Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Þá eign er erfitt að verðleggja en ætli hún hlaupi ekki á einhverjum hundruðum milljóna.“ Erlendir ferðamenn leggja, að sögn Ásmundar, líka sitt af mörk- um. „Þeir hafa verið mikilvæg við- bót við plötusölu á síðustu árum og þá er ég einkum að tala um ís- lenska tónlist. Þeir hafa margir hverjir áhuga á þjóðlögum og nýrri íslenskri tónlist en mest er sjálf- sagt ennþá spurt um Björk og Syk- urmolana og eldra efni með með- limum þeirrar hljómsveitar, auk þess sem Sigur Rós nýtur mikillar hylli.“ Sextán aðrir útgefendur eiga að- al- eða aukaaðild að Félagi hljóm- plötuframleiðenda. Þeir eru: 12 tónar, Geimsteinn, Sögur, Sonet, Frost, Músík ehf., Dimma, Blánótt, R&R Músík, Reykjavík Records, Bang, Íslensk tónverkamiðstöð, Papar, Believer Music, Mugiboogie og Hljóðsmiðjan. Þá kom ný útgáfa fram á sjón- arsviðið á liðnu ári, Cod Music, sem gaf út plötur Lay Low og Dr. Mister & Mr. Handsome. Myndu hafna metsöluplötu Af þessum aðilum hafa 12 tónar verið hvað mest áberandi und- anfarin misseri. Útgáfan var sett á laggirnar árið 2003 og slagar fjöldi útgefinna titla í fimmtíu. 12 tónar eiga rætur í plötubúð með sama nafni sem starfað hefur frá árinu 1998. Meðal listamanna sem gefið hafa út undir merkjum 12 tóna má nefna Mugison, Trabant, KK og Ellen, Eivøru Pálsdóttur, Jakobín- urínu, Pétur Ben og Ragnheiði Gröndal. Lárus Jóhannesson, sem á 12 tóna ásamt Jóhannesi Ágústssyni, segir þá félaga fyrst og fremst hafa ráðist í útgáfustarfsemi vegna áhuga síns á tónlist. „Okkur lang- aði að taka þátt í að gera hluti sem skipta máli. Segja má að útgáfan hafi fengið tónlistarsmekkinn í arf frá búðinni og við gefum því eink- um og sérílagi út tónlist sem við höfum trú á sjálfir. Ef okkur byðist að gefa út plötu sem við vissum að við gætum selt í 50.000 eintökum myndum við ekki gera það ef efnið snerti ekki við okkur.“ Lárus segir 12 tóna sníða sér stakk eftir vexti. „Við höfum reynt að leggja lítið í útgáfuna í upphafi en bætt jafnt og þétt í ef aðstæður leyfa. Grundvöllur starfseminnar er búðin, sem gengur mjög vel, og hún hefur gert okkur kleift að vera með ýmis langtímaverkefni í gangi. Jakobínarína er dæmi um það.“ Vegna smæðar markaðarins hér heima segir Lárus nauðsynlegt að horfa út fyrir landsteinana. „Útgáf- an er bara þriggja ára en við erum eigi að síður með verkefni í Banda- ríkjunum, Asíu og Evrópu og það fer ekki á milli mála að áhugi á ís- lenskri tónlist er mikill. Við erum heldur ekki í vafa um að margir ís- lenskir tónlistarmenn eiga góða möguleika á því að ná langt erlend- is. Þeir þurfa bara að lenda í hönd- unum á rétta fólkinu. Það er von okkar og stefna að við getum staðið í stykkinu.“ Stór bransi í hagkerfinu En Róm var ekki byggð á einum degi og Lárus viðurkennir fúslega að það taki tíma að hasla sér völl erlendis. „Það þarf að eyða mörg- um krónum áður en eitthvað kemur á móti. Það er stærsti þröskuld- urinn. Í okkar tilviki er eitthvað farið að skila sér til baka en við er- um rétt að byrja. Það er eftir miklu að slægjast.