Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 18
Umræða um skattlagningu í formi stimpilgjalds á þinglýst skjöl skaut enn upp kollinum í vikunni. Nú var tilefnið tillaga Sam- keppniseftirlitsins um að stimpilgjald yrði afnumið, því það letji neytendur til að skipta um banka. Í kjölfarið sagði Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra að yrði stimpilgjald vegna útlána banka lagt niður myndi tímabil mikillar húsnæðisverðbólgu örugg- lega framlengjast. En ráðherrann tók fram, eins og hann kvaðst hafa gert áður, að stimpilgjaldið væri einn af þeim sköttum sem hann vildi gjarnan sjá hverfa, en huga þyrfti vel að við hvaða aðstæður það yrði gert. Þessi afstaða ráðherrans þarf ekki að koma á óvart og nægir þar að vísa til ályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um húsnæðis- mál. Þar segir skýrt: Fella ber niður stimpilgjöld í núverandi mynd. Stimpilgjöld eiga sér langa sögu á Íslandi. Árið 1921 voru fyrst sett lög um stimpilgjald og þau voru í gildi, með ýmsum breytingum að vísu, fram til 1978, þegar núgildandi lög voru sett. „Nýju lögin“ hafa einnig tekið margvíslegum breytingum í tímans rás. Flestir kynnast stimp- ilgjaldi af eigin raun einhvern tímann á ævinni. Þeir sem kaupa fasteign þurfa til dæmis að greiða 0,4% stimp- ilgjald af fasteignamati eignar að lóð- arréttindum meðtöldum. Og þeir sem taka hefðbundið bankalán greiða 1,5% stimpilgjald af fjárhæð lánsins. Sérstaða Íslands Stimpilgjaldið hefur verið þyrnir í augum margra. Fólki, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þykir blóðugt að við öll útgjöldin bætist að greiða þurfi háar fjárhæðir til rík- isins, bæði af fasteignamati eign- arinnar og þeim lánum sem tekin eru til að fjármagna kaupin. Samtök at- vinnulífsins finna gjaldinu líka flest til foráttu og hafa margoft bent á að Ís- land sé nánast eina vestræna ríkið sem leggi stimpilgjald á öll skulda- bréfaviðskipti, bæði veðskuldabréf og aðrar tegundir skuldabréfa. Í ná- grannalöndunum takmarkist slíkur skattur almennt við fasteigna- viðskipti. Þá sé Ísland einnig í sér- stöðu í álagningu stimpilgjalds á út- gáfu hlutabréfa. Þannig dragi stimpilgjaldið úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs því erlendir keppinautar íslenskra fyrirtækja þurfi ekki að greiða slíkan skatt. Loks hafa svo Samtök atvinnulífs- ins bent á að almennt þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum að lagt sé á stimpilgjald í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána og sama fjármögnun í raun skattlögð tvisvar. Um þessa athugasemd Samtak- anna er það að segja, að samkvæmt 26. grein laga um stimpilgjald nr. 36 frá 1978 á að greiða hálft gjald, ekki fullt, þegar skuld er endurnýjuð „með nýju bréfi“. Mætti því ætla að endur- fjármögnun bæri hálft stimpilgjald, en ekki fullt. Þessu er hins vegar ekki að heilsa, því lagaákvæðið er túlkað svo að endurnýjunin þurfi að verða milli sömu aðila, skuldara og lán- ardrottins. Ef einhver tekur t.d. nýtt lán hjá Glitni til að gera upp skuldina við Landsbankann gildi þetta ekki. Í þessu ljósi er skiljanlegt að Sam- keppniseftirlitið telji stimpilgjaldið letja fólk til að skipta um banka. Á þingi hefur stjórnarandstaðan flutt frumvörp um stimpilgjald. Mar- grét Frímannsdóttir hefur t.d. verið fyrsti flutningsmaður slíkra frum- varpa á hverju þingi undanfarin sjö þing. Hún flutti frumvörp um að stimpilgjald skyldi lækkað niður í raunkostnað við þá þjónustu sem veitt er við stimplunina og undanfarin þrjú þing hafa hún, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Össur Skarphéðinsson flutt frumvarp um að stimpilgjaldið verði afnumið með öllu. Rök þeirra eru m.a. að gjaldið veiki samkeppn- isstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum og gjaldið leggist þungt á íbúðakaupendur, þ.e. sömu rök og Samtök