Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 61

Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 61 menning Námskeið / Sýningar / Tónlist / Milongas TANGO ON ICELAND Tangofestival Reykjavík 31. ágúst - 3. september 2006 UPPLÝSINGAR og SKRÁNING á www.tango.is eða í síma 551 5103 HÉR er á ferðinni þriðja breiðskífa Idol-sigurvegara en Stjörnuleitinni hefur nú verið hætt í bili, og ég skil illa af hverju, því að vinsældirnar hafa verið gríðarlegar. En ef marka ber nýlegar blaðagreinar þá er kostnaður víst umtalsverður af þessu apparati, og margar af þess- um Idol-plötum hafa að sönnu fallið í grýttan jarðveg, sölulega sem list- rænt séð. Snorri Snorrason, eða Snorri, ger- ir ýmislegt fleira en að leggja hér til rödd, leikur á hljómborð auk þess sem hann semur lög og texta, en af ellefu lögum á Snorri þrjú. Rödd Snorra liggur um margt furðulega; er skringilega nefmælt. Hann hefur mjög gott vald á henni hins vegar, og á auðvelt með að klífa háu tónana. Hann tekur rokkaðri lögin nokkuð létt en í rólegri lögunum er þó eins og hann sé hálfráðvilltur. Af hans eigin lögum er opnunarlagið, „Farin burt“ það besta og „Himinninn og við“ er og sæmi- legt. Sama er ekki hægt að segja um „Undir rós“, sem er arfas- lakt. Snorri er með þennan klassíska fullorðinsrokksöng á hreinu, er með hörkurokkrödd, rödd sem hefð sómt sér fyllilega í sveit eins og Boston eða Foreigner. Enda syngur hann „I want to know what love is“ með síð- astnefndu sveitinni eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er annars ansi mismunandi eftir efni. Hann er úti á túni í laginu „Galdur“, hljómar öruggur í „Chiquitita“ og „Kveðja“, sem er fínasta útgáfa af lagi Williams-bræðra, „I can’t cry hard enough“. „Fuzzy“ með Grant Lee Buffalo er hins vegar tekið af lífi án dóms og laga. Platan fer þannig víða í efnisvali, en þessi fjölbreytni er henni bæði bölvun og blessun. Allt sem ég á liggur einhvers stað- ar mitt á milli platna Kalla Bjarna og Hildar Völu, hinna tveggja sigurveg- ara Stjörnuleitarinnar. Í fyrsta lagi er hún bókstaflega mitt á milli hvað lagaval snertir; plata Kalla Bjarna var eingöngu með frumsömdu efni, plata Hildar var eingöngu með töku- lögum en hér er farið bil beggja. Í öðru lagi er hún gæðalega séð mitt á milli. Plata Kalla Bjarna var mis- heppnuð en plata Hildar Völu frá- bærlega heppnuð. Plata Snorra er of ójöfn til að teljast undir þrekvirki en góðir sprettir eru þó það margir að hér er enginn óskundi á ferð. Aðdá- endur Snorra geta því vel við unað en það er hyggilegast fyrir okkur hin að nálgast hana með gát. Víða farið TÓNLIST Íslenskar plötur Lög og textar eru eftir ýmsa höfunda, inn- lenda sem erlenda. Snorri Snorrason syngur, bakraddar og leikur á hljómborð. Aðrir hljóðfæraleikarar og söngvarar eru þau Vignir Snær Vigfússon (gítar, hljóm- borð), Eiður Arnarsson (bassi), Þórir Úlf- arsson (hljómborð, píanó, Hammond), Benedikt Brynleifsson (trommur), KK (munnharpa), Margrét Eir (bakraddir), Regína Ósk (söngur í „Himinninn og við“), Andrzej Kleina (fiðla), Zbigniew Dubik (fiðla), Guðmundur Kristmundsson (lágfiðla) og Sigurður Bjarki Gunnarsson (selló). Stjórn upptöku var í höndum Vignis Snæs Vigfússonar. Stjórn upptöku á laginu „Allt sem ég á“ var í höndum Óskars Páls Sveinssonar og þar leika undir og syngja þau Hafþór Guðmunds- son, Friðrik Sturluson, Guðmundur Pét- ursson, Kjartan Valdemarsson, Óskar Páll Sveinsson, Kristjana Stefánsdóttir og Gospelkór Reykjavíkur (undir stjórn Óskars Einarssonar). Sena gefur út. Snorri – Allt sem ég á  Arnar Eggert Thoroddsen Dvergarnir sjö úr Disn-ey-myndinni um Mjallhvíti sáu ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynningu í tilefni þess að á þingi stjarnfræðinga var ákveðið að skilgreina Plútó sem dverg en ekki stjörnu. Hljóðaði yfirlýsing dverganna á þá leið að þeim þætti ekki slæmt ef hundurinn sem fylgt hefur Mikka Mús allt síðan 1930, sama ár og plánetan Plútó var uppgötvuð, yrði áttundi dverg- urinn í hópnum. Mikka mun þykja þetta tilstand allt hið bjánalegasta og segir Plútó engan áhuga hafa á stjarn- fræði, nema þá helst að hann ýlfri á tunglið endrum og sinnum. Hvorki Mikki né dvergarnir tjáðu sig um það af hverju Plútó hvorki tal- ar né klæðist fötum, ólíkt Guffa sem mun þó líka vera hundur. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.