Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 74

Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 74
74 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FRAMNESVEGUR 34 2.H. Mikið endurnýjuð og glæsileg 3ja herb. íbúð á 2. hæð á eftirsóttum stað í Vesturbæn- um. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, herbergi, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Sameiginlegt þvottahús og sér geymsla eru í kjallara.V. 18,9 m. 6597 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16. ÁLFTAMÝRI - NÝLEGA MÁLUÐ BLOKK Góð 59,5 fm tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlega viðgerðu húsi. Íbúðin er snyrti- leg og skiptist í eitt herbergi, stofu, eldhús og bað. Geymsla er í kjallara. V. 15,5 m. 6599 RAUÐALÆKUR - RÚMGÓÐ 4RA Rúmgóð og ágætlega skipulögð 113,4 fm kjallaraíbúð á góðum og rólegum stað. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, tvær stofur, eldhús, geymslu og baðherbergi. V. 21,0 m. 6600 VESTURGATA - SKRIFSTOFUR OG ÍBÚÐ Glæsilegt atvinnuhúsnæði auk íbúðar á 2. hæð sem áður hýsti vesturbæjarútibú Kaupþingsbanka. Húsnæðið er á þremur hæðum, kjallar, jarðhæð og2. hæð. Kjallar- inn er í dag innréttaður sem tvær skjala- geymslur með miklum öryggishurðum og eru þar einnig geymsla undir stiga og inn- taksrými. Jarðhæðin er verslunarrýmið eða þar sem afgreiðsla var og skiptist í tvær lok- aðar skrifstofur, opið vinnurými, snyrtingu og skjalaskáp. Á 2. hæðinni er starfsmannaeldhús og tveggja herbergja íbúð sem skipt- ist í herbergi, bað og stúdíóstofu með eldhúsi. Tvennar svalir eru á 2. hæðinni, aðrar til suðurs og hinar til norðurs. 6598 SAFAMÝRI - GÓÐ STAÐSETNING Mjög góð 3-4 herbergja íbúð í kjallara (lítið niðurgrafin) í þríbýlishúsi við Safamýri. Íbúð- in skiptist þannig: Stofa, borðstofa, 2 svefn- herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Íbúð- in er með sérinngangi og geymsla er inn af anddyri. Sameiginlegt þvottahús. Áhv. 17,8 millj. frá Glitni. V. 23,3 m. 6596 GRASARIMI - GÓÐ EIGN Um er að ræða 155,4 fm einbýlishús með 20,7 fm innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, sjónvarps- hol, eldhús og þvottahús. Garður við húsið er sérstaklega skemmtilegur og góður. Stórglæsileg timburverönd með tengi fyrir heitann pott. Bílskúr er fullbúinn og góður. V. 46,5 m. 6578 HEIÐARGERÐI Fallegt tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr á mjög rólegum og góðum stað, innst inni í lokuðum botnlanga. Á neðri hæðinni er for- stofa, 2 saml. stofur, herbergi, eldhús, baðh. og þvh. Á efri hæð eru 3 herb., o.fl. 6564 ÁLFHÓLSVEGUR - FALLEGT ÚTSÝNI 3ja herbergja björt og falleg íbúð á góðum stað í Kópavogi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og tvö svefnherbergi. Mjög góð sérgeymsla fylgir í kjallara. V. 19,5 m. 6572 LAUFÁSVEGUR - GLÆSILEG ÍBÚÐ Um er að ræða glæsilega 86,6 fm 2ja her- bergja endaíbúð við Laufásveg í Reykjavík. Eignin er í húsi sem var áður iðnaðarhús- næði og var endurnýjað og gert úr íbúðir fyrir um tveimur árum síðan. Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þvotta- herbergi, geymslu, baðherbergi, svefnher- bergi, fataherbergi. Eigninni fylgir einnig sér- bílastæði alveg við inngang. Sömuleiðis er sameiginleg geymsla á jarðhæð. V. 23,5 m. 6567 HÁTÚN - LYFTUBLOKK Góð 54,7 fm tveggja herbergja íbúð í vin- sælu lyftuhúsi nálægt miðbænum. Íbúðin skiptist í stofur, herbergi, baðherbergi og eldhús. Svalir eru í suður og mikið útsýni í austur úr stofunni og af svölum. V. 15,9 m. 6602 OPIÐ HÚS Í DAG NOKKUR gagnrýni hefur verið á almannatryggingakerfi ríkisins og einnig á Tryggingastofnun rík- isins. Menn hafa fundið kerfinu og jafnvel stofnuninni sjálfri margt til foráttu. Meðal annars að kerfið sé óskilvirkt og jafnvel óskilj- anlegt öllu venju- legu fólki. Rekst þar hvað á ann- ars horn – reglur, reglugerðir og lög. Almannatryggingakerfið, sem byggt var upp af fólki með hug- sjón jafnaðarmanna að leiðarljósi – það sem átti að aðstoða þá verst settu í þjóðfélaginu – er orðið óskiljanlegt reglufargan. Fólk treystir ekki almannatrygging- unum lengur og ber ekki virðingu fyrir því. En menn vita líka að það er ekki vegna óvilja starfsmanna Tryggingastofnunarinnar heldur reglufargansins. Flókið og illskiljanlegt Ástæðan er auðvitað sú að tryggingakerfið er orðið stagbætt af alls konar reglum og reglugerð- um, af lögum á önnur lög og reglugerðir og reglur á reglur of- an. Sumir hópar fá bætur, sem telja má sjálfsagðar í nútíma þjóðfélagi, en aðrir, sem ættu ekki síður rétt á stuðningi, fá þær ekki. Ástæðan er sú að skort hefur á yfirsýn af hálfu stjórnarflokkanna á Alþingi við laga- og reglugerða- smíðina. Heildstæðar