atvinnulífsins hafa fært fram. Þessi frumvörp dagaði öll uppi. Milljarðar á milljarða ofan Staðan er óvenjuleg. Fjármála- ráðherra vill afnám stimpilgjalds og er þar studdur af flokki sínum. Og sem meira er: Samtök atvinnulífsins eru sammála þingmönnum Samfylk- ingarinnar um að gjaldið eigi að hverfa. Hvers vegna er þetta gjald þá enn við lýði? Skýringin er sú, að stimpilgjaldið skilar milljörðum í rík- iskassann á ári hverju. Árið 2002 rétt rúmum 3 milljörðum, 3,7 milljörðum árið eftir, tæplega 6,5 árið 2004 og 2005 hvorki meira né minna en rúm- um 9 milljörðum. Stökkið 2004 og 2005 má að mestu rekja til hækkunar fasteignaverðs og hærri útlána því samfara. Geta má að samkvæmt fjár- lögum 2005 var áætlað að um 4,6 milljarðar innheimtust, en ekki rúmir 9 eins og raun varð á. Málið er reyndar ekki alveg svona einfalt, því ekki er ljóst hversu miklar nettótekjur ríkissjóðs af stimpilgjald- inu eru. Stimpilgjald veitir nefnilega rétt til vaxtabóta. Þótt ekki sé sund- urliðað hvernig gjaldið skiptist á hópa greiðenda hefur verið áætlað að ein- staklingar beri um 60% þess. Samtök atvinnulífsins hafa a.m.k. giskað á að skiptingin sé með þessum hætti og benda á að þar með greiðist hluti þess til baka, að því gefnu að aðrar for- sendur til vaxtabóta liggi fyrir, þ.e. um tekjur og eignir viðkomandi. Samkvæmt upplýsingum Sýslu- mannsins í Reykjavík er ekki unnt að sundurliða hvaða viðskipti liggja að baki stimpilgjaldi, en þó mun nærri lagi að fasteignaviðskipti og lántökur einstaklinga liggi að baki um 60%, eins og SA áætla. Það auðveldar hins vegar ekki slíkar áætlanir að inn- heimta stimpilgjalda liggur víða, ekki eingöngu hjá sýslumannsembættum heldur einnig t.d. bönkum, sparisjóð- um og tryggingafélögum. Ef stimpilgjaldið verður fellt niður verður ríkissjóður af verulegum tekjum. Fjármálaráðherra benti á það í umræðum á Alþingi í febrúar sl. að ríkissjóður þarfnaðist tekna til að standa undir þeim útgjöldum sem honum bæri að standa straum af. „Það má auðvitað hugsa sér að Al- þingi aflaði þessara tekna á einhvern annan hátt og sjálfsagt mun það koma til skoðunar í framtíðinni þegar við endurskoðum tekjuöflunarkerfi ríkisins,“ sagði ráðherra. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Stimpilgjald – óvinsælt en fast í sessi Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 »Af afsölum og kaupsamn-ingum um fasteign greiðist stimpilgjald, 0,4% af fast- eignamati eignar að lóðarrétt- indum meðtöldum. Þegar kaup- samningur er stimplaður er afsalsbréf til sama kaupanda stimpilfrjálst. »Af afsölum og kaupsamn-ingum um skip yfir 5 brúttós- málestir, greiðist stimpilgjald 0,4% af kaupverði skips en einnig ber að greiða 0,4% af samningum um sölu á veiðiheimildum. Ef kaupverð veiðiheimilda er ekki tilgreint sérstaklega í skjali er stimpilgjald reiknað af heildar- kaupverði. »Leigusamningar um lóðir ogjarðir, stimpilgjald er 2% af áskilinni leigu. »Af veðskuldabréfum ogtryggingabréfum, þegar skuld ber vexti, greiðist 1,5% stimpilgjald af fjárhæð bréfs. »Af veðskuldabréfum ogtryggingarbréfum þegar skuld ber ekki vexti greiðist 0,5% af fjárhæð bréfs. Í HNOTSKURN rsv@mbl.is Stimpilgjaldið hefur verið þyrnir í augum margra. Samkeppniseftirlitið hefur mælst til þess að það verði afnumið, en fær ekki pólitískan hljómgrunn. Þjóðverjar hafa goldið varhug við auknu eftirliti, en eftir að upp komst um tilraun til að sprengja járnbrautalestir í loft upp gæti almenningsálitið snúist. Enginn efast um knatt- spyrnuhæfileika Waynes Rooneys, en óstýrilæti og óþægð hefur sett blett á feril hans. Aðstandendur Rooneys bera blak af hon- um, aðrir segja að það verði aðeins til þess að hann nái aldrei valdi á vanda sínum. VIKUSPEGILL » Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur » 18 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.