Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 29

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 29
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 29 G angið í bæinn. Nóg pláss hjá okkur, við erum bara með eitt lík hér inni,“ segir Ralf og hleypir gestum inn í leikritinu Herra Kolbert, sem sýnt er hjá Leikfélagi Akureyrar. Blaða- maður lofar engu líki þegar hann hittir höfundinn David Gieselmann á Sólon, en býður honum upp á kaffi í staðinn. Það er föstudagur þegar viðtalið fer fram og Gieselmann hefur aðeins 45 mínútur í miðborg Reykjavíkur til að drekka bik og reykja tjöru, sem rennur vel saman við svartan húmorinn. Þá flýgur hann norður til að vera viðstaddur hátíðarsýningu á Herra Kolbert, sem fram fór í gær- kvöldi. „Það er auðvitað ástæðan fyrir því að ég kem til Íslands og sannast sagna óvenjulegt að leikrit öðlist slíkar vinsældir. Ég skrifaði það á lokaári námsins í Berlín og bjóst ekkert frekar við að það yrði sett upp, en svo breytti það lífi mínu. Með því fór ég loks að hafa lifibrauð af skrifum og í þýskum leikhúsheimi er ég enn maðurinn sem einu sinni skrifaði Herra Kolbert, þó að sjö ár séu liðin síðan. Ég er enn að ferðast til framandi landa til að fylgjast með uppfærslum, sem eru orðnar 26 tals- ins í 20 löndum. Þetta á örugglega ekki eftir að gerast aftur í mínu lífi … kannski eftir 20 ár, – en ég held ekki.“ Meiri áhrif en leikari Gieselmann fæddist árið 1972 í Darmstadt, 160 þúsund manna bæ í grennd við Frankfurt, ólst þar upp og ætlaði að leggja leiklist fyrir sig. „Í menntaskóla lék ég í öllum skóla- leikritum og á sama tíma byrjaði ég að skrifa, en aðeins lagatexta eða smásögur, eins og margir á þessum aldri. Svo samræmdi ég þetta tvennt og leið strax vel með þá ákvörðun að skrifa leikrit, því þannig fannst mér ég hafa meiri áhrif á það sem fram fór á sviðinu en sem leikari.“ Gieselmann lauk námi í Listahá- skólanum í Berlín í handritaskrifum árið 1998, bjó þar í áratug og stýrði eigin leikritum. „Það var í jaðarleik- húsum í Berlín og á þeim tíma hafði ekkert af mínum leikritum verið sett upp. Ég var í raun að prófa skrifin á leiklistarnemum úr Listaháskól- anum og hugsaði með mér að ef eng- inn annar fengist til þess, þá gerði ég það bara sjálfur.“ Við það breyttist nálgun Giesel- manns í leikritaskrifum. „Áður skrif- aði ég þyngri texta í ætt við þýska leikhúshefð, svo sem Heine Müller og Bertolt Brecht. En með sam- vinnu við leiklistarnemana komst ég að því að maður þyrfti ekki að vera svona menningarlegur. Sumir segja að Herra Kolbert sé gagnrýni á leið- indin í lífi fólks. Ef ég hefði stefnt meðvitað að því, þá hefði leikritið orðið leiðinlegt. En ef persónur eru vel gerðar og leikarar komast í snertingu við þær, þá er það grunn- urinn að góðu leikhúsi.“ Sæki í fólk sem ég þekki – Hvernig skaparðu persónur? „Ég er oft með leikara í huganum og set hluti honum tengda í karakt- erinn, án þess að það sé augljóst eða hægt sé að bera kennsl á það. Og á vissan hátt sæki ég í persónur í mínu umhverfi, fólk sem ég þekki, en ég breyti því um leið. Ég þekki til dæm- is engan sem hefur drepið mann! Úr því ég skrifa gamanleiki er persónu- sköpun auðveldari. Það getur til dæmis verið nóg að ákveða í byrjun að persónan sé mjög feimin, eitt eða tvö mjög skýr persónueinkenni duga, og smám saman mótast kar- akterinn út frá því.“ – Þú skrifar ekki heilu doðrantana um bakgrunn hverrar persónu? „Nei, mér finnst spennandi að vita ekki of mikið um persónurnar í byrj- un, því þá verða þær opnari og með- færilegri.“ – En uppbygging sögunnar? „Ég beiti sömu nálgun og í per- sónusköpuninni, er með eina til þrjár sterkar hugmyndir og vinn út frá þeim, en reyni að festa ekki hvert smáatriði. Í Herra Kolbert vissi ég að annað parið héldi því fram í upp- hafi að það hefði drepið einhvern, en ég var ekki búinn að ákveða hvort það hefði gerst eða ekki. Þess vegna er sú spurning svona opin í upphafi og ég vona að áhorfendur sjái ekki fléttuna fyrir. Þannig hef ég líka rými til að athafna mig; það kviknar margt meðan á skrifum stendur.