Morgunblaðið - 10.12.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.12.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 25 er nú einn af þremur alþjóðlega vernduðum náttúrustöðum á Íslandi, þótt minna fari fyrir honum í um- ræðunni en hinum tveimur, Mývatni og Þjórsárverum. Ungur tengdist ég því íslenskri náttúru og dýralífi sterk- um böndum og talaði mikið við æðar- fugl jafnt og selkópana sem sátu á klöppunum við sjóinn. Á okkar heim- ili var algjörlega bannað að deyða fugla og sel, sem borgaði stundum fyrir sig með því að reka tíu eða tutt- ugu laxa inní netin hjá okkur. Þessi staður, sem nú heitir Vallanes, er enn í okkar fjölskyldu og ég fer þangað oft til að njóta kyrrðar og fegurðar.“ Sem barn sá Guðni inní aðra veröld þessarar náttúruparadísar. „Ég sá huldufólk, rétt einsog ég sé þig núna. Sérstaklega er eitt tilvikið mér minn- isstætt og ótvírætt. Þá reri huldufólk- ið á bát inní klettana við ströndina. Mikill vinur minn, Jóhannes Kjarval listmálari, sem ég kynntist gegnum blaðamennskuna, trúði líka á huldu- fólk, einsog sjá má af mörgum hans bestu málverkum. Hann málaði einn- ig þetta atvik og gaf mér myndina, sem enn hangir í stofu okkar hjóna.“ Í ævisögunni kemur einmitt fram að Kjarval sagði þetta atvik hafa ver- ið það sem „mestu skipti í lífi þínu.“ Ertu sammála því? „Ja, ég get að minnsta kosti þakk- að fyrir það að eitthvert hulið vald hefur haldið verndarhendi yfir mér, þrátt fyrir allt, jafnvel í ýmsum orr- ustum á viðskiptasviðinu sem skæðar voru. Tvö atvik skera sig þó úr. Þá skeikaði örfáum mínútum að ég fær- ist. Það fyrra var þegar ég þurfti að fara til Vestmannaeyja sem blaða- maður og kom of seint niður á höfn og horfði á eftir skipinu sigla útum mynnið. Það fórst svo um morguninn í óveðri í innsiglingunni í Vestmanna- eyjum og enginn komst af. Seinna skiptið var ég hættur í blaðamennsk- unni og kominn í flugútgerð, staddur sem oftar í Las Palmas á Kanarí- eyjum og var á heimleið gegnum Evrópu. Mér bauðst að komast með KLM-júmbóþotu frá Tenerife til Amsterdam, en milli eyjanna er bara kortersflug. Þegar ég mætti útá völl og var kominn með brottfar- arspjaldið fyrir ferjuflugið yfir til Te- nerife sprengdu Baskar upp blóma- búð í flugstöðvarbyggingunni. Vellinum var lokað í skyndingu og öll flug stöðvuð í tvo tíma. Á meðan fór KLM-vélin frá Tenerife í loftið og rakst fyrir mistök flugumferðar- stjórnar á aðra júmbóþotu frá Pan American. Þetta varð mesta flugslys sögunnar; báðar vélarnar fullhlaðnar eldsneyti og farþegum og allir fórust í gríðarlegu eldhafi. Þarna munaði kannski fimm mínútum að ég væri um borð.“ Án þess að gá til veðurs Það var tilviljun að Guðni Þórðar- son gerðist blaðamaður árið 1944, 21 árs að aldri, en sú tilviljun leiddi hann síðan á vit ævintýra og athafna á er- lendum vettvangi. „Ég hafði hugsað mér að halda áfram námi í MR. En fyrir dyrum stóðu breytingar og stækkun á Tímanum. Þar voru þá að- eins tveir blaðamenn, Þórarinn Þór- arinsson ritstjóri og Jón Helgason. Hermanni Jónassyni, formanni Framsóknarflokksins og blaðstjórnar Tímans, hafði verið bent á mig sem efni í blaðamann og var ég ráðinn sem þriðji maður á ritstjórn. Ég hélt ég gæti stundað menntaskólanámið meðfram starfinu en það reyndist auðvitað ógerlegt. Ég dagaði uppi í blaðamennsku í hátt á annan áratug.