Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 35

Morgunblaðið - 27.08.2006, Side 35
lífi ástvina þeirra og ættingja og jafn- framt viðvörun til okkar allra um óör- yggið sem enn ríkir um borð í flug- vélum, á flugvöllum, og hjá flugfélögum um allan heim og kom berlega í ljós fyrir skömmu. Breytt heimsmynd í hnotskurn Greengrass hefur þá skoðun að með því að kanna söguna af flugi United 93, sjáum við í hlífðarlausri hnotskurn og á innan við 30 mínútna tímaskeiði, breytingarnar sem nú blasa hvarvetna við okkur. „Fjörutíu venjulegir einstaklingar sem fengu hálftíma til að standa frammi fyrir þeim raunveruleika sem við búum við í dag, ákváðu hvað væri best til ráða og framfylgdu ákvörð- uninni. Þeir voru fyrstir til að byggja heiminn eins og hann er eftir 11. september, á meðan við sátum felmtri slegin framan við sjónvarps- tækin, ófær um að gera okkur í hug- arlund hvað var í gangi. Á þeim sömu augnablikum vissi fólkið um borð í flugvélinni það mætavel – sá ná- kvæmlega við hvað var að eiga – og stóð frammi fyrir skelfilegu vali. Eig- um við að sitja og gera ekki neitt og vona það besta? Eða eigum við að gera eitthvað í málinu, og þá, hvað? Í mínum huga eru þetta sömu kost- irnir og við búum við í dag og höfum glímt við allar götur síðan.“ Greengrass tók þann kostinn að velja leikara í myndina sem líkjast í raun persónunum sem þeir túlka, þessa leið sviðsettrar heimildar- myndar hefur hann oft farið áður. Þeir sem manna aðalhlutverkin eru Khalid Abdalla, David Alan Basche, Christian Clemenson, Cheyenne Jackson og Ben Sliney. United 93 verður frumsýnd föstu- daginn 1. september. Tvíburaturnarnir hinn 11. september Manninn á bak við World Trade Center þarf ekki að kynna. New York-búinn Oliver Stone hefur lagt í marga tvísýnuna í efnisvali og oftar en ekki skilað eftirminnilegum og einatt persónulegum árangri. Hand- ritið, sem er samið af Andreu Berloff, er byggt á raunverulegri upplifun tveggja lögreglumanna sem lokuðust inni niðri í kjallarahvelfingum bygg- ingarinnar. Myndin hefst árla mánudaginn 11. september, lögreglumaðurinn Will Jimeno (Michael Peña), ákveður að vinna á frídaginn sinn og tekur hann snemma. Svipaða sögu er að segja af starfsbróður hans, John McLoughlin, gamalreyndum liðþjálfa (Nicolas Cage). Hjá þeim er nýhafinn, að því er virðist ósköp hefðbundinn vinnu- dagur í World Trade Center, þegar ósköpin skella á og dagurinn breytist í martröð. Þegar turnarnir hrynja eru þeir Ji- meno og McLoughlin staddir ásamt félögum sínum í iðrum skýjakljúf- anna, tæpum sjö metrum undir rúst- unum. Fyrir kraftaverk lifa þeir ham- farirnar af, grafnir og skorðaðir fastir í braki úr steinsteypu og járni. Þeir vissu fljótlega hvor af öðrum, þeir sáu ekkert frá sér en örskammt var á milli þeirra. Næsta sólarhringinn þraukuðu þeir með því að ræða sam- an um fjölskyldur sínar, starfið, von- brigði og væntingar. Inn á milli er fléttað atriðum uppi á yfirborðinu, fylgst með eiginkonum tvímenninganna, þeim Donnu McLo- ughlin (Maria Bello), sem býr í New York og Allison Jimeno, handan Hudsonfljótsins, í New Jersey. Þær, ásamt börnum og fjölskyldum, upp- lifa óbærilegan dag þar sem mín- úturnar silast áfram í óvissu og skelf- ingu. Engar fréttir berast af ástvinum þeirra, við sjónum blasa rjúkandi rústir, lík og líkamspartar, örfáir finnast lifandi og aðeins hægt að bíða og vona. World Trade Center segir einnig af hugprúðu leitarmönnunum sem hættu lífi sínu við erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Einn þeirra, Dave Karnes (Michael Shannon), endurskoðandi og fyrrum land- gönguliði í flotanum, fann þá McLo- uglin og Jimino og háði hetjulega baráttu við að bjarga þeim, ásamt tugum björgunarmanna, sem einkum komu úr lögreglu- og slökkviliði borgarinnar. Björgun McLouglin og Jimino tók langar og tvísýnar klukkustundir þar sem læknar og fólk úr heilbrigðisstétt komu mikið við sögu. Tvímenningarnir koma báð- ir fram í myndinni í aukahlutverkum. World