Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.08.2006, Qupperneq 32
daglegt líf 32 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ S kólalóðin er tóm þegar Ólafur Guðmundsson tekur á móti blaðamanni. Börnin eru enn í sum- arfríi. Leiðin liggur um hljóða ganga upp á efri hæð. Ólafur var skólastjóri Kópavogsskóla í 16 ár en Guðmundur Ó. Ásmundsson tók við í byrjun þessa mánaðar. Skólahald hófst síðan í vikunni sem leið. Ólafur er öllum hnútum kunn- ugur í Kópavogsskóla enda hefur hann dvalið í skólastofunum og skrifstofunum nánast helming ævi sinnar. Hann var í fyrsta útskrift- arárganginum sem stundaði allt sitt skyldunám í Kópavogsskóla, hann kenndi síðar við skólann og gegndi loks stöðu skólastjóra í 16 ár. „Það má í raun segja að þegar ég hætti núna hafi ég verið að kveðja skól- ann í þriðja skipti,“ segir Ólafur og kemur sér fyrir inni á skrifstofu. Á námsárum sínum fékk Ólafur lýsi í kennslustundum sem hellt var í nemendur úr könnu. Hann neitar hlæjandi að hafa á þessum árum grunað að hann myndi eyða drjúg- um hluta ævi sinnar í þessum sama skóla. Hrjóstrugt holt og hús á stangli Þegar Ólafur, móðir hans og systkini fluttu á sunnanverðan Digraneshálsinn árið 1947 var faðir Ólafs nýlátinn. Þau mæðgin ákváðu að færa sig úr Rangárvallasýslu í Kópavoginn. „Ég kom austan úr sveit og það var nokkuð kvíðvænlegt að flytja. Fyrstu dagana komst ég síðan að því að ég var í raun fluttur í hálf- gerða sveit! Það var bara svolítið styttra á milli húsanna hér. Foss- vogsmegin voru þetta aðallega lítil sveitabýli og eftir öllum Nýbýlaveg- inum var fólk með búskap. Hér voru engir vegir, bara vegaslóðar. Síðan voru náttúrlega stríðsminjar hér; braggar þar sem Hamraborgin er í dag og neðanjarðarbyrgi. Hér var allt öðruvísi umhorfs fyrir 50 árum,“ segir Ólafur og lítur út um gluggann. Í gegnum glerið sést í þétta byggð. „Þar sem við erum núna var bara hrjóstrugt holt og hús á stangli. Skólahúsið á Hálsinum var hálf- einmanalegt til að byrja með og um- hverfið þannig að heimreiðin varð hálfófær í vorleysingunum,“ segir hann og bætir við: „En síðan reis hvert húsið af öðru hér í kring og Kópavogur varð kaupstaður árið 1955. Þeir sem ekki áttu bíl höfðu farið með Hafnarfjarðarstrætó til Reykjavíkur, það voru einu sam- göngurnar og þetta var heilmikið ferðalag. Síðar var Kópavogsstrætó komið á laggirnar. Hér var lítil at- vinnustarfsemi til að byrja með og margir unnu í Reykjavík. ORA setti þó snemma upp verksmiðju og í ná- munda við þar sem Smáratorg er núna var rekið frystihús. Bærinn varð síðan fljótt stór vinnuveitandi, það var svo margt sem þurfti að gera þegar fólkið streymdi úr sveit- unum í Kópavog.“ Sandhrúgur á skólagöngunum Þegar Kópavogsskóli tók form- lega til starfa árið 1948 hafði verið skólahald hér og þar í hreppnum síðan árið 1945. Skólahaldið hófst í Svartaskóla sem svo var kallaður. „Þetta var hús við Hlíðarveg 9. Það var á byggingarstigi, klætt svörtum tjörupappa og fékk þess vegna nafnið,“ segir Ólafur. Skólahaldið var síðan fært í hús við Digranes- veg sem byggt var sem sumarhús og þá niður á Marbakka í verk- smiðjuhúsnæði. Ólafur hóf nám í fyrsta árgang- inum í Kópavogsskóla vorið 1948, undir skólastjórn Guðmundar Egg- ertssonar. Honum þótti gaman í vorskólanum en fannst frelsi sitt fullmikið skert við hefðbundna skólagöngu um haustið. „Ég vildi einfaldlega fá að leika mér í friði og vera sjálfs mín herra,“ útskýrir hann sposkur. Haustönnin leið og skólinn átti að flytja í núverandi húsnæði sitt um jól. Ekki tókst þó að ljúka bygging- unni í tæka tíð og lengja þurfti jólafríið. „Mér þóttu það sérlega góð tíðindi … Þegar við síðan mætt- um voru enn sandhrúgur á göng- unum,“ segir Ólafur. Framboðsfundir og dansleikir Sandhrúgurnar hurfu og húsnæði Kópavogsskóla var brátt nýtt sem félagsheimili hreppsins. Í skólanum fór margvísleg starfsemi fram önn- ur en hefðbundin kennsla. „Saga Kópavogsskóla er í raun samofin sögu sveitarfélagsins,“ bendir Ólafur á og bætir við: „Hér var allt! Hér voru borgarafundir og framboðsfundir. Skólinn var vett- vangur pólitískra átaka fyrir kosn- ingar og hér höfðu félagasamtök af- drep. Hér var fyrsta áhaldahús sveitarfélagsins og hér voru haldnar leiksýningar. Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og hafði að- stöðu í skólanum þangað til Félags- heimili Kópavogs tók til starfa. Stofnanir í Kópavogi voru gjarnan til húsa hér fyrstu mánuðina, til dæmis Bókasafn Kópavogs. Hér voru fyrstu skrifstofur sveitarfé- lagsins aðrar en skrifstofa sem ver- ið hafði á heimili oddvitans, og hér setti fyrsti héraðslæknir Kópavogs upp stofu árið 1955,“ segir Ólafur. Skólahúsnæðið gegndi fleiri hlut- verkum. Í Kópavogsskóla var mess- að fram til ársins 1962, enda engin kirkja í Kópavogi fyrr en þá. Mess- urnar fóru fram í þremur kennslu- stofum með rennihurðum á milli. Á sama stað voru almennir dansleikir sem Kvenfélag Kópavogs stóð fyrir nokkrum sinnum en Kvenfélagið var einmitt stofnað í skólanum. Árið 1956 hóf annar skóli, Kárs- nesskóli, göngu sína í Kópavogi. Þar sem húsnæðið var ekki tilbúið var skólinn fyrstu mánuðina til húsa í Kópavogsskóla. Sama átti við um Digranesskóla sem næst var reist- ur. Menntaskólinn í Kópavogi fylgdi í kjölfarið og var í tæp tíu ár til húsa í Kópavogsskóla. Alls hafa raunar fimm skólar í Kópavogi hafið starfsemi sína í Kópavogsskóla. – Það hefur alltaf verið pláss fyrir allt þetta í húsinu? Ólafur kinkar kolli. „Jú, jú, það virðist alltaf hafa tekist að koma þessu fyrir … Reyndar hefur líka verið byggt við skólann alls tíu sinn- um.“ Körlum fækkaði í kennaraliðinu Milli þess að kenna við Kópavogs- skóla og stjórna honum gegndi Ólafur starfi barnaverndarfulltrúa Kópavogs, vann í mennta- málaráðuneytinu og var skólastjóri Egilsstaðaskóla. Allt í allt hefur hann verið starfandi skólastjóri í 30 ár. Ólafur bendir á að Kópavogur hafi vaxið gríðarlega, bæði frá því að hann flutti austur á Egilsstaði og ekki síst eftir flutningana aftur í Kópavog fyrir rúmum 16 árum. Smárinn hafi orðið til, Lindirnar, Salahverfið og loks Vatns- endahverfið. Í dag eru níu skólar í bænum og sá tíundi að hefja göngu sína. Margt hefur breyst síðan Kópavogsskóli var eini skólinn í Kópavogi og stóð einmana á Digra- neshálsinum. Eitt af því sem Ólafur bendir á að hafi ekki síst tekið breytingum í tímans rás er kynjahlutfall skóla- starfsmanna. Hann sýnir blaða- manni ljósmynd af kennurum skól- ans sem tekin var vorið 1964. Á myndinni eru 16 karlar og 8 konur. „Í vetur voru hins vegar 5 karlar í kennaraliðinu en 36 konur,“ segir hann. „Karlarnir fóru mikið að tín- ast út þegar gagnfræðaskólarnir Bekkjarmynd Nemendur í Kópavogsskóla seint á sjötta áratugnum. Frímann Jónsson skólastjóri lítur inn í kennslustund hjá Óla Kr. Jónssyni sem þá var kennari en varð síðar skólastjóri. Börnin byrjuðu í Svartaskóla Í dag búa yfir 26.000 manns í Kópavogi en þegar Ólaf- ur Guðmundsson fluttist þangað sex ára gamall var Digraneshálsinn óbyggt holt með sveitabæi í hlíð- unum. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Ólaf sem nýverið lét af störfum sem skólastjóri Kópavogsskóla. Hann segir sögu skólans vera samtvinnaða sögu Kópavogs – í þremur samliggjandi kennslustofum var messað til margra ára og í skólanum var allt frá leik- félagi til læknastofu. Skólalóðin Ólafur Guðmundsson flutti ungur í Kópavog og var í fyrsta út- skriftarárganginum sem stundaði allt sitt skyldunám í Kópavogsskóla. Hann kenndi síðar við skólann og gegndi loks stöðu skólastjóra í sextán ár. Útskrift Í útskriftarferðalagi eftir unglingapróf. Halldór Baldursson er lengst til vinstri, þá Ólafur og loks Árni Þormóðsson. Myndin er tekin í maí 1956 á Þingvöllum. ’Fossvogsmegin voruþetta aðallega lítil sveitabýli og eftir öllum Nýbýlaveginum var fólk með búskap. Hér voru engir vegir, bara vega- slóðar.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.