“ Lárus segir hið opinbera löngum hafa haft mestan áhuga á að styðja við bakið á „mainstream“-tónlist en það horfi nú til betri vegar, m.a. var sett á laggirnar Útflutnings- skrifstofa íslenskrar tónlistar fyrr á þessu ári. Að henni standa Sam- tónn og Landsbanki Íslands ásamt menntamála-, utanríkis- og við- skiptaráðuneyti. „Menn eru að vakna til lífsins og farnir að horfa meira yfir sviðið. Auðvitað mætti stuðningur stjórnvalda vera meiri en ég er sannfærður um að hann mun aukast jafnt og þétt á kom- andi misserum. Tónlist er og verð- ur stór bransi í hagkerfinu.“ Útrás 12 tóna tekur einnig til smásölunnar en fyrir réttu ári var opnuð verslun í Danmörku. Lárus segir henni hafa verið mjög vel tekið. Aðspurður segir hann menn farna að skoða möguleika á því að opna einnig verslun í Berlín en það mál sé á algjöru frumstigi. Plötubúðir flæktar í Netinu? Verð á nýjum geislaplötum hefur lengi staðið í stað, verið í kringum 2.000 kr. svo árum skiptir. Eftir að virðisaukaskattur á plötum var lækkaður fyrr á þessu ári úr 24,5% í 7%, eftir langa baráttu, segir Eið- ur að viðmiðunarverðið sé komið niður í 1.700 til 1.800 kr. „Verð á plötum hefur ekki hækkað í takt við annað á umliðnum árum og nú hefur það beinlínis lækkað. Það ætti að auka söluna enn frekar,“ segir hann. Netið hefur komið með auknum þunga inn á smásölumarkað á und- anförnum árum og veitir nú gömlu góðu plötubúðinni harða sam- keppni. Jónatan kveðst aðallega kaupa tónlist á Netinu. Bæði vegna þess að úrvalið sé meira og síðan hafi þjónustan þar snarbatnað. Hann segir það t.a.m. einungis taka HMV í Bretlandi sólarhring að afgreiða pöntun. Hann skiptir líka mikið við Amazon en þar líður heldur lengri tími þangað til platan er komin í hendur kaupanda. Jónatan segir framtíð plötuversl- ana í höndum eigenda þeirra. „Það er þægilegt að versla á Netinu og umfang netverslunar mun aukast í framtíðinni. Allir spádómar um yf- irburði Netsins hafa á hinn bóginn reynst rangir. Bókin hvarf ekki og dagblöðin ekki heldur. Sama máli gegnir um plötubúðina, hún á tví- mælalaust framtíð fyrir sér. En til þess að svo verði þurfa menn að leggja metnað sinn í að sinna við- skiptavininum og bjóða upp á a.m.k. lágmarksúrval titla í búðum sínum. Geri þeir það ekki missa þeir fastakúnnana, sem halda búð- unum gangandi, og þá er fokið í flest skjól. Ég þekki marga góða kaupendur sem eru hættir að reyna að fara í plötubúðir.“ Fermetrunum fækkar Ásmundur segir áberandi að helstu smásöluaðilar tónlistar í heiminum hafi jafnt og þétt verið að þrengja úrvalið á umliðnum ár- um, titlum hafi fækkað. „Þetta er ekkert óeðlilegt enda á geislaplatan í harðri samkeppni við aðra afþrey- ingarmiðla eins og DVD-diska og tölvuleiki. Búðir sem áður seldu bara plötur hafa ekkert stækkað að flatarmáli og þar sem nú þarf að búa til rými fyrir hina miðlana er viðbúið að minna fari fyrir tónlist- inni en áður. Þetta blasir við þegar komið er inn í stærri plötuversl- anir. Menn gera þetta með hagnað í huga.