endurbætur á tryggingakerfinu hafa ekki verið gerðar í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem hefur lappað upp á kerfið endalaust án þess að taka það til nauðsynlegrar og heildstæðrar endurskoðunar. Manni finnst stundum að vísvit- andi sé verið að láta það drabbast niður. Nei – maður má nú ekki hugsa svo illa til ríkisstjórnarflokkanna – en þó – maður getur varla annað. Þegar R-listinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar 1994 var ein- mitt þannig umhorfs hjá félags- málastofnun borgarinnar. Reglur um aðstoð við illa statt fólk voru flóknar og illskiljanlegar almenn- ingi og jafnvel starfsmönnunum sjálfum. Fólk sem átti þó rétt á ein- hverjum bótum fékk þær jafnvel ekki nema með höppum og glöpp- um. Ekki var það vegna óvilja starfsmanna heldur vegna reglu- fargansins. Undir stjórn Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra var bætt hér úr. Hún, ásamt formanni félagsmálanefndar og félagsmála- stjóra, gekk í að endurskoða kerf- ið frá grunni. Allar vinnureglur urðu skýrar og skiljanlegar, líka því fólki, sem átti að njóta þjónustunnar. Þetta var miklu stærra fram- faraspor en margan grunar. En nú þarf að taka til í al- mannatryggingakerfinu líka. Breyta reglugerðum og reglum, gera þær auðskiljanlegar venju- legu fólki, þannig að það geti sótt rétt sinn auðveldar en áður. Og hverjum treysta kjósendur til að gera slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur áður tekið til og lagfært reglu- fargan. Henni er treystandi til að beita sér fyrir bráðnauðsynlegum úrbótum, sem gera þarf strax. Mikil þörf er á að lagfæra reglur almannatryggingakerfisins Eftir Pétur Jónsson Höfundur er fyrrverandi borg- arfulltrúi. LANDBÚNAÐUR hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í stöðu landsbyggðarinnar og svo er enn. Í Norðausturkjördæmi höfum við þverskurð af íslenskum landbúnaði, blöndu af flestum búgreinum, allt frá stærri búum til hinna smærri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf undir- strikað mikilvægi landbúnaðar fyrir atvinnulíf og byggð í landinu og við höfum lagt áherslu á fjölbreytileikann og frelsi þessarar greinar sem ann- arra til athafna og sköpunar. Landbúnaðurinn er í mínum huga samofinn þeirri mynd sem við viljum á hverjum tíma sjá – þjóðfélag velsældar og menningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stjórnartíð sinni að und- anförnu sýnt í verki stefnu sína í landbúnaðarmálum. Við höfum skapað greininni frelsi til athafna og fyrir vikið sjáum við víða mikinn sprengikraft og bjartsýni. Það er ekki óeðlilegt að landbúnaðurinn þróist í líkum skrefum hér á landi sem annars staðar, þ.e. að búin stækki og þeim fækki en um leið þarf að gæta að því að landbúnaðurinn fái svigrúm til umbreyt- inga og framþróunar. Í þeim anda stóð Sjálfstæðisflokkurinn að nýgerðum samningi við sauðfjárbændur, einmitt með það að markmiði að hjálpa greininni til að eflast. Margt óábyrgt hefur verið sagt um þann samning en í mínum huga sýnir samningurinn sameiginlegan skilning stjórnvalda og forystu bænda á leiðum til að skapa landbúnaðinum stöðugleika, nýsköpun og þróun. Kjarninn í starfi Sjálfstæðisflokksins að landbúnaðarmálum hef- ur enda alltaf verið sá að vinna með bændum, með þeirra hagsmuni að leið- arljósi. Það vinnulag sé ég hins vegar ekki birtast í stefnu sumra annarra flokka og til að mynda er ekki annað að lesa úr stefnu Samfylkingarinnar en sá flokkur boði bændum upplausnarástand, en frambjóðendur flokksins boða nú a.m.k. tvær stefnur. Varla vill nokkur maður búa við slíka óvissu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á sérstöðu íslensks landbúnaðar, sem felst m.a. í því að framleiða matvæli í ómengaðri náttúru, þar sem gerðar eru ýtrustu kröfur um sjálfbæra og heilbrigða framleiðsluhætti, hollustu og gæðaeftirlit. Matvælaöryggi landsins sé ávallt tryggt, því það er grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð að hún geti brauðfætt sig sjálf. Við viljum stuðla að áframhaldandi þróun landbúnaðarins, sem byggist á frelsi til athafna, hugviti og framsýni einstaklinga um allt land. Við boðum breytingar í ýmsum hagsmunamálum bænda, svo sem afnám fóðurtolla strax, einföldun á stjórnsýslu landbúnaðarmála og að spyrnt verði gegn út- þenslu eftirlitsiðnaðarins. Allt mun þetta skila greininni sterkari og hæfari til að halda áfram þeirri framþróun sem við höfum séð á undanförnum ár- um. Með hagsmuni íslenskra bænda að leiðarljósi Eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur Höfundur er alþingismaður, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Fréttir á SMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.