Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 57

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 57 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is R A PI P • AÍ S • 70 72 9 í Rússlandi Viðskiptatækifæri Sendiráðið í Moskvu ásamt viðskiptaþjónustu Utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráði halda fund um möguleg viðskipti og viðskiptatækifæri í Rússlandi. Dagskrá: Opnunarávarp: Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins Ávarp: HE. Mr. Victor I. Tatarintsev, sendiherra 13.30-15.00 The Economy and Business in Russia Legal aspects of the business environment in Russia Sven Lexner, Partner with Mannheimer Swartling Russia and the WTO: What's in it for the Russians and the WTO members Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Banking & finance: Portfolio investments in Russia, securities market opportunities Svetlana Borodina, Head of Financial and Trade Communications, TNK-BP 15.00-15.15 Kaffihlé 15.15-17.00 Individual Sectors of the Economy Fishing and fish processing industry in Russia Yury Korolev, Trade Representative of the Icelandic Embassy in Moscow Utilization of Geothermal Energy: Russian perspectives Grigory Tomarov, General Director of Geothermal Engineering Company JSC Pharmaceuticals in Russia Jónas Tryggvason, Executive Vice President of the Actavis Group Tourism in Russia Virve Obolgogiani, Director Mimino Ltd., Finland Fundarstjóri: Berglind Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Þátttökugjald er 3.500 kr. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Berglind Sigmarsdóttir hjá viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@icetrade.is. Miðvikudaginn 9. maí 2007 Radisson SAS Hótel Sögu kl.13.30-17.00 MÉR finnst átakanlegt að heim- sækja móðurbróður minn á Hrafn- istu þar sem hann býr á fjögurra manna herbergi. Það er átak- anlegt að horfa upp á að frændi minn á ekkert einkalíf á „heimili“ sínu, né er hans fjöl- mörgu aðstandendum boðið upp á að heim- sækja bara hann. Frændi minn er flott- ur karl, átta barna faðir og vélvirki sem fékk á fullorðinsárum Alzheimer og getur því ekki dvalið heima með konu sinni sem hann hefur verið gift- ur í 56 ár. Ég er að segja sögu frænda míns af því að það sára í þessu máli er sú staðreynd að hann er bara einn af 900 ein- staklingum sem byggðu upp það samfélag sem við njótum í dag en er einungis boðið upp á að búa í þvingaðri sambúð inni á hjúkr- unarheimili. Þvinguð sambúð Samfylkingin kallar þessar að- stæður, sem eru á flestum hjúkr- unarheimilum, þvingaða sambúð og er það réttnefni. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur sofið hjá sín- um maka í tugi ára, frændi hjá sinni kerlu eins og hann sagði allt- af í 56 ár, að deila öllu með ókunnugum. Bæði á nóttu sem degi koma upp ágreiningsmál og pirringur. Síðast þegar ég kom hafði frændi minn tekið vitlausa inniskó og var að reyna að koma sér í skó af sambýlismanni sínum. Þessi rugl- ingur truflaði alla herbergisfélag- ana þar sem enginn skildi hvað var í gangi og ásakanir um stuld komu upp. Þvinguð sambúð á deild fyrir heilabilaða er sérstaklega slæm vegna þeirra sjúk- dómseinkenna sem fylgja þeim sjúkdóm- um eins og ofsókn- arhugmynda og hræðslu sem getur komið upp við hvers kyns óöryggi. Aðstandendur úti- lokaðir Þvingaða sambúðin bitnar ekki bara á þeim sem búa við þetta sambýlisform. Aðstandendur eiga margir hverjir erfitt með að heimsækja sína nánustu þegar þeir geta ekki verið eins og heima hjá sér. Aðkoman er ekki persónu- leg þar sem lítið er af persónu- legum hlutum í fjölbýli og ein- hvern veginn knúsar maður sitt fólk öðruvísi þegar áhorfendur eru til staðar. Ég þekki þetta þar sem tengdamamma var á einbýli á Skjóli og maður gat notið þess að vera hjá henni, hlusta á plötur, nudda á henni fæturna og bara vera saman. Konan hans tengda- pabba er hins vegar á tveggja manna herbergi á Hrafnistu og þar getum við ekki verið saman á sama hátt. Já, það er ekki hægt að líkja því saman að heimsækja sína nánustu sem búa á einbýli og þá sem búa með öðrum. Hjúkrunarheimilin missa líka mikilvægan stuðning við sína starfsemi. Það að gera að- standendur velkomna léttir veru- lega á umönnun og kemur því inn sem hagræðing, auk þess sem heimilið verður heimilislegra og mun líflegra. Aðstæður sem hægt er að breyta Það eru tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík sem einungis bjóða upp á einbýli og tvíbýli fyrir hjón, það eru Sóltún og Droplaugarstaðir. Ánægja heimilisfólks, aðstandenda og starfsmanna er mikil. Annað heimilið var byggt í upphafi með þetta í huga en hinu var breytt. Við höfum því fordæmi til að fara eftir, bæði í nýbyggingum og end- urbótum. Forgangsverkefni næstu rík- isstjórnar verður að einsetja her- bergi á hjúkrunarheimilum. Frændi minn og herbergisfélagar hans sem með erfiðisvinnu og fjölda barna lögðu grunninn að hinu ríka samfélagi dagsins í dag eiga skilið einbýli þar sem þeir og aðstandendur þeirra geta notið lífsins á meðan það varir. Frændi minn á fjórbýlinu Björk Vilhelmsdóttir skrifar um aðbúnað á hjúkrunarheimili » Þvinguð sambúð ádeild fyrir heilabil- aða er sérstaklega slæm vegna þeirra einkenna sem fylgja … Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar og frænka. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttave- fjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerðan reit. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569-1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.