Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 45
stóð eftir með svarta plastskjóðu, fulla af ónýti úr minjagripaversl- uninni – og upplifun áratugagamals draums. Nútímaleg samsteypa á gömlum grunni Fyrstu áhrifin innan dyra í Fox Plaza voru smitandi kátína og góða skapið sem lá í loftinu. Engin furða því fyrirtækinu hafði vegnað vel, tek- ist að skjóta keppinautum sínum í kvikmyndaheiminum ref fyrir rass og í fyrra orðið fyrst til að brjóta milljarðs-dala-múrinn. Ice Age II og X-Men: The Last Stand höfðu malað gull um víða veröld. Fyrrgreindur Murdoch hefur gert kraftaverk í Century City. Zanuck var viðloðandi Fox allt fram undir 1970, þá hófst erfiður kafli í kvik- myndaiðnaðinum og Fox fór ekki varhluta af vandanum frekar en önn- ur risaver Hollywood. Kvikmynda- verið gekk manna í milli, árið 1978 keyptu braskararnir og olíu- auðmennirnir Marvin Davis og Mark Rich meirihlutann. Undir þeirra stjórn rýrnuðu eignir fyrirtækisins ár frá ári uns bjargvætturinn frá Ástralíu og fjölmiðlaveldi hans, News Corporation, tók yfir árið 1981. Frá þeim tíma hefur sveiflan verið hröð upp á við og gengi 20th Century Fox orðið stöðugt og farsæll veiga- mikill hluti stórveldisins News Corp., sem teygir anga sína um allar jarðir. Á dagblöð og tímarit á borð við The Times og TV Guide, og sjónvarps- stöðvar, þ.á m. Fox Broadcasting Company, sem þvert á allar spár náði að festa sig í sessi sem fjórða sjón- varpsveldið í Bandaríkjunum (ásamt CBS, ABC og NBC). BSky og fjöldi gervitunglasjónvarpsstöðva í öllum heimsálfum eru að öllu eða að hluta til í eigu News Corp., og kvikmynda- verið hefur verið stærsti framleið- andi sjónvarpsefnis í heiminum um árabil. Það rekur tölvuteiknimynda- verið Blue Sky í Arizona (sem fram- leiddi m.a. Ice Age-myndirnar), risa- vaxin upptökuver í Mexíkó, Ástralíu og víðar. Það er eigandi Harper Coll- ins-bókaútgáfurisans (sem keypt hefur William Morrow & Company, Avon Books og Amistad Press). Þá má ekki gleyma djásninu í kórónu Murdochs, sem er Fox Interactive Media. Það rekur m.a. netfyrirtækið MySpace, sem á tveimur árum varð næstvinsælasti viðkomustaðurinn á netinu og gerði risasamning við stærsta leitarvélarisann, Google. Sömu velgengnissögu er að segja af kaupum á tölvuleikjaframleiðand- anum IGN, sem hefur vaxið með ógnarhraða síðan hann varð hluti af Fox. „Ofurmenni“ við stjórn Velgengni undanfarinna ára á kvikmyndaverið einkum að þakka frábærum stjórnendum, sem líkt er við ofurhetjurnar sem tröllríða kvik- myndahúsunum. Þetta eru Peter Chernin, forseti 20th Century Fox, og þeir Tom Rothman og Jim Gia- nopulos, hinir öflugu stjórnar- formenn Fox Filmed Entertainment (eiga heiðurinn af Ice Age-smell- unum, The Day After Tomorrow, Cheaper by the Dozen og X-Men- þrennunni svo eitthvað sé nefnt). Á meðan nokkur vandræðagangur hefur ríkt í ráðningum æðstu manna keppinautanna hafa þremenning- arnir sannað sig í hópi þeirra bestu í kvikmyndaiðnaðinum. Þeir sjá sókn- arfærin ekki síst í möguleikum nets- ins, farsímanna og öðrum framtíð- arkostum, þar skilur hvað mest á milli þeirra og keppinautanna. Þremenningarnir, ásamt Tim Rice, sem fékk stöðuhækkun eftir frábært starf sem stjórnarformaður Fox Searchlight (var m.a. ábyrgur fyrir aðsóknarsmellunum Walk the Line, Sideways og Napoleon Dyna- mite), leita óhikað nýrra miða úti í óvissunni. Tromp uppi í erminni Á síðustu árum hafa öll kvik- myndaverin í Hollywood breytt áherslum í rekstri og framleiðslu. Tilhneigingin til að fækka titlum á ársgrundvelli og lækka þar með um- talsvert heildarkostnaðinn hefur gengið upp og ofan. Fox, Search- light, Blue Sky og ný deild, sem sér- hæfir sig í kvikmyndum fyrir ungt fólk og táninga, eru alltaf með hundr- uð mynda á prjónunum og ljóst að aðeins hluti þess fjölda endar á tjald- inu. Vörumerkið Kvikmyndarisinn 20th Century Fox varð til upp úr 1930. Fox Plaza Skýjakljúfurinn kemur kvikmyndahúsgestum eflaust kunn- uglega fyrir sjónir, enda var hann bakgrunnur fyrstu Die Hard myndanna. saebjorn@heimsnet.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.