“ Hann segir að fjölskyldan hafi ekki verið ánægð með þessa ákvörðun. „Þar var mikið íhaldsfólk í allar ættir og Framsóknarflokkurinn ekki hátt skrifaður. En langafi minn var Eng- eyingur og kannski hef ég þrákelkn- ina þaðan. Um Engeyinga var sagt að þeir færu gjarnan á sjó án þess að gá til veðurs; margir þeirra gistu þá votu gröf. Sjálfsagt hef ég gert eitthvað svipað í atvinnulífinu, lagt af stað án þess að gá til veðurs og jafnvel fiskað í landhelgi án þess að hafa kannað að himnafaðirinn var búinn að úthluta öðrum einkakvóta!“ Sjálfur kveðst Guðni aldrei hafa verið pólitískur í flokkslegum skiln- ingi og hvergi skráð sig flokksbund- inn. „Dagblöðin voru í eigu stjórn- málaflokkanna, nema Mogginn og Vísir, sem rekin voru af hlutafélögum en studdu Sjálfstæðisflokkinn. Menn leyfðu sér ekki að skrifa gegn hags- munum þessara eigenda. Þing- fréttaritarar blaðanna sátu þing- flokksfundi viðkomandi flokka. Það átti þó ekki við um mig. Ég var þing- fréttaritari Tímans í þrjá-fjóra vetur en sat aldrei slíka fundi vegna þess að ég var ekki í Framsóknarflokknum. Mín blaðamennska var ópólitísk og, að ég tel, fagleg. Ég fjallaði mikið um atvinnulífið, kom upp fréttaritara- kerfi um landið og annaðist öll sam- skipti blaðsins við hernámsliðið, svo ég taki dæmi. Ég fór til Bandaríkj- anna og lærði „photojournalism“, einsog það er kallað, ljósmyndablaða- mennsku, sem þá var að ryðja sér til rúms með útgáfu Life og fleiri slíkra blaða. Þegar ég kom heim tók ég að skrifa greinar og viðtöl sem voru myndskreytt. Það heyrði til nýmæla í fjölmiðlun á Íslandi. Þá var algengast að menn tækju landslagsmyndir, en ég lét það nánast alveg eiga sig og einbeitti mér að fólkinu í landinu og lífi þess. Þetta voru afskaplega áhugaverðir tímar og blaðamennskan átti vel við mig. Í rauninni kynntist ég íslensku þjóðinni í þessu starfi og tengdist henni nánari böndum. En ég vandist einnig á mikil ferðalög og þau urðu til þess að óviljandi lenti ég inná þeirri braut, að búa til utanlands- ferðir fyrir landsmenn.“ Pappírar í stað peninga Hvað finnst Guðna um þessi tvö helstu athafnasvið sín, íslenska fjöl- miðlun og útrás, einsog þar er um að litast núna? „Þar er mikið líf og fjör. Sam- keppnin á fjölmiðlamarkaðinum er al- mennt til góðs, en ég er dálítið hræddur um að fríblöðin, sem oft eru með fína takta í blaðamennsku, þurfi að taka fullmikið tillit til þeirra sem borga brúsann, eigenda og auglýs- enda, því þriðja stoðin, lesendur, leggur þar ekkert fé af mörkum. Hættan er að minnsta kosti sú, að þessi gjafablöð verði litlausari og taki ekki á málum, eða taki á þeim með sambærilegu hugarfari og við gerð- um á flokksblöðunum; þau kafi ekki djúpt og leyfi sér ekki að leggja margar síður undir efnismeiri grein- ar. Ég stend mig að því enn þann dag í dag að lesa blöðin einsog blaðamað- ur; sú baktería hverfur ekki úr blóð- inu hafi hún sest þar að á annað borð. Ég les öll blöðin alla daga. Og ég segi það ekki vegna þess að þú ert hjá Morgunblaðinu, en mér finnst það blað hafa þá sérstöðu að gefa meira rúm undir bitastæðara efni. Um útrásina segi ég þetta: Ég rak flugfélag, sem á tveimur árum eign- aðist þrjár fjögurra hreyfla úthafs- þotur og þær flugu til 30 landa. En á þessum útrásartíma þurfti maður peninga. Nú finnst mér að menn þurfi aðallega pappíra til útrásar. Ég skil » „Það hefur ekki veriðmér eðlilegt að tjá tilfinningar mínar og sýna t.d. börnum mínum föðurlegan kærleika, vegna þess að ég þekkti ekki slíkt í minni æsku. Ég bara veit ekki hvað það er …“ Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 E N N E M M / S IA • N M 24 89 8 Frá 99.690 kr.