Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 15

Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 15 kans Í ÁTT AÐ JAFNVÆGI? Ég er þegar farinn að telja nið-ur dagana fram að göngumþví þær eru það allra- skemmtilegasta sem ég veit,“ segir Einar Kári Magnússon, 22 ára bú- fræðingur sem útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Íslands að Hvanneyri síðastliðið vor. Markmið hans er að gerast bóndi enda hefur hann sóst eftir að vera í nálægð við skepnur og jörð allt frá því hann var polli. Aðstæður hans eru þó ólíkar margra skólafélaga hans að því leyti að hans bíður engin jörð að búa á þegar fram líða stundir. „Ég er úr Gnúpverjahreppi og bý þar í dreifbýlinu en foreldrar mínir eru ekki bændur. Pabbi er smiður og mamma sér um bókhaldið í sveitinni. Hins vegar var ég öll sumur í sveit þegar ég var lítill og var því alltaf að heiman þrjá mánuði á ári. Þar kynntist ég búskap og hef alla tíð síðan haft mikinn áhuga á skepnum og þá sérstaklega sauðfé.“ Hann glottir út í annað þegar hann heldur áfram. „Bústofninn minn er átta kindur og tveir hestar sem ég geymi á lóðinni hjá foreldrum mínum. Og þar væri heldur erfitt fyrir mig að stækka við stofninn.“ Ósennilegt að búrekstur stæði undir afborgunum Ekki er vænlegt útlit fyrir Einar með land sem dygði fyrir stærri hjörð. „Heima hafa jarðir með engu nema ónýtum útihúsum verið að fara á 80 milljónir, jafnvel engar sér- stakar bújarðir sem hafa lítið rækt- unarland en þeim mun meira heiða- land. Lánamöguleikar eru takmarkaðir því þegar þeir voru upp á sitt besta var hægt að fá 70% lán fyrir slíkri jörð og þá er útborgunin orðin helv … há. Maður eins og ég ræður ekkert við hana.“ Hann bætir því við að síðan þessi lán voru uppi á borðinu hafi markaðurinn breyst og sennilega sé orðið enn erfiðara um lánsfé en áður. Fengist lán væri björninn ekki þar með unninn. „Það er ósennilegt að venjulegur búrekstur stæði undir afborgunum. Við gerðum verkefni í skólanum um þetta sem sýndi að það væri mjög hæpið og í flestum til- vikum ekki hægt að láta jörðina standa undir sér. Reyndar væri auð- veldara að láta kúabúskap ganga upp en þar bætast við kaup á mjólk- urkvóta auk þess sem kúajarðir eru svakalega dýrar.“ Að mati Einars eru ekki miklir möguleikar á að komast á ríkisjörð enda séu þær flestar þegar setnar og þeir sem hafi byggt þær hafi helst tækifæri til að kaupa þær á við- unandi verði. Honum hugnast lítt að leigja sér jörð, segir erfitt að leggja sig fram við ræktun þegar ekki er vitað hvað gerist með jörðina í fram- tíðinni en útilokar ekki að gerast ráðsmaður tímabundið og sjá þannig um bú fyrir aðra. „Það væri betra en ekkert þótt það væri svolítill út- úrdúr frá framtíðardrauminum.“ Bændur verði á Vestfjörðum og á Austurlandi Þróunin í jarðamálum leggst því fremur illa í búfræðinginn unga. „Sérstaklega þegar menn kaupa mikið af jörðum án þess að sýna fram á hvað þeir ætla að gera við þær, eins og raunin hefur verið með Lífsval. Sömuleiðis finnst mér hæpin þróun þegar menn kaupa upp marg- ar jarðir í röð til að vera við lax- veiðiá, líkt og hefur gerst í Víðidaln- um. Hins vegar finnst mér allt í lagi að menn kaupi jarðir þegar þeir gera eitthvað fyrir þær. Að búskap sé haldið áfram á jörðinni eða við- komandi flytjist á landið. Það gagnast samfélaginu í sveitinni. En ekki að jörðin sé bara keypt upp án þess að nokkuð sé gert á henni og ekkert sé fyrirhugað með hana.“ Hann bendir á að jarðaverð sé misjafnt eftir landshlutum og telur að það muni hafa áhrif á hvar bænd- ur verða staðsettir á landinu þegar fram líða stundir. „Allt sem er í keyrslufæri við Reykjavík verður of dýrt myndi ég halda, a.m.k. meðan menn geta keypt upp jarðirnar eins og þeir gera í dag. Bændur verða því örugglega mest á Vestfjörðum, Austurlandi og á Norðausturlandi.“ Hann segist ekki útiloka að koma sér upp búi á einhverjum þessara svæða þótt vissulega hafi hann alltaf séð fyrir sér að gerast bóndi í sinni sveit. Rík kona óskast! Aðspurður segist hann hafa heyrt dæmi um bændur, sem slái af jarða- verði til að stuðla að því að búskapur haldist á jörð þeirra, eftir að þeir sjálfir bregða búi. „Það væri kannski möguleiki … eða að fá sér alveg svakalega ríka konu,“ segir hann og skellihlær. Honum þykir þó vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig og er nú að hefja framhaldsnám á Hvanneyri í búvísindum. „Eftir það gæti ég orð- ið landbúnaðarráðunautur og verið þannig í tengslum við bændur, sem er mun skárra en að vera bara í tengslum við tölvu,“ segir hann og fussar og sveiar þegar honum er strítt með því hvort hann hefði ekki frekar átt að læra viðskiptafræði en búskap. „Það er ekkert gaman að vera í jakkafötum og vita ekki neitt. Sitja einhvers staðar á skrifstofu. Þá er betra að vera úti og í snertingu við dýrin.“ Launaseðill bóndans fælir Einar heldur ekki frá draumastarfinu. „Bændur hafa ákveðin fríðindi sem ég tek fram yfir peninga. Það háir mér ekkert að eiga ekki sportbíl þótt vissulega þurfi maður að hafa til hnífs og skeiðar og kannski aðeins betur en það.“ Hann óttast heldur ekki að bændastéttin muni leggjast af. „Nei,“ svarar hann að bragði. „Hún er sterkari en það. Þú finnur ekki þrjóskari menn en bændur og þeir hætta ekki svo auðveldlega þótt þeim sé sagt að gera það. Það þarf að minnsta kosti eitthvað mikið til.“ Ekki til þrjóskari menn en bændur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bóndi í hjarta Hátt jarðaverð stendur í vegi fyrir því að framtíðardraumur Einars Kára Magnússonar rætist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.