Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 47

Morgunblaðið - 10.12.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 47 UMRÆÐAN Í UMRÆÐUNNI er að láta hundruð milljóna til að afla fleiri ferðamanna, en þeir eru nú árlega um um 400.000, sem dreifist um kerfi ferða „iðnaðarins“. Nokkur þúsund koma í dags- heimsóknir, s.s farþegar af skemmtiferðaskipum, margir fara í skipulagðar hringferðir um landið með rútubifreiðum og leið- sögumönnum. Mikill fjöldi skoðar landið með bílaleigubílum og aðrir koma á eigin farartækjum og allir vilja njóta dvalarinnar til fulls enda dýrt að komast hingað. Það má skapa mörg ný tækifæri í ferðamálageiranum en þarf ný störf og handa hverjum? Skortur á vinnu- afli skapar ný viðhorf. Við eigum að doka við og nýta þá möguleika sem búið er að skapa. Þúsundir manna leika á hljóðfæri, stunda dans, leiklist og aðra fram- setningu menningarefnis. Oft er samkeppni og ónóg verkefni, en hjá fjölda hæfileikamanna leynast ný tækifæri. Litlir hópar listamanna gætu verið á launum allt árið til taks, til að krydda tilveru ferða- manna og koma fram á ráðstefnum, kvöldvökum, í skemmtiferðaskipum o.s.frv., þjóðdansahópar, rímnakveð- skapur, söngur, tónlist, leikþættir. „Light Nights“ hefur lengi unnið merkt starf, en meira þarf til, auk átaks í samstarfi gististaða og leið- sögumanna við að ná til ferðamanna og kynna efni sem er á boðstólum, til að gera dvöl þeirra skemmtilegri. Við eigum að fullnýta það sem við eigum, en ekki bruna áfram og gleyma arfleifðinni. Arfleifð er víða varðveitt, t.d. í Menningarhúsinu Straumi sunnan Hafnarfjarðar er Goðafræðamiðstöð og safn um vík- inga. Þá er fyrirtaks Landnáms- setur í Borgarnesi, sýningin 870+ í Aðalstræti er frábær. Víða eru uppsprettur Sumarið 1965 vann ég á Ferða- skrifstofu ríkisins í Gimli við Lækj- argötu. Ég afgreiddi ferðafólk og fór í gönguferðir með hópa um miðborg- ina og notaði lítið kort af Þingholt- unum þar sem við merktum inn á götur sem báru nöfn fornra vætta og víkinga. Á kortinu var fróðleikur um Þór, Óðin, Njörð, Freyju, Mími, Sjöfn og fornkappana, Gretti, Njál, Gunnar, Guðrúnu, Snorra, Eirík og svo framvegis. Ferðalangar höfðu gaman af þessu. Menningaryfirvöld í Reykjavík eru að taka við sér og þróa þetta. Það eru komnar af stað göngur um Reykjavík. Með því að setja upp skilti við upphaf og endi sérhverrar götu, sem ég nefndi, með upplýs- ingum um goðin og víkingana og út- búa bæklinga, þá er komin af- þreying fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og almenning. Ég er í stjórn Norræna félagsins í Hafnarfirði og fyrir nokkrum árum reifaði ég þessa hugmynd á for- mannaráðstefnu Norrænu félag- anna í húsakynnum þeirra við Óð- instorg. Taldi ég að þessari hugmynd skyldi fundin leið í borg- arkerfinu þannig að hún þjónaði bæði Norrænu félögunum og vekti athygli á starfi þeirra með því að ferð um hverfið gæti hafist við Óð- instorg. Samhliða fræðsluskiltunum við göturnar mætti útbúa kennslu- efni fyrir skóla og gengið yrði með nemendurna um göturnar og fræðst um fortíðina. Ég fagna því að höfuðborgarstofa og fleiri séu komin af stað með þetta verkefni og fagna því að verkefnið hleður utan á sig og margir séu að koma inn með viðbótarhugmyndir til að fullkomna verkið. Það þarf að opna aðgang að Höfða Árið 1986 var þar haldinn leið- togafundur, sem er hluti af sögu síð- ari ára. Á hátíðarstundum er fáum leyft að kíkja inn undir eftirliti, enda ekki ákveðið hvernig nota á húsið. Einar Benediktsson kom að sögu Höfða, Marlene Dietrich söng þar auk þess sem Bretar, Frakkar og draugar komu þar oft við. Leiðtoga- fundurinn gerði húsið frægt á al- þjóðavettvangi. Það koma 40.000 ferðamenn ár- lega að Höfða og mörgum hleypt út til að taka myndir en enginn kemst inn til að skoða. Af hverju? Það er ekkert svar, enda skortir umræðu um hvort hleypa eigi ferðamönnum inn í húsið eða ekki. Nú eru tuttugu ár liðin frá þess- um fundi og ef tekið er meðaltal, þ.e. að 40.000 erlendir ferðamenn hefðu viljað borga sig inn á ári og fjöldinn margfaldaður með 20, þá eru það 800.000 manns, auk 50.000 Íslend- inga. Seljum aðgang á 500 krónur. Höfði hefði getað gefið tæplega 500 milljónir í aðgangseyri. Í söfnum af þessum toga eyða gestir þrefaldri aðgangseyrisupphæð til minjagripa- kaupa, auk veitinga, séu þær fyrir hendi. Ætla má að einn og hálfur milljarður að auki hafi tapast á þess- um tuttugu árum sem liðin eru. Varðandi söfn þá mætti nota land- kynningarpeninga í að gefa ferða- mönnum SAFNAKORT, aðgang- skort að söfnum, fyrir utan nokkur, sem þyrfti að borga inn á, s.s. Höfða. Hugsunin með safnakortinu er að ferðamenn geti sótt hvaða safn, hvar sem er, en í dag veigra menn sér við að heimsækja söfn vegna kostnaðar. Safnakortið opnar ferðamönnum þau söfn sem þeir kjósa og safn- stjórar skrá fjölda heimsókna og til- kynna gestafjölda yfirstjórn korts- ins árlega, sem greiðir aðganginn til hlutaðeigandi safna. Þannig fá söfn, sem í dag hafa litla aðsókn, fé til uppbyggingar. Þjóðminjasafnið fékk um milljarð, en sum söfn myndu gleðjast yfir smástyrkjum. Íslenskt safnakort fyrir árið 2007–2008, það verður enginn svikinn af því. Nýir hornsteinar í ferðamálum Friðrik Á.Brekkan fjallar um nokkra punkta úr pallborðsumræðum á Ferða- málaráðstefnu 2006 » Við eigum að fullnýtaþað sem við eigum, en ekki bruna áfram og gleyma arfleifðinni. Friðrik Brekkan Höfundur er leiðsögumaður og ráð- gjafi. TENGLAR .............................................. brekkan@mmedia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.