Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ kom börnunum á dagheimili í Steina- hlíð. Við höfðum bíl, en þegar við vor- um í Mosgerði þá gekk ég yfirleitt með þau yfir túnin. Sumir sem voru með bíl gáfu okkur líka far. Það mun- aði miklu að bankinn var ekki opn- aður fyrr en klukkan tíu þá. Það liðu mörg ár þar til húsið í Mosgerði var fullbúið. En við bjugg- um í því yfir þrjátíu ár. Risið var inn- réttað og leigt út og þannig gekk þetta hjá okkur. Gísli var framkvæmdamaður Jafnframt öllu þessu hafði Gísli farið í leiklistarskóla hjá Lárusi Páls- syni og var löngu farinn að leika með- fram öðrum störfum. Við eignðumst sumarhús á Neista- stöðum. Það ævintýri hófst með því að Gísli hirti kofa á Grímsstaðaholti, Kvöldroðann. Á Neistastöðum vor- um við með sumarbústað lengi. Svo var það eitt sinn að Gísli fór austur með leikurunum Karli Guðmunds- syni og Sigurði Karlssyni. Þá sá hann að Hellisheiðin var orðin svo góð yf- irferðar. „Strákar, við skulum skutl- ast aðeins heim til sveitarstjórans í Hveragerði,“ sagði Gísli. Það endaði með því að hann sótti um lóð og ég fékk sjokk þegar allt í einu kom bréf um að honum hefði verið veitt lóðin. Gísli byggði nokkuð stórt hús í Hveragerði með fjórum svefn- herbergjum. Eyvindur Erlendsson leikstjóri hjálpaði honum, hann er smiður. Við vorum heilmikið í Hveró, oft um helgar og tvo vetur leigðum við húsið fólki í garðyrkjuskólanum. Gísli þurfti alltaf að hafa mikið um- leikis. Þegar húsið í Hveragerði var komið upp leið nokkur tími þar til við fengum lóð og hann fór að byggja timburhús uppi í Kaldárseli. Halldór sonur okkur er arkitekt og hann teiknaði það hús. Þegar það hús var risið seldum við Sverri og Maju, syni okkar og tengdadóttur, húsið í Mos- gerði. Þar bjuggu þau í ein fimmtán ár. Við fluttum upp í Breiðholt 1985. Þar bjuggum við, blússuðum svo austur í Hveró en meðfram þessu fengum við land austur í Kjós, þar kom svo kofi sem Gísli reisti. Ég strengdi þess heit að í það land, sem var hálfur hektari, skyldi ekki koma planta aðkeypt, og ég efndi það. Ég tók fræ af birki og víði úr garðinum í Mosgerði, sáði og kom þeim plöntum til og gróðursetti þær sem limgerði í landinu okkar í Kjós. Ég hef alltaf haft gaman af garðvinnu og við Gísli skipulögðum og unnum garðinn okk- ar sjálf í Mosgerðinu. Gísli var framkvæmdamaður eins og fram kemur í þessari frásögn, hann varð alltaf að vera eitthvað að vesenast. Þannig eru synir okkar líka. Þegar Gísli dó 1998 þá sá ég í hendi mér að ein kona hefði lítið að gera með einbýlishús í Breiðholti, annað hús í Hveragerði og sumarhús í Kjós. Ég seldi því þessar eignir og lét börnin mín hafa væna summu hvert en keypti mér sjálf íbúð hér í Fossvoginum. Börnin mín keyptu sér svo saman gamalt hús í Frakklandi, í frönsku Ölpunum, og eru synirnir svo sífellt að bæta það og laga og finnst ekki verra að vera saman í því öllu saman. Fyrsta hálfa árið eftir að ég missti Gísla var ég á loftinu hjá Sverri syni mínum, meðan ég beið eftir að þessi íbúð losnaði. Eftir að ég varð ein hef ég tekið mikinn þátt í félagslífi. Við Gísli ferðuðumst alla tíð mikið, það var okkar tómstundagaman. Oft settumst við með krakkana upp í bíl og vorum hreint ekkert búin að ákveða hvert leiðin ætti að liggja. En það skýrðist þegar við vorum lögð af stað. Við ferðuðumst bæði á fjöllum og eins víða um landið og alltaf var jafn gaman. Við fórum líka til útlanda. En þeg- ar ég fer utan fer ég ekki til að fara í búðir eða rúllustiga, ég geng um og skoða fólkið og fer á söfn. Núna fer ég í öll þau ferðalög sem ég get og tek þátt í ýmsu félagsstarfi, syng með Söngdísum í Hæðargarði, er í bókmenntaklúbb, sæki fundi með bekknum, er í saumaklúbb með kon- um úr bankanum og er í forn- sagnaleshring. Lengi var ég í göngu- klúbb, Gísli var líka með í honum þar til hann lést.