* Beint flug Sand Castles Sunset Jamaica Grande Resort Glæsileg lúxusgisting Gran Bahia Principe Jamaica – glænýtt lúxushótel Opnar 15. des. 2006 Allt innifalið í 10 daga - frá aðeins 119.790 kr. Allt innifalið í 10 daga - frá aðeins 114.790 kr. Gran Bahia Principe Jamaica – allt innifalið Mjög gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina í hjarta Ocho Rios með góðri aðstöðu. Aðstaða og aðbúnaður hótelsins var endurnýjað nýlega. Glæsilegur garður með 5 sundlaugum, veitingastöðum, börum o.fl.. Herbergi eru með sjónvarpi, síma, loftkælingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Örstutt er í mannlífið fyrir þá sem kjósa að leita út fyrir hótelið. Gott 3ja stjörnu hótel við ströndina, skammt frá Sunset Beach Resort. Vel búin herbergi, með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og ísskáp. Öll herbergi með svölum. Sundlaug, garður, bar, veitingastaður, móttaka. Góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldari gistingu með minni þjónustu, en frábæra staðsetningu og gott verð. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Stórglæsilegt og splunkunýtt fimm stjörnu glæsihótel við ströndina í Runaway Bay. Hér finnur þú alla þá þjónustu í fríinu sem hægt er að óska sér. Glæsilegan garð með 3 sundlaugum, barnalaugum, fjölda veitingastaða, bara, verslana, líkamsrækt og tennisvöllum. Golfvellir og fjölbreytt sjósport í nágrenninu. Hótelið er með 700 herbergi sem öll eru svítur með nuddbaðkari. Öll herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Þetta er stórglæsilegt hótel og örugglega eitt það allra besta á Jamaica – hér er dekrað við þig í aðbúnaði og þjónustu. Allt innifalið: • Morgunverðarhlaðborð • Hádegisverðarhlaðborð • Kvöldverður (val um 5 veitingastaði) • Innlendir drykkir • Aðgangur að diskóteki hótelsins • Aðgangur að líkamsrækt • Sólbekkir, sólhlífar og handklæði • Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin • Minibar m/vatn, gos og bjór (fyllt á daglega) • Köfunarkennsla í sundlauginni (1 klst.) • Frítt á brimbretti, tennis, báta án mótors eða reiðhjól (í 1 klst.) Hvað er í boði • 5 veitingastaðir • 5 barir • 3 sundlaugar • Verslanir • Öryggishólf (gegn gjaldi) • Barnagæsla • Líkamsrækt • Heilsulind • Barnaklúbbur • Tennisvellir • Fjölbreytt sjósport • Diskótek • Píanó bar, Karaoke bar og sport bar • Mótor- og reiðhjólaleiga • Læknisþjónusta • Golf, Runaway Bay Golf Club • Kayakar • Skemmtidagskrá fyrir börnin Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica ríkir einnig einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og með þeim fegurstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem eru einstakar og láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir sem hafa komið til Jamaica eru flestir sammála um að eyjan hafi einstakt aðdráttarafl. Hún er einn þessara heillandi áfangastaða Karíbahafsins sem laða ferðmenn til sín aftur og aftur. *) Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Sand Castles í 9 nætur. Verðdæmi eru netverð á mann m.v. í gistingu tvíbýli. Verð getur breyst án fyrirvara. Öll herbergi eru svítur Aukaferð 13. febrúar þökkum ótrúlegar viðtökur! Ferðin 4. feb. seldist upp á örskotsstundu. Jamaica 4. feb. – UPPSELT • 13. febrúar – AUKAFERÐ 10 daga ferð - 9 nætur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.