Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 6
Eftir Andra Karl andri@mbl.is „SUMIR hafa þetta ekki í sér og því er fín áminning að tala um þetta og fá inn í umræðuna,“ sagði Hrólfur Fossdal Ásmundsson, starfsmaður hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar, eftir námskeið um þjónustu- lund í starfi sem haldið var fyrir starfsmenn hverfisstöðva Reykja- víkurborgar og bílastæðasjóðs. Námskeiðið er hluti af símenntunar- áætlun borgarinnar sem hefur að sögn aðstandenda gefist afar vel. Hrólfur sem m.a. sinnir smíðum og viðhaldi fyrir borgina sagðist hafa verið með flest þau atriði sem farið var yfir á hreinu en ljóst væri að svo væri ekki með alla og því væru nám- skeið sem þetta nauðsynleg til að lyfta þjónustustiginu hjá starfs- mönnum borgarinnar. Af matsblöð- um sem þátttakendur skiluðu inn í lokin var ljóst að fleiri voru sama sinnis og mikill meirihluti taldi slíka kennslu skila árangri. Þetta er í fyrsta skipti – alla vega í mjög langan tíma – sem námskeið er haldið fyrir þá sem starfa í útideild- um Reykjavíkurborgar en einnig sátu það flokksstjórar, verkamenn, rekstrarstjórar og skrifstofufólk á hverfastöðvunum. Alls tóku 44 starfsmenn þátt í námskeiðinu og þótti þátttakan framar öllum vonum. Námskeiðið tók tvo tíma og verður að öllum líkindum fylgt eftir að nokkrum mánuðum liðnum, s.s. til að sjá hvernig framkvæmdin hafi geng- ið og hvort. Ræða við fólk í misjöfnu ástandi Helga Björg Ragnarsdóttir, jafn- réttis- og fræðslufulltrúi á fram- kvæmdasviði borgarinnar, og Brynja Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá þekkingarsetri Iðntæknistofnunnar, sáu um skipulagningu, þróun og framkvæmd námskeiðsins sem sér- staklega var aðlagað hópnum. „Þess- ir starfsmenn eru úti á vettvangi all- an daginn og ræða við alls kyns fólk sem getur verið í misjöfnu ástandi,“ segir Helga og tekur sem dæmi stöðumælaverði sem þurfa oft að þola óhróður frá samborgurum sín- um. „Svo eru þarna einnig starfs- menn sem sjá um snjómokstur í borginni og það er auðvelt að ímynda sér að þar geti komið upp aðstæður þar sem gott er að vera með góða þjónustulund,“ bætir Helga við. Meðal þess sem farið var yfir er hvernig bregðast á við kvörtunum og meðhöndlun þeirra. „Þetta gengur allt út á gæði þjónustunnar,“ segir Brynja. „Hvað er góð þjónusta og hvernig þjónustu vill starfsfólkið sjálft fá.“ Einnig var fólk beðið að taka dæmi um góða og slæma þjón- ustu sem það hefur fengið og farið ít- arlega í hvað hefði mátt fara betur í umræðum. Brynja segir námskeið af þessu tagi ávallt hljóta góðar viðtökur en sífellt færist í vöxt að fyrirtæki nýti sér þjónustu þekkingarsetursins. „Okkar stefna er að þjóna atvinnulíf- inu og þar sem þörfin er þá komum við inn.