Morgunblaðið - 27.08.2006, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
sunnudagur 27. 8. 2006
atvinna mbl.isatvinna
SVIÐSSKREKKUR OG KVÍÐI
ÓTTINN GETUR ÞJAKAÐ ÞÁ SEM ÞURFA AÐ HALDA
RÆÐUR, EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ VINNA BUG Á HONUM
Svisslendingur
óskar eftir vinnu
Ungur maður frá Sviss, sem talar nokkra
íslensku, óskar eftir starfi frá 1. október. Hefur
lært pípulagnir og kælitækjaviðgerðir. Fjögurra
ára starfsreynsla í kælitækjum eftir námslok.
Einnig unnið nokkuð við rafmagn. Getur unnið
sjálfstætt.
Gjörið svo vel að hafa samband á:
grettir@bluemail.ch
Smiðir óskast
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að
ráða smiði eða flokk smiða til að sjá um sér-
verkefni svo sem uppsetningu gifsveggja og
fl. Upplýsingar gefur Magnús í síma 660 4472.
Matreiðslumaður
Dagvinna — Framtíðarstarf
Esja kjötvinnsla óskar eftir matreiðslumanni
sem fyrst. Reynsla æskileg. Góð laun í boði
fyrir réttan aðila.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
á box@mbl.is merktar: „M — 18948“.
Gestir í vikunni 10.131 » Innlit 18.583 » Flettingar 173.750 » Heimild: Samræmd vefmæling
Björgólfur Thor Björgólfsson
sunnudagur 27.08.2006
Y f i r l i t
Í dag
Staksteinar 8 Sjónspegill 58
Veður 8 Hugvekja 50
Forystugrein 36 Myndasögur 61
Reykjavíkurbréf 36 Dagbók 48/51
Umræðan 38/48 Víkverji 68
Umræðan 38/48 Staður og stund 66
Bréf 48 Leikhús 60
Menning 56/60 Bíó 66/69
Bréf 48 Sjónvarp 70
* * *
Innlent
Björgólfur Thor Björgólfsson
segir frá fjárfestingastefnu sinni og
viðskiptaheimspeki í viðtali við Pét-
ur Blöndal. Björgólfur greinir m.a.
frá reynslu sinni af viðskiptalífinu á
Íslandi og í Austur-Evrópu. Þá skýr-
ir Björgólfur frá því hvað felst í um-
breytingafjárfestingum sem eru
kjarninn í viðskiptaáætlun fjárfest-
ingarfélagsins Novator í Austur-
Evrópu. » Blaðauki
Jarðakaup hafa færst í aukana á
undanförnum árum en oft eru menn
að falast eftir atkvæði í veiðifélögum
með kaupum á hlunnindajörðum.
Björn Halldórsson, bóndi í Engihlíð
og Vatnsdalsgerði í Vopnafirði, segir
að á tuttugu árum hafi hlunn-
indabújarðir meira en þrefaldast í
verði. »10
Berjaspretta er með besta móti á
Austfjörðum í ár og sumar brekkur
svartar af bláberjum. Berin eru hins
vegar seinna á ferðinni en venjulega
á Suður- og Vesturlandi. Sömuleiðis
er berjaspretta ekki komin á fullt
skrið á Norðurlandi, Vestfjörðum og
Norðausturlandi. Sveinn Rúnar
Hauksson, berjaáhugamaður, segir
að fólk í berjamó ætti að hafa augun
opin fyrir jarðarberjum, sem vaxi
villt víða um landið. »6
Kartöfluuppskera er víðast hvar
þokkaleg en síðustu vikur hafa verið
kartöfluræktendum mjög hag-
stæðar. Segir Sigurbjartur Pálsson,
bóndi í Þykkvabæ, að góð tíð síðustu
tvær vikur hafi bjargað sumrinu. Á
Seljavöllum hefur uppskeran verið
góð, að því er Helgi Egilsson bóndi
segir í samtali við Morgunblaðið.
Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli
í Eyjafjarðarsveit, segir sömuleiðis
uppskeruna vera í ágætis meðallagi
á Norðurlandi í ár. »6
Actavis keppir enn við bandaríska
félagið Barr um yfirtöku á króatíska
lyfjafyrirtækinu Pliva. Talsmaður
Actavis, Halldór Kristmannsson,
segir stuðning stjórnar Pliva við til-
boð Barr ekki hafa mikla þýðingu.
Actavis reiknar með að króatíska
fjármálaeftirlitið samþykki tilboð
þess innan fárra daga en í framhald-
inu mun stjórn Pliva taka afstöðu til
tilboðsins. »2
Erlent
Samkomulag hefur náðst um al-
þjóðlegan sáttmála sem á að auka
réttindi öryrkja í heiminum. Búist er
við að allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykki sáttmálann
formlega í næsta mánuði. Áætlað er
að 650 milljónir manna í heiminum
séu öryrkjar. »1
Asmasjúklingum hefur fjölgað
um helming í Danmörku á síðustu 20
árum. Um 2,9% Dana voru með
sjúkdóminn 1987 en 6,4% á liðnu ári
og danskir sérfræðingar segja að
asma sé orðið alvarlegt þjóðfélags-
legt vandamál. »1
Kynning - Með Morgunblaðinu í dag
fylgir bæklingur frá Ferðaþjónustu
bænda Sérferðir 2006-2007
RÆÐA þarf hvort nauðsynlegt er
að stofna íslenska leyniþjónustu, og
hefur dómsmálaráðuneytið notið
sérfræðilegrar ráðgjafar frá Evr-
ópusambandinu um málið, sagði
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
í erindi sem hann flutti á fundi í
Rótarýklúbbi Austurbæjar á
fimmtudag.
„Við þurfum að ræða hvort nauð-
synlegt sé að stofna hér leyniþjón-
ustu og hvernig það yrði gert ef um
það næðist nægileg pólitísk sam-
staða. Í þessu efni hefur dóms- og
kirkjumálaráðuneytið notið sér-
fræðilegrar ráðgjafar frá Evrópu-
sambandinu og ég mun beita mér
fyrir umræðum um þetta mál,“
sagði Björn í erindi sínu, sem lesa
má á vef hans, www.bjorn.is.
Björn sagði niðurstöðu varnarvið-
ræðna við Bandaríkjamenn skipta
Íslendinga vissulega miklu máli, og
um það hefðu umræður um öryggis-
mál hér á landi
snúist að veru-
legu leyti undan-
farna mánuði.
„Við getum ekki
fyrirfram látið
eins og önnur
lögmál gildi um
Ísland á þessu
sviði en önnur
lönd. Við getum
ekki heldur látið við það sitja að
gera aðeins kröfur til annarra í ör-
yggismálum okkar.“
Þegar rætt var um frumvarp
Björns Bjarnasonar um breytingar
á lögreglulögum sagði Magnús Þór
Hafsteinsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, að sér litist í sjálfu
sér ekki illa á greiningardeild en
nær væri að kalla þetta sínu rétta
nafni, þ.e. öryggislögreglu. Aðrir
stjórnarandstöðuþingmenn veltu því
einnig fyrir sér hvort verið væri að
setja á fót leyniþjónustu en í við-
ræðum á Alþingi sagði Björn að
með fyrrnefndum breytingum á lög-
unum væri hvorki verið að setja á
laggirnar öryggislögreglu né leyni-
þjónustu.
Lögregla sinni hlutverki
öryggislögreglu
Í ræðu sinni á fimmtudag minnt-
ist Björn á nokkur atriði sem hann
telur að huga þurfi að innan íslenska
stjórnkerfisins og rökræða á opin-
berum vettvangi. Eitt þessara at-
riða væri þörfin á að styrkja og efla
lögregluna á ýmsum sviðum, þar
með talið til að sinna hlutverki ör-
yggislögreglu, með þeim heimildum
og skyldum sem því fylgdu. Þegar
hefðu ýmsar mikilvægar breytingar
verið gerðar eða væru í farvatninu,
s.s. efling sérsveitar, stækkun lög-
regluumdæma og stofnun greining-
ardeildar.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Ræða þarf hvort nauðsyn sé
á að stofna leyniþjónustu
Björn Bjarnason
BLÁSIÐ var til heilmikillar bæj-
arhátíðar á Seltjarnarnesi í gær.