“ Ásmundur segir þetta ekki síst bitna á klassíkinni enda víki það efni sem selst minnst yfirleitt fyrst þegar rekkunum fækkar. Nefnir hann kórtónlist sérstaklega í þessu samhengi. Hún eigi erfitt upp- dráttar nú um stundir. Skífan hefur lengi verið um- svifamesti aðilinn á smásölumark- aði en úrvalið hefur farið þar minnkandi á undanförnum mán- uðum, einkum þegar kemur að er- lendri tónlist. Jónatan vonar að Skífan taki sig á í þessum efnum en lýkur lofsorði á bæði 12 tóna og Smekkleysu-búðina fyrir að leggja rækt við viðskiptavini sína. „Svo eru nýir og öflugir aðilar að koma inn á þennan markað, nægir þar að nefna Hagkaup og Eymundsson, þannig að landslagið er að breyt- ast. Það er í þessu eins og öðru, þeir hæfustu munu lifa af,“ segir Jónatan. Eiður tekur undir þetta og segir ljóst að smásalan sé að færast á fleiri hendur. „Hagkaup er orðinn öflugur söluaðili allt árið um kring og Bónus fyrir jólin, einkum í ís- lensku efni.“ Plötubúðin mun lifa Lárus segir 12 tóna gæta þess vandlega að ávallt sé nóg úrval í búðinni. „Við höfum líka lagað okk- ur að umhverfinu og reynum að bjóða upp á gott úrval á Netinu. Það skiptir svo sem ekki máli hvernig varan er seld svo fram- arlega sem það er gert með lögleg- um hætti. Líklega mun hlutur Netsins í plötusölu fara vaxandi á næstu árum en mín tilfinning er eigi að síður sú að gamla góða plötubúðin lifi áfram. Maður er manns gaman.“ Það bendir til þess að formið, geislaplatan, muni halda velli. Þó eru blikur á lofti. Að dómi Eiðs er Netið stærsta ógnunin við geisla- plötuna. „Tónlist hefur um árabil verið auðfáanleg eftir ókeypis leið- um og það er útilokað að girða fyr- ir niðurhal á Netinu. Auðvitað bitn- ar þetta á plötusölu en á móti kemur að í þessu er fólgin gríð- arleg kynning. Umframneysla á tónlist hefur heldur aldrei verið meiri í heiminum. Hún er mun meiri nú en þegar salan var mest. Það helgast af því að margir eru tilbúnir að hlusta á tónlist vegna þess að þeir þurfa ekki að borga fyrir hana, tónlist sem þeir myndu ekki hlusta á annars. Sú forvitni getur undið upp á sig og jafnvel skilað sér í sölu.“ Ísland hefur sérstöðu hvað þetta varðar, að áliti Eiðs. Hann er sann- færður um að smæð markaðarins geri það að verkum að menn séu síður tilbúnir að taka innlenda en erlenda tónlist „ófrjálsri hendi“ á Netinu. „Það gerir nálægðin við listamanninn. Hann er skammt undan í þessu litla landi og menn hafa jafnvel tekið í höndina á hon- um.“ Eiður segir það þó vissulega áhyggjuefni að úr grasi sé að vaxa kynslóð sem sæki sína tónlist meira og minna á Netið og myndi fyrir vikið ekki tengsl við geislaplötuna sem hlut. „Mín tilfinning er samt sú að geislaplatan sé ekki víkjandi form. Hún á eftir að halda velli.“ Morgunblaðið/ÞÖK               ! " # $ % & ' (   ! " # $ % & ' (  ! " #            ! " #$ %  & %  & ' (( ( ) *" +, - . "      )"/01      !  &   23 ( .  4% 5 6 $      (   & 7 )"/01 %" )"/01 8   0  ! ' 9 $  "  &:&  ;  < "  "  (" ="  > "9 ?%  &"!" 7 )@&/@ &  5 $   ) *+, -  ). /0  )  1 12 3 451 -  -  -  -  678 -  -  -  )   -  /./ 46  9  : ; < -     9  = -  /./ 46       ="&-          <-B   9 "      =-=       % #" % " ' '! ' %($ % #(" % ' % ' $ (" # & # "%( # ((( " &$% " #%( " % ! &(' ! "$& ! !# ! " ! %& '"( %&( %#' %# %( $(# 2  C   97 &    D  & » 95% allrar tónlistar íheiminum eru gefin út með tapi. Gróðinn af hinum 5% er aftur á móti svo mikill að grein- in ber sig og vel það STAÐA PLÖTUÚTGÁFU Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.