgunaraðgerðir við
Morgunblaðið/Halldór SveinbjörnssonBjörgunarmenn unnu við erfiðar aðstæður í ísköldum sjónum.
Banaslys á Hnífsdalsvegi
JARÐSKJÁLFTAHRINA varð á
Tjörnesgrunni í gær. Stærsti
skjálftinn var 3,9 stig og mældist
kl. 15.43. Upptök hans voru um 25
km norðan við Tjörnes. Þá höfðu
orðið tveir skjálftar 3,5 að stærð.
Laust eftir kl. 22 í gærkvöldi
höfðu orðið 63 skjálftar frá mið-
nætti, samkvæmt Skjálftavefsjá
Veðurstofu Íslands. Upptök jarð-
skjálftanna eru á svonefndu
Grímseyjarbelti í Tjörnesbrotabelt-
inu.
Að sögn Gunnars B. Guðmunds-
sonar jarðskjálftafræðings höfðu
engir gefið sig fram sem urðu
stóra skjálftans varir, þegar rætt
var við Gunnar í gær. Ekki var
hægt að greina gosóróa í þessum
jarðhræringum, sem gæfi til kynna
að um eldsumbrot væri að ræða.
Skjálfta-
hrina út af
Tjörnesi
*
2$ )# + 3&%
2+
-/. 4) #)
1/ #)
5 %
MEIRIHLUTI efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis leggur til að
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
Kjaradóm og kjaranefnd verði sam-
þykkt óbreytt frá Alþingi.
Frumvarpið var afgreitt frá
nefndinni á sjötta tímanum í gær.
Önnur umræða um frumvarpið
hefst á Alþingi fyrir hádegi í dag og
að sögn Péturs H. Blöndal, for-
manns nefndarinnar, er stefnt að
því að það verði afgreitt frá Alþingi
fyrir helgi. Efnahags- og viðskipta-
nefnd fjallaði um frumvarpið í gær-
morgun og aftur síðdegis. Hún kall-
aði til sín ýmsa sérfræðinga og
hagsmunaaðila, m.a. formenn
Kjaradóms og kjaranefndar, og
lagaprófessorana Eirík Tómasson
og Sigurð Líndal.
Telja frumvarpið gallað
Minnihluti nefndarinnar telur
frumvarpið gallað og hyggst leggja
til breytingar á því. Að sögn Ög-
mundar Jónassonar, sem sæti á í
nefndinni, notaði stjórnarandstaðan
tímann í gær til að samræma sjón-
armið sín í málinu og muni það
skýrast fyrripart dagsins í dag
hvernig hún komi til með að af-
greiða málið frá sér. Hins vegar
megi ljóst vera að stjórnarandstað-
an vilji greiða fyrir því að málið
verið afgreitt með ákveðnum breyt-
ingum.
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar
Frumvarp um Kjaradóm
verði samþykkt óbreytt
YFIRTAKA Dana á Össuri var ein af þeim
hugmyndum sem Jafet Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfastofu, viðraði á morg-
unverðarfundi Sparisjóðs vélstjóra í gær.
Sagði Jafet að ekki væri útilokað að William
Demant, sem er fyrirtæki skráð í Kauphöllinni
í Kaupmannahöfn og á um 37% hlut í Össuri,
myndi yfirtaka Össur.
Jafet sagði að eign erlendra fjárfesta í ís-
lenskum félögum skráðum á hlutabréfamark-
að væri lítil, eitthvað væri um að erlendir fjár-
festar ættu hluti í KB banka, Bakkavör og
Nýherja en mest ættu erlendir fjárfestar þó í
Össuri, eða um 40%. | 10
Dönsk yfirtaka
á Össuri?
ÞAÐ sem af er janúarmánuði hefur verið
mjög lífleg sala á nýjum fólksbílum. Sem
kunnugt er var metsala á fólksbílum á síð-
asta ári og yfir 52% söluaukning frá 2004.
Fyrstu tvær vikur þessa árs höfðu selst um
1.000 fólksbílar sem er nálægt 2–3% aukning
miðað við fyrstu tvær vikurnar 2005.
Farið er yfir bílasöluna á árinu 2005 í
blaðinu í dag. | C4
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Mikil bílasala
í janúarmánuði