“ – Og framvindan er óvenjuleg. „Byrjunin er hefðbundin en smám saman verður hún furðulegri og galdurinn er að fá áhorfendur til að fallast á framvinduna og fylgja sögu- persónunum inn í óvissuna.“ – Þar geta áhorfendur aldrei gengið að neinu sem vísu. „Nei, það besta sem getur gerst er að þeir vilji að Edith drepi Bastian. Í raun er mjög undarlegt ef þeir óska þess. Ég held að áhorfendum lítist ekkert á blikuna, ekki aðeins vegna persónanna á sviðinu heldur einnig vegna þess að þeir samsama sig við Edith, skilja hana og fylgja persón- unum alla leið inn í veruleika sem er fjarri þeirra gildum og rímar alls ekki við tilveruna utan veggja leik- hússins.“ Kötturinn í kassanum – Er boðskapur með verkinu? „Eiginlega vildi ég leggja það upp í hendurnar á því fólki sem setur upp leikritið, en ég hafði endinn þannig að það áttaði sig á því að þetta væri ekki aðeins gamanleikur. Ég vildi að það hugsaði um endinn frá byrjun og hvernig það kæmist frá leikritinu.“ – Það er áhrifaríkt að stilla upp svörtum kassa á miðju sviði. „Fyrst annað parið heldur því fram að það hafi drepið einhvern, þá blasir sú lausn við. Áhorfendur verða að upplifa þá staðhæfingu með sjónrænum hætti. Hugmynd er allt- af sterkari ef fótur er fyrir henni á sviðinu – fyrir augum áhorfenda.“ – Það hefur verið talað um ádeilu á afþreyingarsamfélag leiðindanna, en svartir kassar eru á öllum heim- ilum með leyndarmálum, svikum eða að minnsta kosti samviskubiti yfir sveltandi börnum í Afríku. „Svo lengi sem svarti kassinn er ekki opnaður á hvort tveggja við. Hélt ekki heimspekingur því fram um kött í skókassa að ef hann vissi ekki hvort hann væri á lífi, þá væri hann bæði lifandi og dauður – svo lengi sem hann opnaði ekki kass- ann?“ Og Gieselmann segir gagnlegt út frá sjónarmiði höfundarins að átta sig á því að sumar persónur hafa meiri upplýsingar en aðrar og að stundum hafa áhorfendur meiri upp- lýsingar en persónur á sviðinu. „Ein leiðin er sú að velja í upphafi hver hefur upplýsingar og hver ekki. Leikurinn með nöfnum á enninu er skýrasta dæmið um þetta, þar sem áhorfendur vita nokkuð sem leik- ararnir vita ekki og engir leikaranna búa yfir sömu upplýsingum. Atriðið er einfaldasta leiðin til að skrifa gamanleik, því hann snýst um að áhorfendur séu einu skrefi á undan.“ Gieselmann var brandarahöf- undur fyrir MTV í Þýskalandi. „Ég skrifaði fimm línu brandara fyrir daglegan þátt Christian Ulman, sem nú leikur í kvikmyndum. Þeir sner- ust að mestu um daglegt líf og stjórnmál eins og birtingarmyndin var í gulu pressunni. Ég vaknaði snemma á morgnana og las blöðin og þetta var mikil vinna, en mun minna útborgað en í leikhúsinu, þannig að ég hætti eftir hálft ár. En þetta var dýrmæt reynsla.“ Eftir áratug í Berlín flutti Giesel- mann til Hamborgar með eiginkonu sinni, Maren, og eiga þau soninn Matta. Nú vinnur hann að söngleik sem fléttar saman sögur sem gerast í þremur hótelherbergjum hlið við hlið á sviðinu. Hann stundar vett- vangsrannsóknir á hóteli fyrir norð- an um helgina og fylgist með í næsta húsi þegar Edith spyr vandræðaleg: „Lík?“ Og Ralf svarar: „Engar áhyggjur, það er ekki komin fýla af því enn.“ Þekki engan sem hefur drepið mann Herra Kolbert hafði ekki aðeins afdrifaríkar afleiðingar fyrir per- sónur leikritsins heldur einnig líf höfundarins. Pétur Blöndal talaði við David Gieselmann. Morgunblaðið/Golli Fjölhæfur David Gieselmann hefur skrifað leikrit, leikið, leikstýrt og skrifað brandara fyrir MTV. » „Ef persónur eru vel gerðar og leikarar komast í snertingu við þær, þá er það grunn- urinn að góðu leikhúsi.“ LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Glæsileg kvenúr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.