Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 23
kom í ljós að fyrri eigendur gátu ekki tekið hann aftur. Við þær frétt- ir kviknaði hjá mér löngun til að taka Mosa að mér. Halldór var ekki eins spenntur enda er hann trygg- lyndur og var ekki búinn að jafna sig á fráfalli Snotru.“ Úr varð algjör ástarsaga Anna kveðst hafa farið að málinu með hægðinni. „Ég impraði á þessu annað veifið og loks kom að því að Mosi fékk reynslutíma. Ég fékk að koma með hann heim eina helgi. Eftir það varð ekki aftur snúið og úr varð algjör ástarsaga milli Halldórs og Mosa,“ segir Anna. Halldór samsinnir því en bendir á að enginn sé kettinum samt kærari en Anna. „Ást Mosa á Önnu er fölskvalaus. Hann er til dæmis alltaf með það á hreinu hvenær hún kem- ur heim. Enda þótt engin merki séu um að hún sé að koma stillir hann sér upp við dyrnar og bíður. Það bregst ekki að skömmu síðar birtist Anna. Þetta er stórmerkilegt næmi.“ Halldór segir það svo sem engin ný vísindi að kettir séu klókir og að mörgu leyti mennskir. „Ég er viss um að þeir skilja miklu meira en margur heldur. Svo eru þeir líka svo skemmtilega sjálfstæðir. Minna oft á betri helming mannkynsins hvað það varðar. Er ekki líka sagt að hundar þurfi að hafa húsbónda en kettir hafi starfslið,“ segir Halldór og glottir. Hvar er bróðir Mosa? Anna er sannkölluð kattakona. Fékk sinn fyrsta kött sex ára og hefur átt þá býsna marga síðan. „Það býr einn hérna fyrir utan hjá mér í Kaliforníu og ég vildi gjarnan taka hann inn en hann tekur það ekki í mál. Það væsir svo sem ekk- ert um hann hérna í hitanum, auk orri@mbl.is þess sem fólk veit af honum og gef- ur honum að éta.“ Og hún hefur augastað á fleiri köttum. „Við vitum að Mosi ólst upp með bróður sínum og ég hef stund- um stungið upp á því við Halldór að hafa uppi á honum,“ segir hún og hlær. Halldór hefur átt færri ketti um dagana, aðeins einn fyrir utan Mosa og Snotru. Það er hins vegar svo merkilegt að þeir eru allir nauðalíkir í útliti. Það staðfesta ljósmyndir sem Halldór sýnir blaðamanni áður en hann hverfur á braut. Heimsóknin er sumsé á enda. Blaðamaður þakkar fyrir sig, kveð- ur Halldór og Mosi fylgir honum samviskusamlega til dyra – eins og sönnum húsbónda sæmir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 23   Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is 84.800 KG 36SX00FF Mjög vandaður kæli- og frystiskápur með tveimur pressum. Hæð: 185 sm. Jólaverð: . kr. stgr. 68.900 WM 12E460SN 6 kg þvottavél með íslenskum merkingum. 15 mín. hraðkerfi. Orkuflokkur A plús. Jólaverð: . kr. stgr. 79.800 HL 423200S Gæðaleg eldavél með keramíkhelluborði. Fjölvirkur stór ofn (58 lítrar). Jólaverð: . kr. stgr. SE 45E251SK Sérlega hljóðlát og sparneytin fimm kerfa uppþvottavél. A/A/A. Jólaverð: 59.800 kr. stgr. ET 715501 Smekklegt keramíkhelluborð með snertihnöppum. Jólaverð: 54.000 kr. stgr. HB 330550S Hagkvæmur og huggulegur bakstursofn. 58 lítra, 8 hitunaraðgerðir. Jólaverð: 79.000 kr. stgr. VS 01E1800 Létt og lipur ryksuga. 1800 W. Jólaverð: 8.900 kr. stgr. Matador Vandaður gólflampi með góða lýsingareiginleika. Jólaverð: 6.900 kr. stgr. Bosch MUM 4405EU Öflug hrærivél á mögnuðu verði. Jólaverð: 9.800 kr. stgr. Bosch TWA 3000 Margviðurkennt vöfflujárn. 1000 W. Jólaverð: 5.900 kr. stgr. TW 47101 Hraðsuðukanna sem tekur 1,2 lítra. 2400 W. Jólaverð: 3.900 kr. stgr. Gigaset AS140 DUO Þráðlaust símtæki með auka-handtæki. Jólaverð: 5.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Falleg vasaúr Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.