“ Stöðumælaverðir í eldlínunni Nokkuð var um stöðumælaverði í hópnum og var sérstaklega farið yfir hvernig taka skal á móti kvörtunum. Segja má að stöðumælaverðirnir séu sífellt í eldlínunni enda enginn ánægður með að fá fjársekt. Stöðu- mælavörður nr. 10 sagði m.a. eftir að námskeiðið var á enda runnið að ekki væru nema nokkrir dagar síðan einn vörðurinn hefði lent í útistöðum við ökumann, þá vegna þess að hann var beðinn að færa bíl sinn af gangstétt. Stöðumælavörður nr. 19 sagði ljóst að margt væri hægt að læra af nám- skeiðinu varðandi hvernig bæri að haga sér varðandi þá sem eru ósáttir við að fá sekt, en tók þó fram að ekki væri mikið um að menn æstu sig. Starfsmenn hverfisstöðva Reykjavíkurborgar og bílastæðasjóðs á námskeiði í þjónustulund í starfi Allir starfsmenn veita einhvers konar þjónustu Í HNOTSKURN » Námskeiðið er hluti af sí-menntunaráætlun Reykja- víkurborgar en starfsald- urstengdar launahækkanir eru háðar símenntun starfs- manna. » 44 starfsmenn mættu tilað hlýða á kennslu í þjón- ustulund og verða boðaðir aft- ur síðar til að meta árang- urinn. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Árangur Nokkrir þátttakendanna, stöðumælaverðir og starfsmaður framkvæmdasviðs ásamt skipuleggjendum. Áhugi Starfsmenn borgarinnar voru almennt séð mjög ánægðir með námskeiðið og tóku þátt af miklum áhuga. 6 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR aktu enga áhættu!g i eldu KEA í jólamatinn Á RÁÐSTEFNU RSE, Rannsókn- armiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál, sem haldin var á Grand hótel um miðja viku um náttúru- auðlindir, kom bersýnilega fram í erindum framsögumanna að mikil ólga er meðal landeigenda vegna úrskurða óbyggðanefndar um þjóðlendur og dóma sem fallið hafa í kjölfarið. Ólafur Björnsson, lög- maður nokkurra landeigenda, seg- ir ríkið greinilega fara offari og telur sönnunarbyrði landeigenda í mörgum tilvikum of þunga. „Ríkið fer greinilega offari mið- að við þann grunntón sem var í úr- skurðum óbyggðanefndar og fyrsta dómi Hæstaréttar,“ segir Ólafur sem telur rök liggja fyrir því að draga úr kröfugerð ríkisins og reyna að leita eftir meiri sátt í málinu. Í erindi Ólafs benti hann m.a. á dæmi þess að óbyggðanefnd hefði ekki tekið mark á landa- bréfamerkjum. „Meginniðurstaðan er sú að jarðir með þinglýstum landabréfamerkjum eru eignar- land, afréttarlönd á miðhálendinu þjóðlenda. Síðan eru á þessu ákveðnar undantekningar og þær byggjast á því hvernig óbyggða- nefnd og dómstólar meta þessi gögn. Niðurstaðan sem komist hefur verið að er að þrátt fyrir ákveðin skjöl sem landeigendur hafa, þá hafa þau ekki dugað,“ segir Ólafur og gagnrýnir þá dóma harðlega. „Þeir hafa verið svolítið misvísandi, ekki síst fyrir það að í þeim er lögð mjög þung – óhóflega þung – sönnunarbyrði. Landeig- endur eru ekki látnir njóta vafans varðandi landnámsupplýsingar og jafnvel er verið að krefja menn um gögn aftur í miðaldir sem allir vita að eru ekki til.“ Umdeild túlkun hefðalaga Annað, sem Ólafur bendir á í þessu samhengi, er, að svo virðist sem svokölluð hefðbundin afrétt- arnot, fyrst og fremst sauðfjárbeit og veiði, dugi ekki til að hefða land. „Menn hafa reynt að nýta landið eins og hægt er á hverjum tíma og talið sig hafa einkarétt á því innan sinnar jarðar. En dóm- stólar hafa horft til þess að nýrri nýting, s.s. vatnsréttindi eða jarð- hiti, hafi aldrei verið notuð og menn því ekki unnið hefð,“ segir Ólafur og bætir því við að það séu auðvitað umdeild sjónarmið. Óhóflega þung sönnunar- byrði í þjóðlendumálum Lögmaður landeigenda telur ríkið fara offari miðað við grunntón í úrskurðum óbyggðanefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.