Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 24

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 24
Lífshlaup 24 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ávaxinn og svipmikill með sitt gráa hár og yfirskegg minnir hann meira á reffilegan heimsborgara en ís- lenskan sveitamann. Guðni Þórðar- son er hvorutveggja. Hann kynntist íslensku þjóðinni gegnum langt starf við blaðamennsku en einnig fjarlæg- ari slóðum og ferðalögum og nýtti vitneskjuna til að opna löndum sínum leið út fyrir landsteinana og víkka sjóndeildarhringinn. Hann er orðinn 83 ára, en ber þess fá merki; yfirbragðið er ungt, augun kvik og brosið hlýtt. Hann hefur ný- lega verið greindur með ólæknandi krabbamein, en lætur það ekkert á sig fá, hefur skutlað aftur fyrir sig einu stykki ævisögu, sem Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur ritar, og er enn með ýmislegt á prjónunum. Guðni í Sunnu er Guðni í Sunnu. Þú lítur vel út, segi ég. Hefurðu alltaf stundað heilbrigt líferni, sem kallað er. „Ja, ég veit það nú ekki,“ svarar hann brosandi. „Ég hef ekki ánetjast brennivíni eða tóbaki. En aldrei hef ég hugsað um að borða hollan eða óhollan mat heldur bara þann sem mér finnst góður.“ Hefur matur verið þín helsta lífs- nautn? „Já, ég held að svo sé. Tek þó fram að vín með mat er fyrir mig hluti af góðri máltíð. Það hef ég vanist á gegnum kynni mín af Suðurlanda- búum. En brenndir drykkir finnst mér vondir.“ Guðni segir að sér líði ágætlega þrátt fyrir sjúkdómsgreininguna fyr- ir nokkrum vikum. „Ég er í lyfja- meðferð og hún fer bærilega í mig, enn sem komið er. Maður veit að sjálfsögðu aldrei hvenær þessum vá- gesti þóknast að hægja eða hraða á sér. En það heldur ekki fyrir mér vöku. Enda hefði það enga þýðingu.“ Hann segist vel settur með faglegt aðhald, því sjö læknar séu honum ná- komnir í fjölskyldunni. „En auðvitað hrökk ég við þegar þessi greining var kynnt mér. Svo hef ég reynt að ýta henni frá mér. Við erum öll á sömu leið. Bara spurning um tíma hvenær við náum endastöðinni.“ Sumir tala um tvær hugsanlegar endastöðvar: Uppi eða niðri? „Já, ég veit ekkert um það. Amma mín, sem ól mig upp þar til hún lést er ég var sextán ára, kenndi mér korn- ungum bænir og las yfir mér skáld- skap séra Hallgríms Péturssonar. Séra Friðrik Friðriksson varð líka mikill áhrifavaldur í mínu lífi, fermdi mig í Akraneskirkju, tók mig síðan í einkakennslu og var mér náinn lengi. Hann lét mig lofa sér tvennu: Að reykja ekki fyrr en eftir átján ára ald- ur og að verða prestur. Ég stóð við það fyrra, en þegar ég mætti sem blaðamaður um borð í Esjuna til að taka á móti styrjaldarhrjáðu fólki, sem hafði orðið innlyksa í Danmörku, var séra Friðrik í þeim hópi. Hann horfði hvasst á mig meðal blaða- mannanna og sagði um leið og við heilsuðumst: Þú hefur ekki staðið við loforðið. Ég sagði honum sem satt var að mig langaði ekki til að verða lúterskur prestur. Hann tók það sem gilda afsökun, því sjálfur var hann mjög kaþólskur í sinni kenni- mennsku. Alla mína ævi hef ég hins vegar farið með bænir og ekki aðeins þegar blásið hefur á móti, heldur einnig í meðbyr. Ég hef þá trú að við höfum ekki allt í okkar eigin hönd- um.“ Hefurðu trú á að eitthvað taki við eftir líkamsdauðann? „Já. Ég hef ekki séð inní annan heim, að minnsta kosti ekki í vöku. En mig hefur oft dreymt bæði ömmu mína og Ingólf son okkar, sem fórst í umferðarslysi í Svíþjóð fyrir fimm ár- um, með þeim hætti að ég þykist vita um aðra tilvist en þessa.“ Vernd hulins valds Guðni kom inní þessa tilvist á Hvítanesi í Borgarfjarðarsýslu. „Þarna við ósa Grunnafjarðar, Akra- nesmegin, ólst ég upp við mikla nátt- úrufegurð og fuglalíf. Þessi paradís Ekkert tek ég yfir landamærin Maðurinn, sem átti stóran þátt í að gera öllum Íslendingum kleift að verða heimsborgarar, fór flatt á því. Hann segist hafa stigið á samtryggð- ar hagsmunatær. Ferðamálafrömuðurinn Guðni í Sunnu hefur nú lagt í ferðalag um eigið líf og lítur um öxl í nýrri ævisögu, ekki leiður en stundum réttlátlega reiður. „Sá biturleiki, sem ég fann á sínum tíma, snerist um óréttlætið: Hvernig menn misnotuðu valdastöðu sína,“ seg- ir hann í samtali við Árna Þórarinsson. Guðni „Mér hefði þótt lífið ósköp litlaust og bragðlaust ef ég hefði verið skrifstofumaður frá níu til fimm alla daga alla ævi...“ Morgunblaðið/Kristinn Æskulýðsleiðtoginn Séra Friðrik Friðriksson í heimsókn að fylgjast með tvíburum Sigrúnar og Guðna, Jóni Snævarri og Valgerði Margréti, sem hann hafði skírt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.