“ Fór ekki á frumsýningar Ég spyr Theódóru hvort henni hafi aldrei leiðst þegar Gísli var að leika á kvöldin? „Nei, það var ekkert svoleiðis. Ég hugsa hins vegar að ef ég hefði verið heimahúsmóðir eingöngu þá hefði þetta verið leiðinlegra. Ég var í starfi og hafði nóg að gera. Við áttum sameiginlega vini meðal leikaranna, við vorum mikið með Sig- ríði Hagalín og Guðmundi Pálssyni, Helgu Valtýsdóttur og Birni Thors og Helgu Bachmann og Helga Skúla- syni. Það var ekki mikið um vín í þessum selskap. Gummi og Gísli skipulögðu leikferðirnar, ég fór sjaldnast með nema fáeina daga, en það var fróðlegt. Það var ansi gaman þegar þær voru með Áróra og Nína Sveins, þær voru svo skemmtilegar. Við Gísli fórum stundum út að borða á mánudagskvöldum, það var oft ekki um önnur kvöld að ræða því hann lék á tímabili mjög mikið. Svo dró úr því af því að hann þoldi illa sviðsljósin.“ Fórstu á frumsýningar? „Nei, aldrei, ég fór bara á æfing- ar,“ svarar Theódóra að bragði. „Ég þekkti ekki annað en vera gift listamanni og ég man ekki eftir að það væru leiðindi í mér þótt hann væri mikið frá. Það var svo skemmti- legt fólk sem bjó uppi á loftinu í Mos- gerðinu. Svo kann ég ekki að láta mér leiðast.“ Mér heyrist Theódóra hafa jafn- aðargeð, skyldi það vera ættarfylgja? „Ég held að amma Theódóra hafi haft jafnaðargeð, sjálf hef ég verið balanseruð eða þannig sé ég sjálfa mig. Ég reyndi stundum að fara í fýlu þegar ég var krakki en gleymdi mér svo og var áður en ég vissi farin að tala við þann sem ég var í fýlu við. Þá varð bara að hafa það.“ Afinn Skúli Thoroddsen, alþing- ismaður og ritstjóri Þjóðviljans og fyrrum sýslumaður á Ísafirði. Faðirinn Sverrir Thoroddsen starf- aði lengst af í Útvegsbankanum og var mikilvirkur þýðandi. Amma Frú Theódóra Guðmunds- dóttir, síðar Thoroddsen, ung að árum. Móðirin Helga Laufey Eyjólfs- dóttir, móðir Theódóru Thorodd- sen, ung að árum.  Systkinin Börn Theódóru og Skúla Thoroddsen. Fremri röð f.v. Sverrir, Sigurður, Guðmundur og Bolli. Aftari röð f,v, Ragnhildur, Unnur, Katrín, Kristín og María. Þorvaldur var í Ameríku er myndin var tekin. Eitt ungbarn misstu hjónin og tvö barna þeirra dóu á ungdómsárum. Tjaldferð Þarna er Theódóra Thor- oddsen í tjaldferðalagi með Æsku- lýðsfylkingunni. gudrung@mbl.is www.hi.isÍSL E N S K A /S IA .I S /H S K 3 73 36 0 5/ 07 INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. júní 2007. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega til inntökuprófsins fyrir 20. maí 2007. Sjá eyðublað á heimasíðu læknadeildar www.laeknadeild.hi.is Skráning getur farið fram enda þótt nemandi hafi þá ekki lokið stúdentsprófi, en þegar inntöku- prófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi og skilað inn stað- festingu því til sönnunar. Umsókn um skrásetningu ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið, skal skilað eða senda í pósti til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. LÆKNADEILD LÆKNISFRÆÐI SJÚKRAÞJÁLFUN Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um próf- spurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands www.laeknadeild.hi.is Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2007 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemenda- skrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.