Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 41

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 41 vettvangi og einstaka stjórnmálaflokkar hafa tekið eindregna afstöðu gegn því. Þrátt fyrir það hafa hinir einkareknu valkostir orðið til eins og fram er komið. Og ljóst að umsvif þeirra eru mikil þegar 14 þúsund aðgerðir og kannski enn fleiri eru gerðar utan sjúkrahúsa. Þessi miklu umsvif vekja hins vegar upp aðrar spurningar og þá m.a. hvers konar kröfur hægt sé að gera til einkarekinna læknastofa að öðru leyti en því sem hér hefur verið til umræðu. Frá sjónarhóli viðskiptavina heilbrigðiskerf- isins er ýmsu ábótavant sem ekki lýtur að flókn- um rekstri á skurðstofum eða aðgerðastofum. Hin einfalda athöfn að komast í samband við lækni hefur áratugum saman verið of flókin í okkar landi. Enn er biðraðamenningin t.d. í há- vegum höfð á heilsugæzlustöðvum þar sem fólki er bent á að hringja í lækni á tilteknum tíma, kannski hálftíma eða klukkutíma á dag og allir liggja í símanum til þess að hringja stanzlaust í símanúmer sem alltaf er á tali. Þetta þekkja allir sem á annað borð þurfa að eiga samskipti við lækna og augljóst að þetta eru gersamlega úrelt vinnubrögð. Þótt hér séu heilzugæzlustöðvar sérstaklega nefndar á þetta við í einstaka til- vikum á Landspítalanum sjálfum þegar afla þarf upplýsingar um tilteknar aðgerðir og vafalaust víðar. Heilbrigðiskerfið þarf að koma fram ekki breytingum á þessu kerfi heldur byltingu. Það tekur alltof langan tíma a.m.k. í sumum tilvikum fyrir sjúklinga að fá viðtal við lækni á einkareknu læknastofunum. Þær ættu einmitt að taka forystu um breytingar á því kerfi sem verkar þannig að sjúklingar þurfa að bíða vikum saman eftir viðtölum. Og ekki tekur betra við eftir að sjúklingar hafa komizt í viðtöl hjá lækni sem kostar bæði sjúkling og almannasjóði verulega fjármuni. Upplýsingar sem læknar hafa um sjúkling virð- ast vera af skornum skammti eða þeir hafa ekki lagt sig eftir því að afla þeirra sem ekki eru góð vinnubrögð. Er ekki kominn tími til að sjúkling- ur hafi sjálfur í sínum fórum kort sem veitir allar tiltækar upplýsingar um heilsufar hans og læknar geta litið á í upphafi viðtalstíma við sjúk- ling? Þegar sjúklingur hefur loks komizt í viðtal við lækni, hvort sem er á einkarekinni læknastofu, heilsugæzlustöð eða á spítala, bíða hans sömu spurningar aftur og aftur en það er ekki jafn auð- velt að fá svörin. Á ekki sjúklingur sjálfsagða kröfu á því að fá skriflega greinargerð frá lækni um heilsufar sitt að loknum rannsóknum? Það gerist stundum en ætti að vera föst regla. Einkareknar læknastofur ættu að taka frum- kvæði um að breyta þeim vinnubrögðum sem snúa að sjúklingum og hafa verið landlæg hér í heilbrigðiskerfinu í áratugi. Eru rökin fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu ekki einmitt þau að sjúklingar geti búizt við betri þjónustu en í op- inbera kerfinu? Með sama hætti og hægt er að setja staðla um eftirlit landlæknisembættis með einkareknum læknastofum hlýtur að vera hægt að setja staðla um það hvaða kröfur sjúklingar geti gert til heil- brigðiskerfisins, hvort sem um er að ræða sjúkra- hús, heilsugæzlustöðvar eða einkareknar lækna- stofur og þeim er gert skylt að uppfylla. Staðlar um skoðanafrelsi? Þ essar umræður um staðla í heil- brigðiskerfinu leiða hugann jafn- framt að því hvort ekki sé hægt að setja „staðla“ eða á venjulegu máli, almennar reglur, sem tryggi að hið stjórnarskrárvarða tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi nái inn fyrir veggi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun og byggt hana á samtölum við starfsfólk spítalans að þar sé markvisst unnið gegn því að því að fólki tjái sig eða þori að tjá sig um málefni spítalans. Fyrir nokkru kom það fram hér í blaðinu að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra hefði haft orð á þessum ásökunum á opnum fundi og gert lítið úr. Eins og við mátti búast urðu þau ummæli tilefni til straums af orðsendingum til ritstjórnar Morgunblaðsins um að ráðherrann færi með rangt mál og svo væri komið að starfs- fólk þyrði alls ekki að tjá sig málefni spítalans eða hafa aðra skoðun á þeim en æðstu stjórnendur. Enda mætti fólk búast við refsingum af ýmsu tagi ef ekki einelti. Þetta er alvarlegt mál, svo alvarlegt að það er ekki hægt að láta eins og þessi vandi sé ekki til staðar á spítalanum. Stjórnarnefnd spítalans á auðvitað að veita æðstu stjórnendum aðhald og virka eins og eftirlitsaðili fyrir almannahags- muni. Svo er hins vegar ekki heldur virðist stjórnarnefndin líta á það sem sérstaka skyldu sína að taka þátt í þessari viðleitni til að koma í veg fyrir frjálsar umræður innan spítalans um málefni hans og sjúklinganna. Hvað er til ráða þegar þingkjörin stjórnar- nefnd skeytir engu um grundvallaratriði í rekstri stofnunar sem hefur yfir fimm þúsund starfsmönnum að ráða sem hafa skoðanir en fá ekki að tjá sig? Hvernig væri að heilbrigðisráðuneytið setti „staðal“ til þess að tryggja málfrelsi á spítölum hins opinbera? Siv Friðleifsdóttir er greinilega þeirrar skoðunar að það málfrelsi sé til staðar svo að ekki getur hún verið andvíg því að tryggja það enn betur með „staðli“ um málfrelsi starfs- manna spítalanna. Ber ráðherranum ekki að standa vörð um stjórnarskrárvarin mannréttindi fólks sem starfar á þeim vettvangi þar sem hún er æðsti stjórnandi? Ef ekki verður nú þegar gripið til aðgerða til að tryggja skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss endar þetta með meiri sprengingu en menn hafa hingað til upplifað í okkar litla lýðræðisríki um jafn sjálfsögð mannréttindi og þau að mega tjá sig og hafa skoðanir. » Það er t.d. erfitt að skilja hvers vegna ekki hefur verið tekiðupp virkt eftirlit með þeim stofum sem fyrir voru, jafnvel þótt þess sé ekki sérstaklega getið í umræddum staðli að hann skuli virka aftur á bak ef svo má segja. Auðvitað er ekki síður nauðsynlegt að fylgjast með þeim stofum sem hafið höfðu rekst- ur áður en staðallinn var tekinn upp en þeim sem kunna að verða settar á stofn eftir tilkomu hans. rbréf Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.