Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 80

Morgunblaðið - 10.12.2006, Síða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðlæg átt, víða 8–13 m/s, skúrir eða slydduél en þurrt og bjart að mestu norðan- og austanlands. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C ÆVINTÝRAMAÐURINN og skop- teiknarinn Robert Ripley leitaði um heim allan að furðulegum stað- reyndum, en lifibrauð þessa óvenju- lega manns var með hans eigin orð- um „að sannleikurinn er ótrúlegri en skáldskapur“. Ripley var frægur í Bandaríkj- unum á fyrri hluta 20. aldarinnar fyrir teikningar sínar og skrif um óvenjuleg afreksverk og skrýtnar staðreyndir. Þegar frægðarsól hans reis sem hæst birtust frásagn- ir hans á sautján tungumálum og náðu þær til 80 milljóna lesenda. Hann leitaði víða fanga og hafði ár- ið 1940 komið til 201 lands. Þar á meðal Íslands, en hingað kom hann árið 1928 og fann hér ýmislegt sem gat vakið furðu. | 34 Íslensk furða Á Íslandi hitti Ripley Hallbjörgu Bjarnadóttur. Ótrúleg heimsókn FJÖLMÖRG frumvörp voru af- greidd sem lög frá Alþingi í gær, laugardag, en það var síðasti þing- fundur fyrir jól. Meðal þeirra var frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar, sem felur m.a. í sér þær breytingar að 300 þúsunda króna frítekjumark vegna atvinnutekna elli- og örorkulífeyr- isþega tekur gildi um áramót. Þá var m.a. samþykkt frumvarp um að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækkaði um 3,94% og til stóð sömuleiðis að afgreiða mat- arskattsfrumvarpið svonefnda. Fjölmörg frum- vörp afgreidd AFLEIÐINGA loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta til hins verra á heitum og þurrum svæðum jarð- arinnar en byrjunin annars staðar, t.d. á norðurslóðum, kann að vera til hins betra, þótt hvítabjörninn eigi þegar bágt vegna hlýnunarinnar. Þóra Ellen Þórhallsdóttir segir í fréttaskýringu um loftslagsbreyt- ingar í Morgunblaðinu í dag að áhrif þeirra séu óviss, en hugsanlega svo alvarleg að við getum ekki leyft okk- ur að taka neina áhættu. „Ef heldur fram sem horfir og við losum svo mikið af þessum loftteg- undum í andrúmsloftið, að breyting- arnar verði margfalt meiri en venju- legar sveiflur milli ísalda og hlýskeiða, þá er ljóst að afleiðingarn- ar verða miklar,“ segir Tómas Jó- hannesson jarðeðlisfræðingur. Þór Jakobsson veðurfræðingur bendir á að eitt sinn hafi eyðing ósonlagsins hrellt mannkyn, en nú standi ósonlagið í stað, sem sýni „að við getum lappað upp á það sem við höfum skemmt. En við þurfum að grípa til aðgerða. “ Áhrifin eru óviss en við getum ekki tekið áhættu Í HNOTSKURN »Breytingar á gróðurhúsa-lofttegundum þegar jafn miklar og náttúrulegar sveiflur milli ísalda og hlýskeiða. »Ef breytingarnar verðamargfalt meiri er ljóst að afleiðingarnar verða miklar. Afleiðingar af loftslagsbreytingum af mannavöldum  Gnípa | 10–17 Eftir Freystein Jóhannsson og Ragnhildi Sverrisdóttur HJÁ vinnandi stéttum er það kærkomið og sjálf- sagt að taka sér kaffihlé reglulega, ýmist til að næra sig og hvíla eða spjalla við vinnufélagana, nema hvort tveggja sé. Vagnstjórar hjá Strætó eiga sér kaffistað í Öskjuhlíðinni þar sem gámur hefur verið innréttaður sem kaffikrókur. Og fyr- ir utan bíður vagninn eins og þægur klár. Ljóst er þó að gámurinn hefur ekki fengið að vera í friði fyrir þeim er krassa á eigur annarra. Morgunblaðið/ÞÖK Hugað að vagninum í kaffihléinu í Öskjuhlíð „ÞETTA er mikill heiður og stór- kostlegt tækifæri sem aðeins býðst einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Hlín Diego Hjálmarsdóttir, sem valin var úr hópi bestu dansara í Svíþjóð til þess að dansa við Nóbelsverðlauna- afhendinguna sem fram fer í dag. Hlín mun dansa nýtt verk ásamt karlkyns dansfélaga sínum úr Cull- berg-ballettinum, sem samið var sérstaklega í tilefni dagsins af Johan Inger, listrænum stjórnanda hóps- ins. Hlín hefur dansað með Cull- berg-ballettinum sl. þrjú ár og bauðst nýverið fastráðning hjá dans- hópnum. Aðspurð segist Hlín hlakka mikið til að troða upp við verðlaunaafhend- inguna, en viðurkenndi að auðvitað væri hún pínulítið stressuð, enda er áætlað að 1,2 milljónir Svía fylgist með afhendingunni í beinni útsend- ingu í sænska sjónvarpinu. „Ég hef nú aldrei dansað fyrir jafnmarga í einu,“ segir Hlín kímin. „Verkið er aðeins rúmar þrjár mínútur í flutn- ingi, þannig að ég ætla fyrst og fremst að njóta augnabliksins og reyna að leiða ekki hugann að því hversu margir munu fylgjast með,“ segir Hlín að lokum. Einstakt tækifæri Hlín Diego Hjálmarsdóttir LÆKKUN virðisaukaskatts og vöru- gjalda á gosdrykkjum og öðrum drykkjarvörum með viðbættum sykri samræmist ekki manneldissjónar- miðum sem ættu að vera lögð til grundvallar í breytingum af þessu tagi, segir meðal annars í umsögn Lýðheilsustöðvar vegna frumvarps um lækkun virðisaukaskatts og vöru- gjalda af matvælum. Í umsögninni er vakin athygli á því að gosdrykkir og sykraðir svala- drykkir eru ekki undanskildir lækk- un vörugjalds líkt og önnur sætindi. Af þeim sökum muni þessar vörur lækka hlutfallslega einna mest vegna fyrirhugaðra breytinga. Það muni hafa neysluhvetjandi áhrif á þessar vörur, en neysla gosdrykkja sé gíf- urleg hér á landi og drekki unglings- strákar mest af þeim. Fram kemur ennfremur að unglingsstrákar drekka að meðaltali einn lítra á dag af gosdrykkjum og sykruðum svala- drykkjum og að 55% af daglegri syk- urneyslu þeirra kemur þaðan. Þótt unglingsstúlkur drekki minna sé neysla gosdrykkja of mikil hjá flestu ungu fólki. Þá hafi þessi neysla einnig áhrif á tannheilsu barna og unglinga. „Rannsóknir, sem gerðar hafa ver- ið á áhrifum verðbreytinga á fæðu, hafa sýnt að verðlækkanir virka neysluhvetjandi,“ segir í umsögninni. Bent er á að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli sölu á gosdrykkjum og verðs þeirra. Hafi verðlækkun þeirra mest áhrif á neyslu þeirra þjóðfélagshópa sem almennt sé erfitt að ná til með heilsuhvetjandi skila- boðum. Nefna megi að unglingar séu mjög næmir fyrir verðbreytingum. „Hér er því um að ræða aðgerð sem mun hafa neysluhvetjandi áhrif á unglingana okkar og þá sem nú þegar neyta mikils magns gos- drykkja.“ Ekki mann- eldissjónarmið      ! " #     $%  $   &   $  &           '   (  !   ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.