Trade Center verður frum- sýnd 6. október. Viðbrögðin United 93 var frumsýnd vestan hafs í lok apríl og voru viðtökurnar mjög góðar. Myndin hefur þegar skil- að sér fjárhagslega, en það sem meira er um vert, hún fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum sem telja hana með bestu verkum Greengrass. Svipaða sögu er að segja af mynd Olivers Stone. World Trade Center var miklum mun dýrari í framleiðslu en viðtökurnar hjá almenningi hafa farið fram úr vonum. Gagnrýnendur lofa höfundinn og myndina, sem var frumsýnd 9. ágúst. Hún er álitin besta verk leikstjórans um árabil. Hvorug kvikmyndanna var gerð í þeim tilgangi að græða fé eða hljóta vegtyllur, þær eiga að sýna samhug manna, hugrekki og hetjudáðir. Þær fjalla um ofurviðkvæmt efni sem auð- velt er að klúðra og þá hefði betur verið heima setið en af stað farið. En höfundarnir stóðust greinilega próf- ið, verkin þeirra eru ekki pólitísk, heldur mannleg. september 2001 og verða sýndar hér fljótlega saebjorn@heimsnet.is Hvorug kvikmyndanna var gerð í þeim tilgangi að græða fé eða hljóta vegtyllur, þær eiga að sýna samhug manna, hugrekki og hetjudáðir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 35 Hvernig er að vera í menntaskóla? Það er mjög gaman en erfitt á köfl- um, stundum vill maður vera að gera eitthvað skemmtilegt frekar en að læra. Hvert ertu að fara í haust? Ég er að fara til Þýskalands í skóla. Hvað ætlarðu að vera lengi? Fram að jólum, ég vil hvergi vera nema heima hjá mér á jólunum. Af hverju Þýskaland? Mér hefur alltaf þótt þýska vera heillandi mál og ákvað því að læra hana betur en bara í skólanum. Svo er líka gaman að kynnast einhverju allt öðru. Hvað er svona skemmtilegt við þýsku? Það sem heillar mig við öll tungumál er hvernig þau hljóma. Hvaða fleiri fög eru í uppáhaldi í skólanum? Tungumálin eru í uppáhaldi, íslenska 203 er besti áfangi sem ég hef farið í! Hvernig ertu búin að hafa það í sum- ar? Mjög gott en það hefði glatt mig ef sólin hefði sést meira. Ertu eitthvað búin að fara til út- landa? Já, ég fór með kærastanum til Tyrk- lands og fjölskyldunni til New York. Báðar ferðirnar voru æðislegar. Hvar varstu að vinna í sumar og við hvað? Ég var að vinna á Hótel Sögu sem pikkólína en þetta var þriðja sumarið mitt í því starfi. Æfirðu einhverjar íþróttir? Já, ég æfi handbolta með Víkingi. Hver eru önnur helstu áhugamál þín? Ég hef gaman af tónlist og er í tónlist- arnámi, spila á flautu. Annars veit ég aldrei hvernig ég á að svara þessari spurningu. Lastu einhverja skemmtilega bók í sumar? Já, tvær stóðu uppúr, Fólkið í kjall- aranum eftir Auði Jónsdóttur og Snarkið i stjörnunum eftir Jón Kal- man Stefánsson. Hvaða persónu líturðu mest upp til? Ég held að ég verði að segja Atli bróð- ir minn. Hann getur allt. Uppáhalds hljómsveit eða tónlist- armaður? Í sumar hef ég mest hlustað á Arcade Fire og Phoenix og þær eru því í uppáhaldi þessa daganna. Draumaframtíðarstarfið? Starf þar sem ég þarf að skipuleggja og fæ að ráða, þar sem oft er mikið að gera en lítið þess á milli. Ég veit ekki hvaða starf þetta er, stjórnunarstaða í fyrirtæki sennilegast. Mig langar að minnsta kosti að eiga mikil samskipti við fólk og fá að ráða einhverju. Eftir að hafa unnið á hóteli sem unglingur gæti ég alveg hugsað mér að gera eitt- hvað í hótelbransanum í framtíðinni, þar gæti þýskukunnátta verið góður kostur. Hvernig heldurðu að það verði að horfa á The O.C. með þýsku tali? Það verður magnað, eins gott að þau verði með flottar raddir en ekki ein- hverjar gamlingjaraddir. Alltaf þótt þýska heillandi mál Menntaskólanemi eins og ég | Brynhildur Bolladóttir nemi við MH ingarun@mbl.isMorgunblaðið/Eggert Hómópatanám Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21. og 22. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kynning á náminu verður 22. sept. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190. Hómópataskólinn - Stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.