Hefð er fyrir því að halda svokall-
aðan Gróttudag seinasta laug-
ardag í ágúst og er hann nokkurs
konar uppskeruhátíð knattspyrn-
unnar á Nesinu. Var þetta í sjö-
unda sinn sem þessi fagnaður er
haldinn.
Hátíðin var að þessu sinni
óvenju glæsileg því um miðjan dag
var nýr gervigrasvöllur við Suður-
strönd vígður. Segja má að hans
hafi verið beðið með óþreyju því
óhætt er að fullyrða að nýi völl-
urinn komi til með að breyta allri
aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á
Nesinu. Meðal þeirra sem tróðu
upp á vellinum voru Solla stirða,
Jóhann G. Jóhannsson úr Stund-
inni okkar og Atli Idol. Gestir
fengu grillaðar pylsur í boði Glitn-
is, sem jafnframt veitti knatt-
spyrnufólki á öllum aldri vegleg
verðlaun.
Að vanda lauk Gróttudeginum
með hinu árlega Stuðmannaballi í
íþróttahúsinu við Suðurströnd. Morgunblaðið/ Jim Smart
Vegleg
bæjarhátíð
á Seltjarn-
arnesi
STUÐNINGUR stjórnar króatíska
samheitalyfjafyrirtækisins Pliva við
yfirtökutilboð bandaríska félagsins
Barr Pharmaceutical hefur litla þýð-
ingu í kapphlaupi Actavis og Barr
um Pliva, að því er Halldór Krist-
mannsson, talsmaður Actavis, herm-
ir í samtali við Morgunblaðið. Segir
Halldór að stuðningur stjórnar Pliva
stafi aðallega af því að Barr sé komið
lengra í tilboðsferlinu en Actavis.
„Tilboð Barr var samþykkt af
króatíska fjármálaeftirlitinu í síð-
ustu viku og stjórnin hefur aug-
ljóslega talið það gott og ákveðið að
mæla með því. Við reiknum með að
fjármálaeftirlitið samþykki tilboð
okkar á næstu dögum og eftir það
hefur stjórnin sjö daga til að taka af-
stöðu til þess.“
Halldór segir hluthafa í Pliva vera
fjárfesta sem fyrst og fremst horfi á
verðmiða tilboðanna og að stuðn-
ingur stjórnarinnar hafi litla þýð-
ingu í samanburði við upphæð kaup-
tilboðanna. „Ef tilboð Actavis er
hærra þá ber stjórninni að mæla
með því við hluthafana. Þá er líklegt
að margir hluthafar horfi til þess
hvor aðilanna sé líklegri til að ná
meirihluta í félaginu, en í því sam-
bandi er Actavis betur sett en Barr,
þar sem við höfum nú þegar tryggt
okkur 21% hlut í Pliva.“
Hækka mögulega tilboðið
Tilboð Barr hljóðar upp á 743 kún-
ur á hlut, en óformlegt kauptilboð
Actavis nemur 723 kúnum á hlut.
Eftir samþykkt fjármálaeftirlitsins
hafa félögin 30 daga til að breyta til-
boðum sínum og segir Halldór að
það komi til greina að hækka tilboð
Actavis. „Við höfum hins vegar ekki
hug á að borga yfirverð fyrir félagið
og þess vegna kemur til greina að
selja hlutinn í Pliva ef tilboð Barr fer
hærra en Actavis er reiðubúið að
borga fyrir félagið.“
Stuðningur stjórnar
Pliva hefur litla þýðingu
Actavis reiknar með að króatíska
fjármálaeftirlitið samþykki tilboð þess