Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 55

Morgunblaðið - 10.12.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 55 HUGVEKJA Á sunnudaginn var minntist ég á gamla spádóma Heilagrar ritningar, sem gefið hafa fyrsta kertinu á aðventukransinum nafn sitt. Einn þeirra, frá 8. öld f. Kr., er tenging yfir í það næsta, en í spádómsbók Míka, 5. kafla og versum 1–3, er nefnilega ritað: Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðs- borgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum. Betlehem – á hebresku Bet Le- hem, sem merkir „brauðhúsið“ – stendur við jaðar eyðimerkur Jú- deu, í 750 metra hæð yfir sjáv- armáli, 7–8 km suðvestur af Jerú- salem. Þessi litli bær, sem er með þeim allra elstu í Palestínu, átti þegar hér var komið mikla sögu að geyma. Á tíma Abrahams, u.þ.b. 2000 f. Kr., nefndist hann Efrata („sem ber ríkulegan ávöxt“), og þar skammt frá ól Rakel, eig- inkona Jakobs Ísakssonar, ætt- föður Ísraelsmanna, Benjamín, yngri son þeirra. Þar er einnig gröf hennar. Um 900 árum síðar bjó þarna Rut, sem áttunda bók Gamla testamentisins fjallar um og heitir eftir; seinni maður hennar var Bóas og sonur þeirra Óbeð, afi hins eina og sanna Davíðs Ísaíson- ar. Einmitt í Betlehem Júda, eins og farið er að kalla bæinn, er hinn ungi drengur, sem um þær mundir gætir kinda föður síns á völlunum þar í kring, smurður til konungs. Fleiri hetjur eru nefndar, s.s. Asahel, Elkanan og Jóab. Einnig var þetta fórnarstaður. Á tíma Míka er svo þriðja út- gáfa á nafni bæjarins komin, eins og lesa má hér á undan. Í Matteusarguðspjalli (2:1) er sagt berum orðum að Jesús hafi fæðst í Betlehem. Einnig í Lúk- asarguðspjalli (2:1–14) og í Jó- hannesarguðspjalli óbeint (7:42). Í Matteusarguðspjalli segir ennfremur: Þegar Jesús var fæddur í Betle- hem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Aust- urlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.“ Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerú- salem með honum og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“ Þeir svöruðu honum: „Í Betle- hem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum: Þú Betlehem, í landi Júda, ekki ertu síst meðal hefð- arborga Júda. Því að höfðingi mun frá þér koma, sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels.“ Frásögn Lúkasar er þó kunnari, enda um jólaguðspjallið að ræða. Þar segir m.a.: En það bar til um þessar mund- ir, að boð kom frá Ágústus keis- ara, að skrásetja skyldi alla heims- byggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýr- landi. Fóru þá allir til að láta skrá- setja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi. Á 2. öld taldi Jústínus písl- arvottur sig hafa uppgötvað ná- kvæman fæðingarstað Jesú, „í helli rétt við þorpið“. Árið 326 var byggð kirkja þar yfir sem eyði- lagðist í uppreisn Samaríumanna árið 529, en var endurreist litlu síðar. Hún stendur enn og er með þeim elstu í heimi. Í gólfi umrædds hellis, þar sem jatan á að hafa verið, er gömul silf- urstjarna og í kringum hana er rit- að: Hic de virgine Maria Jesus Christus natus est. Það merkir á íslensku: Hér ól María mey Jesú Krist. Þess má að lokum geta, að sá mikli lærdómsmaður, Híeróný- mus kirkjufaðir, sem uppi var á 4. og 5. öld, dvaldi þarna niðri í 30 ár við að þýða Gamla testamentið úr hebresku yfir á latínu, en ásamt Nýja testamentinu, sem hann lauk við að snúa úr grísku áður en hann kom til Palestínu, er það texti Vúl- götu, sem enn er höfuðbiblía róm- versk-kaþólskra manna. Nú er þetta bær með 40.000 íbú- um og miklum óróa. Því er enn stórkostlegra til þess að hugsa, að í dag skuli um alla jörð vera tendruð ljós á kertum vonarinnar … og friðarins. Betlehems- kertið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Annar sunnudagur að- ventunnar er runninn upp og nú kveikjum við ljós á Betlehems- kertinu. Sigurður Ægisson fjallar um það í pistli sínum, en heitið minnir okkur á bæinn sem Jesús fæddist í og viðtök- urnar sem hann fékk. Tækjasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2007 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Við úthlutun úr Tækjasjóði er öðru fremur tekið mið af eftirfarandi atriðum: ● Að tækin séu mikilvæg fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda. ● Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. ● Að tækin séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. ● Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti. ● Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.